Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Qupperneq 37

Læknaneminn - 01.12.1962, Qupperneq 37
LÆKNANEMINN 37 Material til líkskurðar Ætli við getum ekki sem næst öll verið á einu máii um það, að anatomían sé ákaflega mikilvæg námsgrein ? Ekkert okkar getur vænzt þess í fullri alvöru að kom- azt frá okkar kæra námi án þess að vita hið helzta um byggingu mannslíkamans. Þannig gæti það t. d. reynzt æði tafsamt að fara inn eftir appendix vinstra megin í abdomen jafnvel uppi undir diafragma og alveg ótækt að fara með þá kompásskekkju í gröfina, að processi spinosi columnae vertebrales snúi svo, að í beinni snertingu séu við innýflin. Sum okkar myndu jafnvel halda því fram, að anatómían væri það, sem á víðfeðmu máli heitir interessant, en fjandinn hafi það, þau okkar hljóta að vera fá, sem iesa hana full af áfergju með kitl í hverj- um nervus, hypertensiv af spenn- ingi (próflestur undanskilinn) og vart vatni haldandi í spreng les- andi, hvort einhver nervusinn fer lateralt við þetta eða medialt við hitt, nái foramen þar eða foramen hér og hvernig yfirleitt og hvar hans flakk enda fær — svo eitt- hvað sé nefnt. Nei —• sennilega lesa flestir anatomíuna í skamm- degisskapi, EEG yrði líklegast mjög atypiskt o.s.frv. o.s.frv. Nú skyldi enginn halda, að þessum alvarlegu þenkingum um anatómíuna skjóti upp hjá mér vegna þess, að ég hafi rekið mig á það í gær eða fyrradag, að ég væri búinn að snargleyma því, sem ég kunni svo vel fyrir ana- tomíuprófið í þann tíð. Nei — nei. Sannleikurinn er sá, að ramminn að allri þessari voðalegu anda- gift er hreinlega stolinn frá ein- um írskum frænda okkar og þján- ingabróður í námi. Sá hinn sami er þeirrar skoðunar, að allmikl- ir sjarmar hafi stafað af ana- tomíunáminu fyrir svona sirka tvöhundruð árum og færir fyrir því þau rök, sem fram koma hér á eftir. írinn segir nefnilega, að á þeim gömlu og góðu dögum hafi mikið verið lagt uppúr lík- skurði í sambandi við anatomíu- námið. Vafalítið hefur þar tvennt komið til, þ.e.a.s. lærifeðrunum hefur þótt einsýnt, að betur myndi anatómían innprentast stúdentun- um, er þeir hefðu hana svo ljós- lifandi (dauða — réttara sagt) fyrir sér jafnframt því, sem nám- ið yrði þeim léttara og fýsilegra. I annan stað var svo það, að á þessum tíma var hin anatómíska þekking hvergi nærri eins full- komin og nú er, enda höfðu þá hvorki Gray né Steffensen eða þeir menn aðrir, er þekkja hvert skúmaskot mannslíkamans einsog stofupallinn heima, litið ljós bessa heims. Því mun lærifeðrunum sjálfum hafa þótt sem einnig þeim væri nokkur þörf á materiali til líkskurðar. —o— Og þá komum við að þessu eilífðarpróblemi um materíalið. Við vitum svosem öll, að skrifað stendur í kennsluskránni, að Steff- ensen hafi æfingar í líkskurði með stúdentum, þegar verkefni fást. Skorturinn á materiali er ekki nýr af nálinni; okkar ágæti íri, sem

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.