Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 9

Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 9
LÆKNANEMINN 9 „Reihengraber" beinin þýzku og bein Engil-Saxa. En járnaldar- beinin frá Bretlandseyjum og Ir- landi eru með öðrum svip og lík- ari íslenzku beinumun í heiðni. Nú eru ekki aðrar þjóðir í Evrópu en Baskar, Wales-búar, Skotar, Irar og íslendingar með hærri hundr- aðshluta 0-kona en 70. Allt eru þetta þjóðir, er nú byggja útskekla Evrópu, ef svo má að orði kom- ast. Það er hugmynd mín, að fyrir járnöld í Skandinavíu og fyrir daga Engil-Saxa á Bretlandi hafi fólk með háa tíðni 0-kona verið miklu víðar í Evrópu, meðal ann- ars í Skandinavíu, en að það hafi smám saman þokað fyrir járnald- arfólki Skandinavíu og Engil-Söx- um, sem ég álít, að hafi verið með tiltölulega háa tíðni A-kona. Vík- ingarnir, sem námu land á íslandi, voru aðallega af hinum forna frumbyggjastofni Noregs, sem varð að þoka fyrir járnaldarmönn- unum, fyrst til Vestanfjallshéraða Noregs og á víkingaöld til skozku eyjanna og Irlands og síðan til Is- lands. Þeir mynduðu það, sem ég hef nefnt vestræna víkingastofn- inn til aðgreiningar frá þeim aust- ræna, sem voru afkomendur iárn- aldarmanna Skandinavíu. Vest- rænu víkingarnar höfðu þess vegna engin áhrif á blóðflokkaskipan beirra héraða Stóra-Bretlands og Irlands, sem ósnortin voru af Engil-Söxum. Það, sem skapar hið sérkennilega ris á A-konatíðninni frá norðri til suðurs á Stóra- Bretlandi, er fyrst innrás Engil- Saxa, síðan dönsku víkinganna og síðast Normanna. Líkamshæð. Þessu næst skulu athugaðar breytingar, sem orðið hafa á þjðð- inni síðan hún hóf göngu sína í landinu og orsakir þeirra. Sá upp- hafspunktur, er ég þá miða við, er þjóðin eins og hún birtist í beinagrindum fyrir árið 1100. Næsti áfangi eru bein frá 1100— 1650, síðan frá 1650—1840 og að síðustu athuganir á 20. aldar ís- lendingum. Ég mun hér aðeins geta þriggja einkenna, nefnilega líkamshæðarinnar sem dæmi um mældan fjölkona erfðaeiginleika og síðan góm- og kjálkagarða, sem eru dæmi um talda eiginleika, nonmetrical eða discontinuous, og sem að áliti sumra byggjast á einu koni með einfaldan erfða- gang. Á mynd 1 er mörkuð líkamshæð karla á hinum ýmsu tímum. Með- alhæðir beinaflokkanna þriggja eru settar sem beinar línur, en hver línan um sig tekur yfir það tímabil, sem ætla má, að þorri beinanna sé frá. Ekki er hægt að segja nánar um, til hvaða punkts á línunni meðalhæðin muni svara, né heldur hvernig beri að tengja línurnar saman. Mannamæling- arnar skiftast á þrjú tímabil, 1910—1914, 1920—1923 og 1952— 1954 og er meðalhæð hvers tíma- bils táknuð með punkti og þeir síð- an tengdir saman með beinni línu. Meðalhæð karla á 10. og 11. öld er tæpir 172 cm, á 15.—16. öld lið- lega 171 cm og á 18. öld tæplega 169 cm. Um árið 1912 er líkams- hæðin 172,8 cm, 1921 er hún 173,6 og 1953 176,8 cm (15). Frá fyrstu öldum landsbyggðarinnar til 18. aldar hefur karlmaðurinn lækkað um 3 cm. Það verður ekki sagt af bessum rannsóknum hvenær lækkunin hófst, en örust hefur hún orðið á 17. öld. A 19. öld fer hæðin að vaxa og er 1912 orðin 4 cm meiri en á 18. öld og til 1953 bætir hún enn við sig 4 cm. Til að átta sig á hugsanlegum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.