Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 22

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 22
20 LÆKNANEMINN Aðalatriðið í kröfum læknanema er, að kennsla á deildunum verði aukin og skipulögð. Engum dettur í hug, að hin fræðilega kennsla geti farið fram án þess, að fyrirlestrar og yfirferð námsefnis séu skipulögð. Hvernig má þá svo vera, að námsdvalirnar (kursusarnir) geti verið án nokkurs skipulags? Allt sem lagt er til, á að geta komið til framkvæmda þegar í stað án mikils málþófs. Stærstu breytingarnar eru þær, að námsdvöl á berklahæli verði lögð niður, námsdvöl á röntgendeild verði stytt í hálf- an mánuð og tekin verði upp hálfs mánaðar námsdvöl við heimilis- lækningar. Undirritaður er samþykkur þessum tillögum að flestu öðru leyti en því, að námsdvöl á röntgendeild verði stytt. Læknanemar hljóta að hafa þörf fyrir að læra meira í röntgenfræðum en það, sem kemst fyrir á hálfum mánuði. Það má ekki gleymast, að við höfum ekki alltaf sérfróða röntgenlækna við hlið okkar. Læknanemar og kennarar verða að hafa í huga, að þessar tillögur ná skammt. Við verðum sífellt að gagnrýna og gera tilraunir til úrbóta. Á þann hátt vinnum við læknadeild og sjálfum okkur mest gagn. JHJ Kennslustjóri. Svo virðist, sem breyting á reglugerð um Háskóla Islands frá 17. júní 1958, er varðar læknadeild, sé endanlega ákveðin. Telja menn þessa breytingu yfirleitt til bóta, en hún byggist fyrst og fremst á skipun kennslustjóra, lengingu námsársins, fjölgun nefnda og ráða, samteng- ingu (integration) námsgreina og fjölgun þeirra. Einnig er rétt að benda á, að ,,preklínískt“ nám er stytt úr 3 árum í 2. Er það réttlætt með aukinni samtengingu grunngreina og annarra námsgreina. Ein athyglisverðasta breytingin er skipun kennslustjóra, en það er tvímæla- laust forsenda þess, að unnt verði að gera samtengingu námsgreina raunverulega. Því miður er þó að finna í hinni nýju reglugerð eitt og annað, sem virðist draga úr þýðingu kennslustjóraembættisins. Um störf kennslustjóra segir m. a. að séu: „Samning lestrar- og kennsluáætlunar (sbr. 23. grein) í samvinnu við kennara deildarinnar, enda staðfesti deildarfundur hana.“ Samvinna við kennara deildarinnar er auðvitað sjálfsögð, en það ákvæði, að staðfestingar deildarfundar þurfi til, vekur tortryggni. Á umliðnum árum hefur deildarfundur farið með æðstu stjórn læknadeildar. Það er staðreynd, að undir stjórn þessa fundar hefur ekki tekizt að mynda neina samtengingu náms eða að gera neinar verulegar breytingar á námstilhögun í framfaraátt. Það er því ófært, að deildarfundur skuli geta sett kennslustjóra stólinn fyrir dyrnar. I greinargerð með reglugerðarbreytingunni segir: „Kennslustjóra til aðstoðar er nauðsynlegt að ráða skrifstofulið, þar eð gera má ráð fyrir töluverðri skrifstofuvinnu við undirbúning og skipulag kennslu- unnar og eftirlit með framkvæmd hennar og árangri einstakra stúd- enta.“ I reglugerðarbreytingunni sjálfri segir hins vegar um skrifstof- una: „Deildarforseti og kennslustjóri ráða nauðsynlegt skrifstofulið í samráði í við háskólaritara eftir því sem fjárveitingar leyfa.“ Hvenær

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.