Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 23

Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 23
LÆKNANEMINN 21 skyldu fjárveitingar leyfa, að þessi skrifstofa verði rekin? Hér eru utanaðkomandi aðilar farnir að hafa býsna mikil áhrif á starfsaðstöðu kennslustjóra. Sú hætta vofir því yfir, að kennslustjóri fái enga skrif- stofu þrátt fyrir nauðsynina, sem getið er í greinargerðinni. Það skiptir læknanema miklu máli, að vel takist til með kennslu- stjórastarfið og er miður, að áðurnefndar gloppur skuli vera í reglu- gerðarbreytingunni. H. B. Öflun og dreifing upplýsinga og hugmynda. Ýmislegt gerir aðstöðu íslenzkra læknanema í samskiptum og sam- starfi við kennara þeirra veikari en ástæða er til. Eitt atriði er, að þeir fulltrúar okkar, sem þessum málum sinna, hafa tíðum einir í fórum sínum vitneskju, sem hver einasti félagsmaður F. L, ætti að hafa í sínum kolli. Þetta verður oft til þess, að vandræðalegt samhengisleysi verður í málatilbúnaði læknanema frá ári til árs. Aðrar meinsemdir eru ríkjandi hugmyndafátækt, skortur á erlendum og hérlendum upplýs- ingum og áhugaleysi, sem bæði er orsök og afleiðing hins fyrrnefnda. Úr öllu þessu má áreiðanlega bæta. Gera verður F. L. að sterkari samtökum en það nú er. Innan þess eru margir góðir starfskraftar, sem ekki nýtast félaginu. Dreifa verður upplýsinga- og hugmynda- öflun á marga menn, því að takmarkað er, hvað einstaklingur í tíma- freku námi kemst yfir. íslenzkir læknanemar eru aðilar að Alþjóðasamtökum læknanema og undirnefnd þeirra um menntamál, SCOME. Einnig eigum við aðild að Norræna læknakennslusambandinu, NFMU og Norræna lækna- nemaráðinu, NM. Grátlegt er, hve illa okkur hafa notazt þessi sam- bönd. Framangreindir aðilar hafa gefið út rit og skýrslur um sitthvað varðandi nýjungar í læknakennslu, um erindaflutning og umræður á ráðstefnum þeirra og um niðurstöður ýmissa kannana. Nokkurt magn fróðlegra skýrslna og rita hefur slæðzt hingað óbeðið. Fáir vita um þessar heimildir í fórum F. L. og færri kynna sér þær. Fyrrgreind sambönd þarf að nota til að fá leiðbeiningar um góð grundvallarrit og tímarit um nútímalega læknakennslu og nám, koma síðan upp almennilegu heimildasafni, sem f jöldi manna yrði látinn moða úr. Tímarit erlendra læknanema eru mörg eftirtektarverð og fjalla um hluti, sem okkur skipta máli. Einhver þeirra ættu sennilega frem- ur erindi í hillur félagsherbergisins en gamlir árgangar af The Practiti- oner og JAMA. Flest höfum við á takteinum stuttar athugasemdir um einstaka þætti kennslunnar á því námsstigi, sem við erum stödd á hverju sinni í rennslinu gegnum deildina. Síðan ekki söguna meir. Umræður um slíkar hugmyndir og nýting þeirra hafa verið í lágmarki. Vinnubrögð- in við tillögugerð um verklega kennslu x Læknadeild sl. haust voru um margt til fyrirmyndar og vísa veginn að því höfuðverkefni, sem fram- undan er, að vinna við mótun bættra kennslu- og námshátta í deild- inni samkvæmt nýju skipulagi. Heppilegt virðist að kalla menn til starfa að afmörkuðum verkefnum og setja þeim tímafrest til verksins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.