Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Page 27

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 27
LÆKNANEMINN 25 Á mynd 1 er sýnt hve stór hundraðshluti hvers tíu ára ald- ursflokks fékk lyf úr hverjum þessara þrig-gja flokka. Langhæst var notkunartíðni psychosedativa minor, og fékk f jórði hver héraðs- búi, er náð hafði fertugsaldri, lyf úr þeim flokki. Á mynd 2 er sýnt hve stór hundraðshluti hvers tíu ára ald- ursflokks fékk lyf úr einum eða fleirum þessara flokka. Nær helm- ingur allra kvenna á aldrinum 30- 50 ára fær geðlyf. Mun færri karl- ar nota þau, en þó einn af hverj- um fimm yfir fertugu. Ekki er vitað hve margir þeirra, er fengu geðlyf, notuðu þau að staðaldri. Á því tveggja ára tímabili, er um ræðir, leituðu 1185 héraðsbúa læknis. Af þeim fengu 272, eða rúm 22%, geðlyf. Þó aðeins sé lit- ið á þann hluta héraðsbúa, sem leitar læknis, verður aðeins óveru- leg breyting á þeirri kyn- og ald- ursdreifingu á notkun geðlyfja, er sést á mynd 2. Um helmingur þeirra kvenna og fjórðungur karla, er náð hafa fertugsaldri, fá geðlyf, leiti þau læknis annað hvort ár eða oftar. Vera má, að sú notkunartíðni geðlyfja, er hér kemur fram, sé meiri en ella, vegna þess að þeir læknar, sem störfuðu í héraðinu þetta tímabil, höfðu ekki langa starfsreynslu að baki. Þó er ljóst, að geðlyf eru í flokki þeirra lækn- isdóma, sem mest eru notaðir. Heimildir: 1. Tómas Helgason (1964): Epidemio- logy of mental disorders in Iceland. Acta psychiat. scand.suppl. 173. 2. Shepherd, M., Cooper, A. B., Brown, A. C„ and Kalton, G. W. (1964): Minor Mental Illness in Bondon: Some Aspects of a General Practice Survey. Brit. Med. J„ 2, 1359-1363. 3. Helgi I>. Valdimarsson, Jón G. Stefánsson og Guðrún Agnarsdótt- ir: Læknisstörf í héraði (1969): Læknablaðið 55, 15-35. 4. Heilbrigðisskýrslur 1965. Læknirinn (fyrir utan sjúkrastofu): „Ég er nokkuð áhyggjufullur út af ástandi konu þinnar, Jón. Mér líkar hreint ekki hvernig hún lítur út.“ Jón: „Það hefur mér nú ekki líkað í fleiri ár.“ Læknirinn leit til hinnar digru og klunnalegu konu, sem sat hinum megin við skrifborðið. „Það var eins og mig grunaði, Ágústa," mælti hann, „þú ert örugg- lega þunguð einu sinni enn.“ „Þetta er það fimmtánda, læknir," sagði frú Ágústa biturlega. „Þú verður að hjálpa mér, því nú er mælirinn fullur. Ég þarf heyrnartæki." „Heyrnartæki ", hváði læknirinn. „Auðvitað áttu við einhvers konar getnaðarverjur." „Ég á við heyrnartæki," hélt frú Ágústa áfram. „Sko, það gengur sí svona svona fyrir sig. Á hverju laugardagskvöldi kemur kallinn heim drukkinn. Þegar við svo erum háttuð, segir hann: „Jæja þá, kelling, eigum við að fara að sofa, eða hvað?“ Og í hvert bölvað sinn segi ég: „Hvað?“

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.