Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Page 28

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 28
26 LÆKN ANEMINN PÁLMI FRÍMANNSSON, stud. med.: Misnotkun ávana- og fíknilyfja Inngangur. Misnotkun ávana- og fíknilyfja er yfirgripsmikið efni og kemur m. a. inn á svið lyf jafræði og annarra greina læknisfræði, auk sálfræði og þjóðfélagsfræði. Það er ætlun mín, að ræða hér einkum þá hlið málsins, sem snýr að læknum, en fara þó ekki náið út í lyfjafræði- lega verkun lyfjanna og minnast aðeins á þau ávana- og fíknilyf, sem læknar ávísa sjúklingum sín- um. Ég hef ekki grandskoðað íslenzk læknisfræðitímarit. Mér er þó nær að halda, að þetta efni hafi ekki verið rætt mikið þar. Reyndar hef ég lesið þrjár greinar í Lækna- blaðinu frá 1964 (1, 2, 3). Síðan þá hefur margt breytzt varðandi notkun þessara lyfja, og nú virð- ist ærin ástæða til að taka málið upp að nýju. Ekki er þó hægt að segja, að misnotkun þessara lyf ja sé stórkostlegt vandamál. Hér á íslandi mun svartamarkaðssala á lyfjum vera næsta lítil, en mis- notkun er engu að síður töluverð. Megnið af þeim lyfjum, sem eru misnotuð hér, eru því keypt í lyfjaverzlunum samkvæmt lyf- seðli. Það er því nær eingöngu í höndum læknanna sjálfra að ráða bót á þessu. Áður en lengra er haldið, er rétt að útskýra nokkur helztu orð og hugtök, sem verða notuð hér, en þau hef ég flest úr fyrirlestrum dr. Þorkels Jóhannessonar, pró- fessors. Ávana- og fíknilyf eru lyf, sem verka á miðtaugakerfið þann- ig, að við áframhaldandi töku þeirra um hríð eða til lengdar geta menn hneigzt til eða vanizt á að nota þau svo óhæfilega. að heilsu þeirra eða heill annarra er stefnt í hættu eða sjúkleg fíkn myndast í lyfið. Orðin ávani (habituation) og fíkn (addiction, euphomania) eru naumast skýrt aðgreinanleg, enda eru enskumælandi menn farnir að nota eitt orð í stað beggja, „depen- dence“. Ég mun þó nota hér orðin ávani og fíkn, þar sem þau gefa nokkru meiri upplýsingar en eitt orð. Með ávana er átt við það fyr- irbæri, þegar einhver maður hef- ur notað tiltekið lyf um nokkurn tíma og finnur sálræna þörf fyrir að halda notkuninni áfram. Með fíkn er átt við ómótstæðilega löng- un til að neyta lyfsins, og svífast menn þá einatt einskis til að kom- ast yfir það. Oft er þá líka um að ræða svokallaðan líkamlegan á- vana, sem felst í því, að líkamleg óþægindi koma fram, ef hætt er að taka lyfið eða neyzla þess minnk- uð. Þessi óþægindi nefnast frá- hvarfseinkenni (abstinence sym- ptoms), og geta þau jafnvel orð- ið lífshættuleg. Fráhvarfsein- kenni geta einnig komið fram, þó að skammtarnir séu ekki minnk- aðir. Þetta stafar af því, að líkaminn myndar pol (toler- ance) gegn verkunum lyfs- ins. Fæst þá minni verkun af

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.