Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 31

Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 31
LÆKNANEMINN 21 sömu skömmtum, og hún varir einnig skemur. Enda er eitt gleggsta einkenni um fíknimynd- un, að neytandinn tekur lyfið oft- ar en áður og tekur stærri skammta í einu. Oft er hægt að eyða fráhvarfseinkennum með öðru lyfi, skyldu því, sem neyt- andinn var vanur að taka. Er þá sagt, að krossþol sé milli efnanna. Ávana- og fíknilyf eru ráðlögð í margs konar lækningalegum til- gangi. Misnotendurnir sækjast þó yfirleitt alltaf eftir því sama, en það er vellíðan eða vtma (eu- phoria), sem notkun þessara lyfja hefur að jafnaði í för með sér. Verður það að teljast aukaverkun, sem yfirleitt dregur úr notagildi lyfjanna. Mörg þessara lyfja gefa þó litla sem enga vímu í þeim skömmtum, sem læknirinn ráð- leggur og ætlast til, að séu teknir. En því miður fara sjúklingarnir ekki alltaf eftir því. Sumir þeirra taka þá stærri skammta en ætlazt var til og fá þar af leiðandi einatt ávana eða fíkn í lyfið. Eins og ég hef áður sagt, mun svartamarkaðssala á lyfjum vera mjög lítil hér á fslandi, enda þótt hún sé víða erlendis óviðráðanlegt vandamál. Njótum við hér senni- lega fámennis okkar, því svarta- markaðssali þarf að hafa talsvert stóran hóp viðskiptamanna til þess, að hann telji borga sig að taka áhættuna. Svo stór hópur lyfjamisnotenda mundi tæpast geta leynzt hér. Venjulega er auðvelt fyrir mis- notendur að verða sér úti um lyf með því að leita til fleiri lækna, en hver um sig telur fyllilega óhætt að ávísa smáskammti af viðkomandi lyfi. Eg er sannfærð- ur um, að hægt væri að bæta á- standið verulega, ef læknar sýndu meiri gætni eða kannski öllu held- ur tortryggni í garð einstakra lyfja og einstakra neytenda. Því miður veldur skortur á upplýsing- um miklum erfiðleikum í þessu sambandi. Þær upplýsingar, sem lyfjaverksmiðjurnar gefa um framleiðsluna, eru oftast ófull- nægjandi, en einatt líka villandi eða beinlínis rangar. Lítið er um upplýsingar annarsstaðar frá. Upplýsingar um neytandann er ennþá erfiðara að fá. Þeirra verð- ur læknirinn yfirleitt að afla sér sjálfur, en slíkt er tímafrekt. Tilgangur minn með þessum skrifum er sá, að reyna að meta lyfin með tilliti til ávanahættu og lækningalegs gildis. Einnig ætla ég að fjalla dálítið um neytand- ann. Lyfin. Lyfjunum má skipta í flokka eftir helztu verkunum þeirra. Flokkarnir eru þrír: verkjadeyf- andi lyf, svefnlyf og róandi lyf og örvandi lyf. I. Verkjadeyfandi lyf. Þau eru einkum ætluð og notuð til að draga úr líkamlegum sár- sauka, en þó má hafa af þeim fleiri not. Morfín var einangrað frá ópíum um 1805. Það er frábærlega gott verkjadeyfandi lyf og er mikið notað sem slíkt enn þann dag í dag, enda vafasamt, hvort nokkurt annað lyf tekur því fram. Helzti galli þess er, að mikil fíkn mynd- ast í það, enda er það mikið mis- notað, þó lítið hérlendis. Morfín hefur kröftuga deyfandi verkun á flestar tegundir sásauka. Það verkar einnig mjög róandi og slíkt er mikill kostur, t. d. í slysa- tilfellum. Auk þess má nota það við hósta og niðurgangi. Það verk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.