Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 33

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 33
LÆKNANEMINN 29 lega. Það hefur svipaða deyfandi verkun, en gefnr minni vellíðan. Eins og við má búast er ávana- og fíknihætta minni en af morfíni. Metadón er því iðulega valið, ef gefa þarf deyfilyf í langan tíma. Auk þess hefur metadón þann kost, að hægt er að ná fullri verk- un með töflum. Það er ekki eins róandi og morfín og hentar því síður í bráðum slysatilfellum og við hjartadrepi. I heild er metadón mjög gagnlegt lyf og mikið notað, enda er misnotkun vel þekkt. Nýkomin eru til sögunnar tvö deyfilyf, sem lofa góðu. Þau heita pentazócín (Fortral) og cyklazócín og eru mjög sterk deyfilyf, cykla- zócín langtum sterkara en morfín. Hins vegar valda þau lítilli vímu og mætti því ætla, að ávanahætta væri ekki mikil. Samt hefur ávani og fíkn í pentazócín færzt mikið í vöxt undanfarið. Annars á reynsl- an eftir að dæma þessi lyf. II. Svefnlyf og róandi lyf. Barbítúröt. Efnafræðingar sam- tengdu barbítúrsýru árið 1863, en byrjað var að nota afbrigði henn- ar, barbítúrötin, árið 1903. Áhrif þeirra eru fyrst og fremst róandi, svæfandi og krampastillandi. Til er mikill fjöldi af barbítúrötum með mismunandi verkunum, og hefur reynzt hentugt að flokka þau í þrennt eftir því, hve lengi áhrif þeirra standa. Þau sem verka stytzt, eru notuð til að svæfa sjúklinga við skurðaðgerðir og eru því ekkert notuð utan sjúkrahúsa. Þessi flokkur er að vísu hættuleg- astur hvað ávana snertir, en notk- unin er svo takmörkuð, að mis- notkun er lítil. 1 næsta flokk koma lyf, sem yfirleitt verka nokkrar klukkustundir. Þau eru geysimik- ið notuð sem svefnlyf, en hafa talsverða ávanahættu, enda eru barbítúröt sá lyfjaflokkur, sem talinn er langmest misnotaður. Hérlendis er mebúmal (,,mebbi“) það afbrigði, sem líklega er mest misnotað, enda er það langmest notað. Þau barbítúröt, sem hafa lengsta verkun, eru notuð til með- ferðar á flogaveiki og sem róandi lyf. Þau hafa minni ávanahættu en lyf í hinum tveim flokkunum. Flest barbítúröt eru notuð í skömmtum af stærðinni 100—200 mg og hafa þá yfirleitt tilætluð áhrif, en valda ekki teljandi vímu. En ef sjúklingurinn fer að taka 300—400 mg eða meira, kemst hann í vímuástand, og ávanahætt- an blasir þá við. Þolið gegn lyfinu eykst þá einnig, og fráhvarfsein- kenni koma fram, ef hætt er að taka lyfið. Þessi einkenni eru kvíði, órói, máttleysi, sljóleiki, ógleði, svefnleysi, skjálfti og jafn- vel lífshættulegir krampar. Því er varasamt að taka lyfið snögglega af sjúklingnum. Mjög athyglisvert er, að búið var að nota barbítúröt í 40 ár, áður en menn byrjuðu að tala um ávanahættu. Dauðsföll af völdum barbítúrata eru ekki fátíð. Vegna hinnar miklu útbreiðslu hafa þau orðið hand- hægt sjálfsmorðstæki (L.D. er minnst um 1,5 g). Slysadauði er líklegur af þrem orsökmn: 1 fyrsta lagi getur sjúklingur orðið svo sljór af lyfjaáti, að hann taki ó- viljandi banvæna skammta. I öðru lagi eykur áfengisneyzla á verkun barbítúrata, og því getur verið hættulegt að nota þetta saman. 1 þriðja lagi myndast ekki þol gegn dauðaskammti, enda þó það mynd- ist gegn öðrum verkunum lyfj- anna. Misnotandi, sem eykur sí- fellt skammtinn, færist þannig stöðugt nær dauðaskammtinum. Dauði verður vegna öndunarlöm- unar.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.