Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Page 34

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 34
30 LÆKNANEMINN Reynt hefur verið að finna lyf, sem komið gætu í stað barbítúrat- anna, en árangur hefur verið lé- legur. Eitt þessara lyfja var Thalidomide. Brómíð hefur róandi verkun eins og barbítúrötin og hefur ver- ið notað lengi.. Ávanahætta er nokkur og aukaverkanir slíkar, að nú mun notkun þess að mestu hætt. Áfengi hefur nokkuð hliðstæða verkun við barbítúröt og hefur krossþol við þau. Það lýtur ekki lögum um sölu lyfja, enda þótt ávanahætta sé mikil og vonandi eru þeir læknar fáir, sem telja réttlætanlegt að ráðleggja sjúkl- ingum sínum að neyta áfengis að staðaldri. Vegna þess, hve barbítúrötin hafa mikla svæfandi verkun, er ekki heppilegt að gefa þau sem róandi lyf að morgni, ef fólk ætl- ar að stunda vinnu. Því hefur ver- ið leitað að lyfjum, sem draga úr kvíða og spennu án þess að vera svæfandi. Mepróbamat fannst um 1950 og náði skjótt mikilli útbreiðslu. En strax árið 1955 var orðið ljóst, að lyfið er talsvert ávanamynd- andi og það jafnvel svo, að margir þeir, sem áður höfðu misnotað barbítúröt, byrjuðu að misnota mepróbamat í staðinn. Þykir nú ástæða til að vara alvarlega við þessu lyfi (13). Síðar komu fram lyfin klópoxíð (Librium) og diazepam (Valíum, Stesolid). Þau hafa jafnvel kröft- ugri róandi verkun en mepró- bamat, en ávanahætta hefur verið talin minni. Eitthvert þol mynd- ast þó, og lýst hefur verið alvar- legum fráhvarfseinkennum eftir mikla notkun (16). Víman verður heldur ekki áberandi nema við stóra skammta. Eftir því, sem ég kemst næst, ætti hámarksskammt- ur af klópoxíði að vera 75 mg á dag, en af diazepam 15 mg. Menn mættu gjarnan muna eftir, að það lyf er til í 2 mg töflum og því auð- velt að skammta það vægilega. Á síðast liðnum vetri var gerð tilraun á höfundi þessarar grein- ar á Rannsóknarstofu í lyfja- fræði. Fyrst tók hann 30 mg af diazepam í einu. Klukkutíma síð- ar hafði magn lyfsins í blóðinu náð hámarki, 1,4 míkróg/ml. Um 2Y2 klst. eftir inntökuna var hún 0,55 míkróg/ml. Um kvöldið tók hann enn 10 mg og næstu tvo daga 10 mg kvölds og morgna. Fann hann af þessu talsverð áhrif, eink- um fyrstu 5—6 klst. eftir inntöku. Hann fékk talsverða vímu og varð allkjaftagleiður, þegar hann var meðal annarra manna, en mjög syfjaður, þegar hann var einn, svo að lestur varð næstum óhugs- andi. Hreyfingar- og jafnvægis- skyn brenglaðist nokkuð (ataxi), og einnig þóttist hann merkja, að hann væri venju fremur ógætinn í umferðinni. En allar veraldlegar áhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sólu. Öll þrjú kvöldin kenndi hann í 3—4 klst, áður en hann tók kvöldskammtinn. Nemendurnir, sem voru fyrsta árs læknanemar, sáu þá engin veruleg merki um lyfjaneyzlu og gæði kennslunnar voru sambærileg við það, sem var fyrir og eftir tilraunina. En að morgni 4. dagsins, 8 klst. eftir síðustu inntöku, var magnið í blóðinu enn mælt og reyndist þá vera 0,8 míkróg/ml. Lyfið hafði sem sagt safnazt fyrir í líkaman- um, sem vegur um 72 kg. Samt voru áhrifin að dómi neytandans síður en svo meiri þriðja dag til- raunarinnar en annan daginn. Þess skal getið, að eitraðir skammtar

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.