Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 34

Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 34
30 LÆKNANEMINN Reynt hefur verið að finna lyf, sem komið gætu í stað barbítúrat- anna, en árangur hefur verið lé- legur. Eitt þessara lyfja var Thalidomide. Brómíð hefur róandi verkun eins og barbítúrötin og hefur ver- ið notað lengi.. Ávanahætta er nokkur og aukaverkanir slíkar, að nú mun notkun þess að mestu hætt. Áfengi hefur nokkuð hliðstæða verkun við barbítúröt og hefur krossþol við þau. Það lýtur ekki lögum um sölu lyfja, enda þótt ávanahætta sé mikil og vonandi eru þeir læknar fáir, sem telja réttlætanlegt að ráðleggja sjúkl- ingum sínum að neyta áfengis að staðaldri. Vegna þess, hve barbítúrötin hafa mikla svæfandi verkun, er ekki heppilegt að gefa þau sem róandi lyf að morgni, ef fólk ætl- ar að stunda vinnu. Því hefur ver- ið leitað að lyfjum, sem draga úr kvíða og spennu án þess að vera svæfandi. Mepróbamat fannst um 1950 og náði skjótt mikilli útbreiðslu. En strax árið 1955 var orðið ljóst, að lyfið er talsvert ávanamynd- andi og það jafnvel svo, að margir þeir, sem áður höfðu misnotað barbítúröt, byrjuðu að misnota mepróbamat í staðinn. Þykir nú ástæða til að vara alvarlega við þessu lyfi (13). Síðar komu fram lyfin klópoxíð (Librium) og diazepam (Valíum, Stesolid). Þau hafa jafnvel kröft- ugri róandi verkun en mepró- bamat, en ávanahætta hefur verið talin minni. Eitthvert þol mynd- ast þó, og lýst hefur verið alvar- legum fráhvarfseinkennum eftir mikla notkun (16). Víman verður heldur ekki áberandi nema við stóra skammta. Eftir því, sem ég kemst næst, ætti hámarksskammt- ur af klópoxíði að vera 75 mg á dag, en af diazepam 15 mg. Menn mættu gjarnan muna eftir, að það lyf er til í 2 mg töflum og því auð- velt að skammta það vægilega. Á síðast liðnum vetri var gerð tilraun á höfundi þessarar grein- ar á Rannsóknarstofu í lyfja- fræði. Fyrst tók hann 30 mg af diazepam í einu. Klukkutíma síð- ar hafði magn lyfsins í blóðinu náð hámarki, 1,4 míkróg/ml. Um 2Y2 klst. eftir inntökuna var hún 0,55 míkróg/ml. Um kvöldið tók hann enn 10 mg og næstu tvo daga 10 mg kvölds og morgna. Fann hann af þessu talsverð áhrif, eink- um fyrstu 5—6 klst. eftir inntöku. Hann fékk talsverða vímu og varð allkjaftagleiður, þegar hann var meðal annarra manna, en mjög syfjaður, þegar hann var einn, svo að lestur varð næstum óhugs- andi. Hreyfingar- og jafnvægis- skyn brenglaðist nokkuð (ataxi), og einnig þóttist hann merkja, að hann væri venju fremur ógætinn í umferðinni. En allar veraldlegar áhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sólu. Öll þrjú kvöldin kenndi hann í 3—4 klst, áður en hann tók kvöldskammtinn. Nemendurnir, sem voru fyrsta árs læknanemar, sáu þá engin veruleg merki um lyfjaneyzlu og gæði kennslunnar voru sambærileg við það, sem var fyrir og eftir tilraunina. En að morgni 4. dagsins, 8 klst. eftir síðustu inntöku, var magnið í blóðinu enn mælt og reyndist þá vera 0,8 míkróg/ml. Lyfið hafði sem sagt safnazt fyrir í líkaman- um, sem vegur um 72 kg. Samt voru áhrifin að dómi neytandans síður en svo meiri þriðja dag til- raunarinnar en annan daginn. Þess skal getið, að eitraðir skammtar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.