Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 40

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 40
36 LÆKNANEMINN ÁRNI BJÖRNSSON, læknir: Hugleiðingar um lœknanám og framhaldsnám í lœknisfrœði Fyrir nm það bil tveimur árum hélt höfundur þessarar greinar er- indi í Félagi læknanema um sama efni og þá fyrir boð á árshátíð fé- lagsins það ár. Hér með er þakkað fyrir það. Þá nýlega höfðu læknar staðið í harðri kjarabaráttu og farið af hólmi með allgóðan sigur. Sigur, sem sumum gætnari mönnum inn- an stéttarinnar fannst keyptur á kostnað virðingar hennar. Þó varð enginn til að afsala sér ábat- anum. 1 þessu sambandi er vert að benda á, að virðing stéttar er all- teygjanlegt hugtak og fer að öðru jöfnu, að minnsta kosti í nútíma- þjóðfélagi, eftir veraldargengi án tillits til þess, hvernig það er til orðið. Ósagt skal látið hver virð- ing íslenzkrar læknastéttar, fræði- leg og veraldleg, kann að hafa ver- ið fyrir þessi átök. Hitt er víst, að nú er að jafnaði leitað til lækna- samtakanna, ef ráða þarf fram úr vanda í heilbrigðismálum. Einnig er greinilegt, að almenningur horf- ir ekki síður til læknastéttarinnar en heilbrigðisyfirvalda um skipu- lagningu íslenzkrar heilbrigðis- þjónustu. Þá er rétt að geta þess, að læknar munu víðast hvar vera með hæstu skattgreiðendum. Slíkt var, að minnsta kosti áður fyrr, fremur talið auka hróður manna en hitt. Fyrmefnt erindi einkenndist af mildlli bjartsýni. Nú skyldi stefnt fram á við til aukinnar faglegrar þekkingar og bætts skipulags í heilbrigðismálum, jafnt á sjúkra- húsum sem um hina dreifðu byggð landsins. Hinn efnahagslegi grunn- ur var múraður og tilbúinn til að timbra á honum háa höll starfs- legrar og fræðilegrar fullkomnun- ar. En traustir skulu hornsteinar hárra sala, - en hornsteinar ís- lenzks efnahagslífs reyndust holir og auk þess lagðir á sand. Á þeim árum, sem liðin eru sið- an erindið var flutt, hafa launa- kjör lækna hérlendis rýrnað um 40-50%, og hlutfallið milli þeirra og launakjara stéttarbræðranna erlendis hefir aftur færzt í það horf, sem var fyrir launahækkun- ina. Þó hefir sú kjaraskerðing, sem almennt hefir orðið á Islandi á þessum árum, ekki komið jafn hart niður á læknum og f jölda annarra þegna þjóðfélagsins. Efnahagsleg afkoma lækna má því teljast sæmi- leg, enda bendir aðsóknin að Læknadeild Háskóla íslands til þess, að í því starfi vænti menn sér einna traustastrar framtíðar af þeim störfum, sem Háskólinn býr stúdenta undir. I skipulagsmálum hefur nokkuð áunnizt en þó ber ekki að leyna því, að bjartsýni höfundar um

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.