Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 44

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 44
LÆKNANEMINN lt0 eða hvarf með bættri lyf jameðferð. Þá er hugsanlegt, að nýjar lækn- ingaaðferðir geti gert vissar sér- greinar óþarfar eða skapað þörf fyrir nýjar. Hvað skeður til dæmis, þegar fundin verður lyflæknismeð- ferð á illkynja æxlum, eða þegar vandamálið um ónæmi í sambandi við líffæraflutninga leysist ? Breyt- ingar eða sveiflur sem þessar eru ófyrirsjáanlegar, og verður að taka þær sem starfsáhættu (occu- pational hazard). Ef litið er á ástandið hér á landi, hefir það breytzt allmikið, síðan upprunalega erindið var flutt. Þá var hægt að tala um neyðarástand á vissum sérsviðum læknisfræðinn- ar, t.d. í geislagreiningu, svæfing- um, ýmsum greinum lyflækninga, háls-, nef- og eymalækningum, svo nokkuð sé nefnt. Við það, að laun lækna urðu mannsæmandi og starfsaðstaða batnaði, hafa all- margir læknar erlendis tekið sam- an pjönkur sínar og flutt heim og fyllt að nokkm upp í þau skörð, sem fyrir vom. Þó era enn tilfinn- anlegar eyður í sérfræðingaliðinu, t.d. vantar enn bæklunarlækna (orthopæda), sérstaklega utan sjúkrahúsa. Þá vantar sérfræðinga í þvagfærasjúkdómum, sérfræð- inga í geislalækningum, í kliniskri sýklafræði og fleiru. Sárastur er þó skorturinn á sérfræðingum í þeirri vinnuaðferð, sem við köllum almennar lækningar eða heimilis- lækningar. Áður en nánar er út í það farið, er rétt að taka fram, að læknisþjónusta telst ekki vera full- nægjandi í sérgrein, nema að minnsta kosti tveir sérfræðingar séu starfandi í henni, svo að eyður verði ekki í þjónustuna. Nú sem stendur eigum við ekki neina lækna sérmenntaða í almenn- um lækningum. Þeir læknar, sem þessum störfum sinna, hafa flestir hafið störf sem heimilis- eða hér- aðslæknar, eftir að þeir hlutu ótak- markað lækningaleyfi. Sumir hai'a aflað sér einhverrar framhalds- menntunar, aðrir nánast engrar. Skortur á þessum læknum, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli, hefir gert það að verkum, að þeir hafa safn- azt í þéttbýlið, þar sem aðstæður em betri, og hefir það gert ástand- ið í dreifbýlinu enn verra. Er nú svo komið, að við jaðrar neyðar- ástand á allstórum landssvæðum. Nú verður í nokkram orðum reynt að gera grein fyrir niður- stöðum nefndar þeirrar, sem skip- uð var að tilhlutan Læknadeildar Háskóla Islands og heilbrigðis- málaráðherra með aðild Læknafé- lags Islands, en af hálfu þeirra síðastnefndu sátu í nefndinni sá, er þetta ritar, og einn af fulltrúum yngstu lækna, Jón G. Stefánsson. Nefndin hóf störf í september 1968 og skilaði áliti í lok febrúar 1969 eftir miklar og langar fundar- setur. I fyrstu var unnið að gagna- söfnun, en síðar að því að finna sameiginlegan starfsgmndvöll. Við lestur gagna, sem safnað var úr ýmsum áttum, kom í ljós það, sem raunar var vitað fyrir, að mikils ósamræmis gætir um kröfur þær, sem gerðar em til sér- fræðiviðurkenningar í ýmsum löndum og jafnvel innan sumra þeirra (U.S.A.). Á það bæði við um tímalengd sémáms alls og ýmissa liða þess, svo og um sér- fræðipróf. Á Norðurlöndum eru kröfumar mjög mismunandi, en yfirleitt þarf lengstan starfstíma til sérfræðináms í Danmörku, en í Finnlandi er nú sérfræðipróf í gildi og þykir gefast vel. Fram kom, að mikil hreyfing er í flest- um löndum um að breyta sérnám- inu, og á Norðurlöndum eru uppi háværar raddir um að samræma

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.