Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 51

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 51
LÆKNANEMINN 1,3 kvæmilega hljóta að skapast af smæð deildarinnar. Á þett'i hefir meðal annars ver- ið bent í ályktun frá síðasta aðal- fundi L.í. í sumar, og undirstrikar sú ályktun það, að læknasamtökin eiga engan þátt í áætlaðri tak- mörkun um aðgang stúdenta í læknadeild. Mætti þó ætla, að þar kreppti skórinn fyrst. Meðan heilir landshluta^ eru læknislausir og meðan skörð eru í sérfræðingahópnum, ríkir lækna- skortur hér á landi. Sá skortur verður áfram til staðar, þó að upp- fylltar verði þær lágmarkskröfur, sem við gerum í dag um þjónustu. Þegar að því kemur, að þörfin mettast hér á landi, er ennþá læknaskortur meiri og minni um allan heim. Háskólamenntuðum mönnum ís- lenzkum hefir verið legið á hálsi fyrir að setjast að erlendis og flytja úr landi þá þekkingu, sem þeir hafa aflað sér hér á kostnað hins almenna skattborgara. Hitt gleymist gjarnan, að hér er að- eins unnt að afla sér hluta þeirr- ar menntunar, sem nauðsynleg er til þess, að hérlend læknisþjónusta standist samanburð við það, sem krafizt er hjá þjóðum á svipuðu menningarstigi. Framhaldsmennt- unina höfum við orðið og verðum enn að verulegu leyti að sækja til annarra. Þar sem sú menntun tek- ur oft allmörg ár. er ekki óeðlilegt, að einhverjir verði innlyksa þar, sem hennar er aflað. Einnig er rétt að hafa í huga, að í landi með aðeins 200 þús. íbúa, hljóta tækifæri til starfs- þjálfunar að vera mjög takmörk- uð, að minnsta kosti á þrengri sér- sviðum. Það er því beinlínis æski- legt, að læknar fái þjálfun í starfi um lengri eða skemmri tíma, þar, sem verkefni eru næg. Væri ekki hugsanlegt, að íslend- ingar tækju höndum saman við hin Norðurlöndin um rekstur sjúkra- húss eða sjúkrahúsa í vanþróuð- um löndum? Mætti það verða vísir að því, að við hæfum útflutning á því, sem vanþróaðar þjóðir van- hagar mest um næst mat, en það er þekking. Nú munu einhverjir vilja spyrja: Þegar ég nú ekki hefi fengið svar við því, hvaða sérgrein ég á að velja mér, er þá ef til vill hægt að fá svar við því, hvert ég á að fara til þess að afla mér framhalds- menntunar í læknisfræði? Eins og sagt hefir verið hér á undan, mun verða gert ráð fyrir því í hinni nýju sérfræðireglugerð, að sérfræðiviðurkenning frá Norð- urlöndum, Englandi og Bandaríkj- um Norður-Ameríku muni verða tekin gild hér á landi. Virðist því liggja beinast við, að læknar afli sér framhaldsmenntunar í löndum þessum. Það mun einnig vera hag- kvæmast út frá því sjónarmiði, að flestir íslenzkir stúdentar hafa lært ensku og eitthvert Norður- landamálanna það vel í mennta- skóla, að þeir eiga ekki í veruleg- um örðugleikum með að láta skilja sig og skilja aðra. Á Norðurlöndum er sá tími, sem þarf til að hljóta sérfræðiviður- kenningu, stytztur í Finnlandi, u.þ.b. f jögur ár, en þar er nú kraf- izt sérfræðiprófs og þykir gefast vel. I Svíþjóð er námstími til sér- fræðiviðurkenningar 4-4 Y> ár og prófs ekki krafizt, en bæði í Noregi og Danmörku er tíminn yfirleitt allmiklu lengri og í einstaka grein- um allt að 7 árum. Sá, sem ætlar sér að hljóta sér- fræðiviðurkenningu í Bretlandi, þarf fyrst, að minnsta kosti í stærri sérgreinum, eins og lyf- læknis- og handlæknisfræði og

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.