Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 52

Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 52
LÆKNANEMINN u greinum út frá þeim, að taka svo- kallað „fellowship" próf, sem raun- verulega þýðir að taka læknispróf að nýju, og hafa aðeins örfáir Is- lendingar gengið gegnum þá eld- raun. Á hinn bóginn er hægt að fá undirlæknisstöður á sjúkrahús- um í Bretlandi, og mundi starfs- tími í slíkum stöðum verða viður- kenndur til sérfræðiviðurkenning- ar hér á landi. Stöður þessar eru yfirleitt illa launaðar og vaktaálag mikið, en undirlæknum er að jafn- aði veitt góð kennsía, og einhver starfstími á brezkum sjúkrahúsum er mjög mikils virði þeim, sem vilja afla sér staðgóðrar þekking- ar. Höfundur er ekki nógu vel kunn- ugur aðstöðu til sérfræðináms í Bandaríkjum Norður-Ameríku til þess að geta gefið um það tæm- andi upplýsingar. Allar háskóla- stofnanir eða kennslustofnanir þar munu hafa ákveðna námsáætl- un fyrir hverja sérgrein. Það er mikið metnaðarmál hverrar slíkr- ar stofnunar að útskrifa vel mennt- aða lækna, enda mun sérfræðinám á góðum stofnunum í Bandaríkj- unum vera eitthvert það bezta, sem völ er á. Rétt er að benda á, að ekki er þörf á, og jafnvel ekki æskilegt, að læknar bindi sig við eina stofn- un eða eitt land, ef þeir vilja afla sér staðgóðrar menntunar. Það að ganga milli stofnana og ferðast milli landa, eykur víðsýni og kenn- ir gagnrýni á eigin verk og ann- arra. Sjálfsgagnrýni og víðsýni eru nauðsynlegir eiginleikar fyrir þann, sem starfa á í litlu þjóðfé- lagi þar sem sjálfsagður árangur eða algeng mistök geta leitt til tak- markalausrar persónudýrkunar eða algjörrar fordæmingar. Helztu heimililir: Gerher, A. World Medical Journal. 1, 16. 1969. Sabiston, D. Surgery. 1, 66. 1969. Symposium on Surg'ical Education. The American Journal of Surgery. Júlí, 1965. Santos. J. C. D. Gazetta Sanitaria. Vol. XVII, no. 3-4, 1968. Valdimarsson, H. Læknablaðið des. 1968. Den fremtidiga utbildningen av medi- cinska specialister och forskere i Norden. Rapport frán den andra undervisningsmötet í Göteborg. 7— 9, okt. 1966. Læknirinn hafði verið beðinn að líta á Albert gamla. Þegar hann kom til hans, var sá gamli sitjandi í rúminu og var að troða Raleigh píputóbaki upp í nef sér. Læknirinn lét sem hann sæi ekkert undarlegt og sagði: „Dóttir þín bað mig að líta inn, ef ég ætti leið hjá. Nú . . . hvað er það, sem ég get gert fyrir þig?“ „Til að byrja með,“ sagði Albert gamli, skjálfraddaður og mjóróma, og tróð meiru af tóbaki upp í nefið, ,,þá gætirðu gefið mér eld.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.