Læknaneminn - 01.11.1969, Page 58

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 58
50 LÆKN ANEMINN Hetta Loftop Filma Lampi Liður Filmuhylki Færitaug Linsa Slanga fyrir filmu Mynd 2. er mjög sveigjanleg, 8,5 mm í þvermál, 75 cm löng og innan í henni liggja þræðir, sem 1) vinda filmuna út (eftir því sem hún er notuð), 2) stjórna horni liðsins, 3) gefa rafmagn til perunnar. Á efri enda tækisins er svo komið fyrir stjórntækjunum og belg, sem blæs lofti út um loftgötin á hinum enda tækisins. Aðferð við magaljósmyndun. Fyrir ljósmyndun með Gastro- camera (hér eftir kallað maga- myndavél) er sjúklingurinn undir- búinn með 12 klst. föstu og gefið róandi lyf, vanalega Phenergan og atropín. Maginn er síðan tæmdur með slöngu til að tryggja, að hann sé alveg tómur. Þá er háls sjúkl- ingsins deyfður og slangan færð niður í maga og maginn blásinn út. Síðan eru teknar eftir vissu kerfi þær 32 myndir, sem filman leyfir. Ef vel tekst til, nást myndir af mest öllu innra borði magans. í rökkvuðu herbergi má nokkuð átta sig á staðsetningu myndavél- arinnar innan í maganum eftir ljósgeislanum, sem sézt í gegnum kviðvegginn. Betra er þó að geta notað gegnlýsingu með sjónvarps- skermi til að staðsetja myndavél- ina, og hefir sú geislun engin skað- leg áhrif á filmuna. Þar sem alltaf vill verða eitthvað eftir af slími í maganum, þarf að halla sjúkl- ingnum þannig, að höfuð halli nið- ur, þegar teknar eru myndir af neðri hluta magans og öfugt. Þó að notkun magamyndavéla yrði mjög útbreidd í Japan, barst þessi aðferð seint til annarra landa. Árið 1963 (6), en þó aðal- lega 1964 (7) og 1965 (8), sjást skrif um þetta í læknisfræðiritum á enska tungu, og tækið var víða tekið í notkun á árunum 1964- 1967. Það virðist hafa háð út- breiðslu tækninnar, að margir höfðu vantrú á blindri myndatöku, en væntu meiri árangurs af trefja- glersáhöldunum. Kostir ljósmyndunar með maga- myndavél framyfir magaspeglun eru þessir helztir: Skoðunin er auð- veld fyrir sjúklinginn og má segja, að allflesta sjúklinga sé mögulegt að skoða án teljandi hættu. Að- ferðina er auðvelt að kenna, gagn- stætt magaspeglun, sem lærist fremur seint, því kennarinn verður að einbeita sér að skoðuninni og getur ekki veitt nemandanum mik- ið tækifæri til að sjá. Þá er það og mikils virði að geta skoðað ljósmyndimar í ró og næði og með

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.