Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 59

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 59
LÆKN ANEMINN 51 öðrum, geymt þær til endurskoð- unar og samanburðar við endur- tekna myndatöku. Ókostir Ijósmyndunar með maga- myndavél eru fyrst og fremst hin blinda myndataka, sem gerir árangur óvissan. Fyrir kemur, að myndir eru ófullnægjandi, t.d. vegna lélegrar útþenslu magans, rangrar staðsetningar myndavél- arinnar, of mikils magainnihalds, blóðs eða slíms á linsu. Ókostur er það líka, að óhjákvæmilega verður nokkur töf á framköliun filmunnar, svo að niðurstaða ligg- ur ekki fyrir eins fljótt og við magaspeglun. Magaspegill með ljósmyndavél. Nú hefur tekizt að sameina báð- ar þessar aðferðir. Olympia fyrir- tækinu tókst að sameina þessi tvö tæki í eitt, og árið 1964 kom á markaðinn frá þeim magamynda- vél með magaspegli f Olympus GTF eða GTF-A). Með síðari endurbót- um hefur hér komið fram tæki, sem um margt tekur fram eldri trefja- glerstækjum: myndin er skýr, ljós- magn gott, sjónhorn stórt og liður á endanum gerir mögulegt að sveigja tækið auðveldlega upp í fundus. Mynd 3 sýnir hversu vel hefur tekizt til um sameiningu tækjanna. Þetta tæki er óhjá- kvæmilega nokkru stærra en magamyndavélin ein. Þvermál slöngunnar er 10,2 mm og neðri endinn er 12,7 mm í þvermál, stíf- ur upp að liðnum (ca 8 cm.). Skoð- un með þessu áhaldi verður þannig ekki eins auðveld fyrir sjúklinginn og skoðun með magamyndavél, en þar á móti eru augljósir kostir að geta séð hvert myndavélinni er beint, að geta horft á hreyfanleik magans, og geta fengið niðurstöðu strax, þó að hún verði ekki endan- leg fyrr en filmuskoðun lýkur. Við samanburð á þessum tveim tækjum, þar sem sami sjúklingur var skoðaður með báðum, fékkst oftar skýrari mynd með GTF-A en með magamyndavél. Þróunin hefir því víða um lönd orðið sú, að Mynd 3. Magaspegill með ljósmyndavél. 1. Hetta. 2. Leifturpera. 3. Linsa ljósmyndavélarinnar. 4a og b Linsa og prisma spegilsins. 5. Trefjaglersknippi. 6. Filmuhylki. 7. Filma. 8. Perufesting. 9. Pera. 10. Færitaug fyrir filmuna.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.