Læknaneminn - 01.11.1969, Page 69

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 69
LÆKNANEMINN 59 niðurstöður slíkrar könnunar væru þegar fyrir hendi hjá alþjóðastofn- unum. Er nær dró þingslitum varð ljóst, að of mikið bar á milli hinna stríðandi hópa á þessu þingi til að samkomulag næðist. Þó varð að samkomulagi, að kannað yrði hjá aðildarfélögum IFMSA: 1. hvort alþjóðleg samtök læknanema væru æskileg 2. hvert starfssvið slíkra samtaka ætti að vera 3. hvað aðildarfélögin væru reiðubúin að leggja af mörkum. Síðast á dagskrá þingsins var svo kjör stjómar. Ekkert framboð barst um forseta. Var þá brugðið á það ráð að ákveða aukaþing í Sviss í byrjun janúar 1970, í tengslum við þing stúdentaskiptastjóia. Kosinn var því forseti fram að því þingi og náði kjöri Geoffrey Lloyd, rit- stjóri INTERMEDICA. Er hann brezkur, og fulltrúi þeirra, er vilja, að IFMSA starfi á svipuðum grundvelli og hingað til. Er því vafa- samt, að honum takist að sameina þau öfl, sem svo mjög eru á önd- verðum meiði. Okkur Islendingum var boðið sæti í aðalstjórninni, en ekki þótti mér það fýsilegt. I fyrsta lagi fylgir fjárhagsleg kvöð, við- komandi land verður að kosta starf síns stjórnarmanns svo sem ferðir og fleira. I öðru lagi er sæti í stjórn ekki árennilegt eins og málum er nú komið innan IFMSA. NIÐURLAG. Þótt aðeins hafi verið drepið á það helzta, en skrifin orðin löng, er ekki hægt að skilja svo við, að ekki sé minnst á land og þjóð. Eins fór fyrir mér og mörgum landa, sem farið hefur suður á bóginn, að loftslagsbreyting og annað mataræði olli nokkrum erfiðleilium fyrstu vikuna. Hitinn var 30-40°C meðan sól var á lofti, en þægilega svalt á kvöldin, 17-20°C. Starfað var frá kl. 9 á morgnana til kl. 6 á kvöld- in, en síðari hluta þingsins urðu kvöldfundir tíðari. Samt gafst okkur tækifæri til að kynnast nokkuð landi og þjóð. Farið var í tvö 2ja daga ferðalög og komið víða við. Sáum við þá brot af þeim geysi- stóra sögulega fjársjóði, sem ísrael hefur að geyma. Þá fórum við ekki varhluta af því ótrygga ástandi, sem ríkir í þessum heimshluta. Vopn- aðir verðir gæta Háskólans, krefja um skilríki og leita í farangri. Sama er að segja um merkar byggingar. Sprengja hafði sprungið í kaffistofu Háskólans nokkrum mánuðum áður og valdið dauða þriggja stúdenta. Er við ókum um herteknu svæðin, sérstaklega arabahverfi, mátti víða sjá hermenn með alvæpni á götum úti. Israelskir lækna- nemar hafa einnig þurft að leggja sitt af mörkum. Herskylda hefur verið lengd úr 2 í 3 ár, en auk þess verða þeir að verja minnst 1 mán- uði á ári í viðhaldsþjálfun. Við skoðuðum einnig Læknaskólann i Jerúsalem. Það er 6 hæða bygging, vel búin tækjum, sambyggð kennslu- sjúkrahúsinu, Hadassah Medical Center. Læknanemar eru 600, en inn- tökuskilyrði mjög ströng, 1 af hverjum 10 kemst að. Valið er á grund- velli prófs, sem er sambærilegt við stúdentspróf, inntökuprófs og loks eru viðtöl við sérstaka nefnd, sem endanlega velur. Frá mörgu fleiru er að segja, en hér verður látið staðar numið.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.