Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 69

Læknaneminn - 01.11.1969, Qupperneq 69
LÆKNANEMINN 59 niðurstöður slíkrar könnunar væru þegar fyrir hendi hjá alþjóðastofn- unum. Er nær dró þingslitum varð ljóst, að of mikið bar á milli hinna stríðandi hópa á þessu þingi til að samkomulag næðist. Þó varð að samkomulagi, að kannað yrði hjá aðildarfélögum IFMSA: 1. hvort alþjóðleg samtök læknanema væru æskileg 2. hvert starfssvið slíkra samtaka ætti að vera 3. hvað aðildarfélögin væru reiðubúin að leggja af mörkum. Síðast á dagskrá þingsins var svo kjör stjómar. Ekkert framboð barst um forseta. Var þá brugðið á það ráð að ákveða aukaþing í Sviss í byrjun janúar 1970, í tengslum við þing stúdentaskiptastjóia. Kosinn var því forseti fram að því þingi og náði kjöri Geoffrey Lloyd, rit- stjóri INTERMEDICA. Er hann brezkur, og fulltrúi þeirra, er vilja, að IFMSA starfi á svipuðum grundvelli og hingað til. Er því vafa- samt, að honum takist að sameina þau öfl, sem svo mjög eru á önd- verðum meiði. Okkur Islendingum var boðið sæti í aðalstjórninni, en ekki þótti mér það fýsilegt. I fyrsta lagi fylgir fjárhagsleg kvöð, við- komandi land verður að kosta starf síns stjórnarmanns svo sem ferðir og fleira. I öðru lagi er sæti í stjórn ekki árennilegt eins og málum er nú komið innan IFMSA. NIÐURLAG. Þótt aðeins hafi verið drepið á það helzta, en skrifin orðin löng, er ekki hægt að skilja svo við, að ekki sé minnst á land og þjóð. Eins fór fyrir mér og mörgum landa, sem farið hefur suður á bóginn, að loftslagsbreyting og annað mataræði olli nokkrum erfiðleilium fyrstu vikuna. Hitinn var 30-40°C meðan sól var á lofti, en þægilega svalt á kvöldin, 17-20°C. Starfað var frá kl. 9 á morgnana til kl. 6 á kvöld- in, en síðari hluta þingsins urðu kvöldfundir tíðari. Samt gafst okkur tækifæri til að kynnast nokkuð landi og þjóð. Farið var í tvö 2ja daga ferðalög og komið víða við. Sáum við þá brot af þeim geysi- stóra sögulega fjársjóði, sem ísrael hefur að geyma. Þá fórum við ekki varhluta af því ótrygga ástandi, sem ríkir í þessum heimshluta. Vopn- aðir verðir gæta Háskólans, krefja um skilríki og leita í farangri. Sama er að segja um merkar byggingar. Sprengja hafði sprungið í kaffistofu Háskólans nokkrum mánuðum áður og valdið dauða þriggja stúdenta. Er við ókum um herteknu svæðin, sérstaklega arabahverfi, mátti víða sjá hermenn með alvæpni á götum úti. Israelskir lækna- nemar hafa einnig þurft að leggja sitt af mörkum. Herskylda hefur verið lengd úr 2 í 3 ár, en auk þess verða þeir að verja minnst 1 mán- uði á ári í viðhaldsþjálfun. Við skoðuðum einnig Læknaskólann i Jerúsalem. Það er 6 hæða bygging, vel búin tækjum, sambyggð kennslu- sjúkrahúsinu, Hadassah Medical Center. Læknanemar eru 600, en inn- tökuskilyrði mjög ströng, 1 af hverjum 10 kemst að. Valið er á grund- velli prófs, sem er sambærilegt við stúdentspróf, inntökuprófs og loks eru viðtöl við sérstaka nefnd, sem endanlega velur. Frá mörgu fleiru er að segja, en hér verður látið staðar numið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.