Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 73

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 73
LÆKN ANEMINN 63 atriði, sem þóttu einkenna niðurstöðurnar, og gætu þær því átt við „meðalprófessor" við læknadeild og „meðallæknanema. “ Meðalprófessor er skrýtinn fugl: • hann leggur ekki fram áætlanir um námsefni og yfir- ferð þess, • hann veitir nemendum ekki tilsögn í námstækni, • hann útskýrir flókin og torskilin atriði fremur illa, en gerir þó ágætan greinarmun á aðal- og aukaatriðum, • hann hefur yfir alltof fábreyttum kennslutækjum að ráða, • hann gerir yfirleitt of litlar kröfur til nemenda hvað snertir vinnu við ritgerðir og skýrslur, • hann talar oftast þannig, að nemendur geta með sæmi- legu móti skilið hvað hann er að segja, • hann er ekki vísindalega sinnaður, a. m. k. koma sjálf- stæð rannsóknarstörf varla fram í kennslunni og tilsögn prófessors í fræðilegum vinnubrögðum og sjálfstæðum athugunum er fyrir neðan allar hellur, • töluvert er samt upp úr tímasókn að hafa hjá þessum prófessor og milli hans og nemenda er þokkalegt sam- band. Um meðallæknanema er það helzt að segja, að hann er mesta dauð- yfli í tímum. Alltof sjaldan er hann virkur þátttakandi í kennslustund- um. Svo blindur er hann á sjálfan sig, að hann telur orsakir þess að leita hjá prófessor í 45% tilfella, hjá báðum í 50% tilfella og hjá sér sjálfum í aðeins 5% tilfella. Og hananú! Þá er ekki lengur um að vill- ast hver raunverulegi sökudólgurinn er. Ofangreind lýsing á ekki við neinn einstakan prófessor eða nem- anda í læknadeild, heldur er þetta útkoman, þegar lagt er saman og deilt. Nokkrar almennar ályktanir má draga með þessari aðferð. Til dæmis er kennslutækjaskortur mikill í læknadeild sem í öðrum deild- um háskólans. Nemendur fá enga tilsögn í námstækni í háskólanum (enda varla hægt að ætlast til þess, þar sem sú tilsögn ætti að vera í verkahring skóla neðar á skólastiginu). Enn fleiri atriði mætti tína til. En alvarlegust er þó ef til vill sú staðreynd, að íslenzkir stúdentar fá mjög litla þjálfun í vísindalegri vinnu. Þó er hlutverk háskóla sam- kvæmt reglugerð að veita nemendum sínum menntun til að sinna sjálf- stætt vísindalegum verkefnum. En til þess er greinilega ekki ætlazt. Það sanna smánarlaun kennara við háskólann og litlar fjárveitingar til þeirrar stofnunar. Að lokum þetta. Einn prófessor hringdi í greinarhöfund í sumar og spurði töluvert áhyggjufullur, hvort hann ætti að kaupa sér byssu til þess að verjast ofbeldissinnuðum stúdentum. Greinarhöfundi tókst að eyða áhyggjum þessa prófessors. Fyrir þá, sem enn kynnu að mis- skilja tilgang slíkra kannana, er rétt að taka það skírt fram, að þessa prófessorakönnun á ekki að nota sem sveðju til þess að dekapitera pró- fessora með, heldur eru stúdentar með þessu brölti sínu að leggja sitt af mörkum til bættrar kennslu í háskólanum. Ber að meta það sem slíkt, en ekki sem æfingu viðvaninga í terrorisma.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.