Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Page 80

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 80
68 LÆKNANEMINN land undir fót, en sex erlendir stúdentar komu hing'að. Þeir, sem utan fóru, voru allir úr m. hluta og létu misjafnlega af sér. Þengili Oddsson fór til Bandaríkjanna og hófust þar með skiptin við það land. Lenti hann á lélegu sjúkrahúsi í Brook- lyn, New York, sem talinn er með skuggalegri hlutum þeirrar borgar. Þengill var þess vegna óánægður með dvölina, og er leitt að svo illa skyldi takast í fyrsta sinn. Árni Þórsson fór til Vínar í júlí. Nærð- ist hann vel af menningarstraumum borgarinnar, en heldur verr af gynekó- lógíunni hjá þeim Austurríkismönnum. Komst Árni í samband við ýmsa em- bættismenn læknanema og hafði bæði gagn og gaman af ferðalaginu. Þórir Dan Bjömsson var mjög ánægð- ur með dvölina á Bretlandseyjum. Hann var á skurðdeild á almennu sjúkrahúsi nálægt Leeds. Kvað hann andann á spítalanum hafa verið mjög góðan gagnvart erlendum læknanemum, og í heild fannst honum vera mun léttari blær yfir samskiptum lækna og stúd- enta en hér heima. Hann bjó I íbúð hjá indverskum lækni. Voru þar öll þægindi, sem hægt er að krefjast. Margir lækn- anna bjuggu á sjúkrahúsinu sjálfu og höfðu sameiginlega vel búna setustofu. Þar eyddu menn iðulega timanum, þeg- ar ekkert var að gera á deildunum, Rikti þar mjög frjálslegt andrúmsloft, hvort heldur sem rædd voru dagleg vandamál eða haldin partý. Jóhann Ragnarsson fór til Osló. Var hann á lyflæknisdeild á Rikshospitalet. Kunni Jóhann vel við sig, enda hafa veðurguðimir leikið við Norðmenn í sumar. Fjórar stúlkur heimsóttu okkur í júlí. Ein var sænsk, og sendi ég hana þegar í stað á Akureyrarspítala til að flikka upp á sárþjáða piparsveina þar. Eftir vom tvær hollenzkar og ein dönsk. Bjuggu þær á Laufásvegi, en kynntu sér starf á Lændakoti og Borgarspítal- anum. 1 byrjun kvörtuðu stúlkumar yfir sambandsleysi við íslenzka. stúdenta. Meðferð var hafin í hvelli og stefnt til þeirra tveim vörpulegum sveinum, þeim Þorkeli Guðbrandssyni og Guðmundi Óskarssyni. Var haldið á tveim bílum upp að Gullfossi og Geysi. Stýrði Guð- mundur Ólafsson öðmm þeirra með dyggri hjálp eiginkonu sinnar, en hinum stjórnaði undirritaður og hafði yngri bróður sér til fulltingis. Ferðin tókst með ágætum, og sá, er stjórnar veðri og vindum, gerði okkur ekkert óvænt, en það var dumbungur. Síðast í júlí var sama lið kallað saman í kveðjuskyni heima hjá Guðmundi Ólafssyni. Þar svignuðu borð undan krásum og dýrum veigum. Komst fólkið í ijómandi skap og brá sér á Sögu. Eftir dansleikinn bauð Sighvatur Snæbjörnsson hópnum heim til sín. Þar voru málin rædd unz birta tók af degi, en þá kvöddust allir með tárum. Tveir piltar voru hér í ágúst og sept- ember. Kynni við þá vom fremur stutt en ánægjuleg. Þeir vora mjög duglegir að ferðast um helgar og þurfti satt að segja ekkert fyrir þeim að hafa. Þjóð- verjinn, Werner, og undirritaður heim- sóttu reyndar Ingólfsapótek. Var okk- ur sýnt hvernig starfið þar fer fram. Á eftir þágum við góðar veitingar. Urðu fjörugar umræður um marihuana, en athyglisvert er, að báðir stúdentarnir voru fylgjandi því, að lyfið fengi rétt- indi á borð við alkóhól. Yfirleitt held ég, að erlendu lækna- nemarnir hafi kunnað nokkuð vel við sig hér.. Þeir voru duglegir að skoða sig um, en leitt var, hve veðrið brást þetta sumarið. Starfið okkar hér heima gæti örugg- lega verið betra og meira. Eg hygg, að eins og nú er málum háttað, sé það of tilviljanakennt frá ári til árs. Fer það mikið eftir því hversu fljótir stúdenta- skiptastjórnarnir, sem alltaf eru nýir á hverju ári, eru að ná tökum á starfinu. Þeir hafa mismunandi góðan tíma eftir því hvort þeir eru í vinnu eða á kúrsus- um, innan bæjarins eða utan. Bagalegt er hversu steindautt stúdentalíf Háskól- ans er á sumrin, og þar með erfitt fyrir útlendingana að kynnast íslenzkum stúdentum. Mér dettur tvennt í hug til úrbóta. 1 fyrsta lagi væri gott, ef því væri komið í fast form, að stúdenta- skiptastjórar, er úr starfi víkja, miðli hinum nýju af reynslu sinni og fylgist jafnvel með starfinu, án þess að það kosti þá of mikinn tíma. 1 öðm lagi dettur mér í hug, að við reyndum að hafa samstarf við viðskiptadeild, sem mun vera eina deild Háskólans, er hef- ur stúdentaskipti í svipuðum dúr og við. Nægilegt væri, að leigt yrði húsnæði í sameiningu og væru þar íslenzkir stúd- entar einnig. Það yrði skemmtilegra fyr- ir fólkið að vera í stórum hóp, auk þess sem það fengi færi á að kynnast íslenzk- um stúdentum. Hægt væri að skipu- leggja sameiginlegar ferðir og sam- kvæmi, og yrði slíkt ódýrara fyrir bæði félögin.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.