Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 81

Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 81
LÆKNANEMINN 69 Að lokum er það hin gamla góða ráð- legging eldri starfsbræðra minna til læknanema: „Farið í stúdentaskipti. Kynnizt viðhorfum starfsbræðra ykkar, skoðið ykkur um. Ef þið hafið ekki tök á því, verið þá liðlegir við erlendu stúd- entana, er hér dveljast. Sýnið þeim landið, talið við þá. Það verður báðum aðilum til fróðleik og ánægju." Eftirtaldir aðilar studdu stúdenta- skiptin í sumar: Flugfélag íslands h.f., Guðni Ólafsson h.f., Loftleiðir, h.f., Menntamálaráðuneytið, Stefán Thorarensen h.f., Stúdentaskiptasjóður H. I. Á síðustu dögum sumars 1969. Ólafur H. Oddsson Frá ráðningastjórum. Þá er sumarið gengið þetta árið og læknanemar hafa sem aðrir safnað i sjóði sfna því, sem áhugi og tækifæri hafa leyft. Þrátt fyrir síldarleysi og rigningu, margumtalað, má segja, að mikil gróska hafi verið í atvinnumálum læknanema í III. hluta þetta sumarið. Voru menn þó fremur svartsýnir á út- litið í vor. Á 5 mánaða tímabili (maí-sept.) hafa III. hluta menn fengið um 45 heila mán- uði sem kandidatstöður eða aðstoðar- læknisstöður í Heykjavík. Vinna úti á landi hefur líka verið góð og ekki feng- izt menn I allar þær stöður, sem þar hafa boðizt. Alls má gera ráð fyrir, að læknastúdentar í III. hluta, sem eru 41 talsins, hafi yfir sumarmánuðina fimm (maí-sept) unnið inn samtals um 3.000.000 kr. Sé þessari upphæð skipt í 41 hlut, kemur í hlut hvers III. hluta stúdents um 73.000 kr. Getur þá hver séð hvern hluta hann hefur fengið af kökunni! Langflestar stöðumar hafa farið í gegnum ráðningarstjóra, en þó eru ör- fáir, helzt þeir elztu i deildinni, sem telja sig vist hafna upp yfir lög og reglur Læknanemafélagsins. Hingað til hefur ekki verið til nein nákvæm skráning yfir vinnu lækna- nema, og meðan svo er, er varla hægt að úthluta stöðum af fullkominni sann- girni. Er nú fullur hugur í mönnum, að skrásett verði öll vinna, hvort heldur launuð eða ólaunuð, allt frá því að þeir koma upp I miðhluta þar til þeir út- skrifast. Þá fyrst verður hægt að út- hluta stöðunni af fullkominni sanngirni, en sanngimi er í rauninni sá punktur- inn, sem stefnt er að, þegar launuðum stöðum er úthlutað. Líklega verður þörfin fyrir nákvæma skráningn enn meiri í framtíðinni, þeg- ar fleiri verða um hverja launaða stöðu. Þá mundi skráningin einnig gefa skemmtilegt yfirlit yfir vinnu lækna- nema, og svo statistiskar upplýsingar, sem oft er gott að hafa við hendina. Atvinnumöguleikar fyrir miðhluta- stúdenta hafa verið miklu minni en fyr- ir síðasta hluta stúdenta, en þó senni- lega svipaðir og undanfarin ár. Mið- hlutamenn hafa þá sérstöðu, að a. m. k. helmingur af skyldum þeirra á spítöl- um er launaður, en enginn kúrsus er launaður í síðasta hluta. Hins vegar hafa síðasta hluta menn nær eingöngu setið að kandidatsstöðunum og þá um leið unnið sina skylduvinnu. Um útlitið í vetur er ekki gott að segja. Líklega verður fremur lítið um kandidatsstöður, en vinna úti á landi virðist ætla að verða töluverð. Er von- andi, að menn taki á sig rögg og stiki út á landsbyggðina í smástund. Eftir 5 ára háskólanám hafa flestir gott af því. Ólafur Ólafsson Vísindin efla alla dáð, 1969. Sem oft áður var farinn vísindaleið- angur á vegum F.L. á haustmisseri skólans. Hinn 7. nóv. s.l. lagði 94 manna hópur af stað frá tröppum aðalbyggingar H.I. til þess að brynna menntagyðjunni úti um sveitir. — Fyrsti áfangi ferðar- innar var Heilsuhælið í Hveragerði. Þar tóku á móti okkur Björn L. Jónsson læknir og Árni Ásbjarnarson forstjóri hælisins. Vísuðu þeir okkur umsvifa- laust til matsalar. Þar var snæddur há- degisverður, nær eingöngu tilreiddur úr plönturíkinu. Líkaði mönnum vel. Und- ir borðum fræddi Bjöm okkur um eðli og markmið náttúmlækningastefnunn- ar. Eftir mat var gengið um hælið ttg það skoðað. Að þeirri skoðun lokinni var aftur gengið í matsal og þar þakk- aðl varaform. F.L. fyrir okkur og Bjöm svaraði fyrirspumum. Kom þar m.a. fram, að hæli þetta er eitt hið stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Einn- ig að erfitt reyndist að fá lækna og sér- hæft starfsfólk til hælisins. Að lokum var gengið í gegnum eldhús hælisins, kommylla þess skoðuð, út í bílana og haldið í annan áfanga, Búrfellsvirkjun. Þar hittum við fyrir Pál Ólafsson, verk- fræðing, sem ásamt Jakob Jaköbssyni sýndi okkur staðinn. Fyrst var aflstöðv- arhúsið skoðað lauslega og síðan ekið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.