Læknaneminn - 01.12.1979, Síða 10
vægileg veikindi, svo sem kvef, séu mjög algeng sið-
ustu tvær virkurnar áður en harnið deyr.
Sagnfræði
Ofangreind tilvitnun í B'blíuna er oft notuð til að
sýna fram á að skyndidauði ungbarna er ekkert nýtt
fyrirbæri. Raunar virðist sú hugmynd hafa ríkt að
þarna væri um nokkurs konar slys að ræða, þ.e. að
foreldri eða fóstra legðist ofan á barnið og kæfði
það með þunga sínum.
Allt fram á tuttugustu öldina var ungbarnadauði
geysilegur og því má gera ráð fyrir að þessi fáu til-
felli bafi ekki vakið mikla athygli eða skipt þjóð-
félagið miklu máli. Á nítjándu öld fer læknatíma-
ritum fjölgandi, en í þeim er oft minnst á dauða
ungbarna í svefni. Þá kemur fram sú hugmynd að
þessi dauðsföll verði vegna stækkaðs hóstarkirtils.
Gert var ráð fyrir að þessi of stóri kirtill þrýsti á
'barka, berkjur og æðar og ylli þannig köfnunar-
dauða. Stundum var lýst öndunarfæraeinkennum,
svokölluðum hóstarkirtils-asthma (thymic asthma).
Mestu máli skipti þó að viðhorf lækna, réttvísinnar
og ef til vill almennings gagnvart skyndidauða ung-
barna breyttist við þessi skrif. Nú átti að vera hægt
að sýna fram á dánarorsök með krufningu og létta
sekt og sektartilfinningu af foreldrum og öðrum
vandamönnum. Fljótt kom ]jó í Ijós við krufningarn-
ar að hóstarkirtill þessarra barna var ekki stærri en
annarra barna sem dóu skyndilega af öðrum orsök-
um. Hins vegar var hann mun stærri en hjá þeim
'börnum, sem dóu eftir undanfarandi sjúkdóm. Það
kom nefnilega í ljós að hóstarkirtillinn minnkar
verulega við meiriháttar veikindi.
Viðurkenndar hugmyndir deyja þó seint. Rétt fyr-
ir 1900 kom fram sú hugmynd að hinn „stækkaði“
hóstarkirtill væri hluti af sérstakri líkamsgerð. Þessi
líkamsgerð einkenndist af almennri eitlastækkun.
litlum nýrnahettum, vanþroska kynfærum, vanþroska
slagæðum og stækkuðum hóstarkirtli. Þetta fyrir-
bæri var kallað status thymicolymphaticus og var
mikið notað til að útskýra skyndidauða ungbarna
næstu áratugi. Gert var ráð fyrir að krampi í larynx
(spasmus glottidis) væri orsök dauðans. Síðar þeg-
ar vitneskjan um raunverulega stærð hóstarkirtilsins
breiddist út minnkaði átrúnaðurinn á hlutverk hóst-
arkirtilsins í skyndidauða ungbarna. Margir hneigð-
ust þá aftur til að kenna foreldrum barnsins eða
fóstru um dauðann, ýmist af slysni, vanrækslu eða
hreinlega af ásetningi.
Á árunum eftir 1940 fóru viðhorfin að breytast
aftur. Þá birtust nokkrar vandaðar greinar um
skyndidauða þar sem stungið var upp á að skyndi-
dauði ungbarna væri náttúrlegur dauðdagi sem staf-
aði af sjúkdómi eða sjúklegum breytingum. Köfnun
af voveiflegum ástæðum var hafnað. Eftir þetta fer
læknisfræðilegum greinum um efnið stöðugt fjölg-
andi. Árin 1963 og 1969 voru haldnar í Seattle i
Bandaríkjunum alþjóðaráðstefnur sem fjölluðu um
skyndidauða ungbarna. Fyrri ráðstefnan lagði á ráð-
in um rannsóknir, sem gera þyrfti og á þeirri síðari
var sett fram skilgreining sem enn er notast við:
„Skyndilegur dauði ungbarns, sem er óvæntur sam-
kvæmt heilsufarssögu og þar sem vönduð krufning
leiðir ekki i ljós skýringu á andlátinu.“ Síðan hefur
skilningur leikra og lærðra á því, að um sérstakt
fyrirbæri sé að ræða, stöðugt farið vaxandi og miklu
fé hefur verið varið til rannsókna á því síðasta ára-
tug.
Krufning
Yið krufningu finnast ekki liffæra- eða vefjabreyt-
ingar, sem eru það miklar að þær gætu hafa leitt
til dauða. Hins vegar eru þær breytingar, sem þó
finnast, mjög sambærilegar frá einu tilfelli til annars.
Við ytri skoðun sést venjulega að barnið er vel
alið og vel hirt. Þroski, næringarástand og vökva-
jafnvægi virðist eðlilegt. Stundum sést cyanosis á
fingrum, tám og vörum og oft er froða í munni og
nefi. Froðan bendir til lungnabjúgs. Stundum er æla
eða magainnihald í vitum og á sængurfötum. Þvag
og saur finnast venjulega í bleyju og þvagblaðra
og rectum eru þá tóm. Það eru engin merki um
áverka þrátt [yrir vandlega skoðun og ekkert sem
bendir til að börnin hafi flækt sig eða fest í rúmi
eða rúmfötum. Einstöku sinnum eru hendur kreppt-
ar utan um fellingu af laki eða ábreiðu.
Við innri skoðun eru punktblæðingar (petechiae)
mest áberandi. Þær sjást í brjóstholi, þ.e.a.s. í pleura,
lungum, pericardium og thymus. í lungum er auk
þeirra oft væg blóðfylla og bjúgur. Bólgubreytingar
8
LÆKNANEMINN