Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Page 15

Læknaneminn - 01.12.1979, Page 15
Mynd 2. Fósturhjartsláttar-hljóðritun og útskrijt. urs. Flestir nota hátíðnihljóðritun (A-scann ultra- sound). Slíkt tæki er stórt og fyrirferðarmikið. Olík- legt er því að það komist í almenna notkun við fæð- ingar. Skráning móður á fósturhreyfingum hefur gróft gildi sem mat á vellíðan fósturs á meðgöngutíman- um, en þegar komið er á fæðingastofu er það gagns- laust gagnvart þróaðri rannsóknaaðferðum. Leghálsútvíkkun er almennt fylgt eftir með vagin- al þreifingu, af ljósmæðrum þeim og læknum sem fæðinguna annast. Menn hafa einnig smíðað tæki, sem hægt er að koma fyrir í leggöngum og mælir nákvæmlega útvíkkunina og áhrif einstakra hríða á leghálsinn. Þetta er á tilraunastigi, enn sem komið er. Shrániny legsamdrátta, Iiríða Legsamdrættir hafa meginþýðingu við lestur og túlkun FHR-rita. Margar aðferðir eru til þess að meta fjölda, lengd og styrkleika þeirra. Elsta að- ferðin er með þreifingu á kvið. Síðar komu til þrýstinemar, sem spenna má á kvið konunnar yfir legbolni (fundus). (tocodyna mometer.) Það þarf nokkra æfingu í að staðsetja þá rétt, eigi þeir að gefa áreiðanlegar upplýsingar. Niðurstöður þeirra breytast við breytta legu sjúklings og verða mjög óöruggur hjá feitum sjúklingum. Nákvæmust mæl- ing fæst með því að setja holan, grannan, vatns- fylltan legg upp í legið, eða legg með þrýstingsnema, sem síðan er tengdur við „monitor“ sem skráir á rit bæði byrjun, lengd, styrkleika og tíðni hríðanna (intrauterin pressure registration). Þetta er ekki hættulaus aðgerð nema í höndum þjálfaðs starfs- liðs. Shrtminy 1 ósturhjartsláttar (FHR) Fyrstu „monitorar“ í fæðingu voru yfirsetukonur, ljósmæður og læknar. Engin tæki geta leyst þau af hólmi, heldur eiga tækin að vera þessu fólki til hjálpar. Við ráðum nú yfir fjórum aðferðum við að mæla og skrá hjartslátt fósturs, þremur óbeinum, áverkalausum aðferðum (noninvasive), og einni beinni áverkaaðferð (invasive), auk hlustunarpíp- unnar gömlu, sem við minnumst á síðar. Óheinar áverhalausar aðferðir (noninvasive) við fósturhjartsláttar- ritun (FHR) 1) Óbein fósturhjartarafritun (abdominal elec- trocardiographia, ECA). Strax 1906 var vitað að LÆKNANEMINN 13

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.