Læknaneminn - 01.12.1979, Síða 21
Mteling ct fósturhlóðgösuni (Astrup)
Frá 1973 hefur það verið vitað að sýrubasajafn-
vægi fóstursins brenglast verulega í eðlilegri fæð-
ingu. Frá 1961 hafa menn ráðið yfir þeirri tækni að
mæla blóðgös frá fóstri, með því að stinga gat á hár-
svörð þess með örlitlum hníf og sjúga blóðdropann
sem út kemur upp í fíngeröa háræðapípu og mæla
síðan í sýruhasamælingartæki (Astrup). Hver mæl-
ing er sjálfstætt inngrip og tekur talsverðan tíma.
Þess vegna hefur þetta ekki náð að verða föst rann-
sókn við fæöingar. Til eru sérhönnuð skaut (elec-
trode), sem fest eru í hársvörð fóstursins og gefa
samfellda skráningu á súrefnismettun, C02 og pH,
en þau eru mjög dýr og á tilraunastigi. Þegar fóst-
urhj artsláttarrit (CTG) verður verulega brenglað,
bendir það til þess að fóstrið líði talsverðan súrefn-
isskort (hypoxia). Þá þarf að ákveða hvort gera eigi
inngrip til þess að flýta fæðingu, jafnvel með keis-
ara. Sé hins vegar möguleiki á blóðgasamælingu má
af henni sjá hvernig fóstrið bregst við þessu. Þoli
það álagið án þess að pH brenglist, má bíða svolítið
lengur og sjá til hvort álaginu linni, ritið batni og
fæðingin geti haldið eðlilega áfram.
Það er því öruggt að mæling á fósturblóðgösum
á eftir að komast í almenna notkun á stórum fæð-
ingadeildum í framtíðinni.
Hlustunarpípun oy nionitorinn
Hlustun með pípu er mikilvæg við allar fæðingar.
Fn hún hefur ákveðnar takmarkanir, sem best koma
í ljós við áhættufæðingar. I rannsókn í Bandaríkjun-
um á 24.863 konum tókst ekki að sýna fram á neitt
ákveðið hlustunarpípueinkenni, sem gæfi ábendingu
um fósturálag (foetal distress) nema í alvarlegum
tilfellum.
Hvernig má þetta vera? Jú, eölileg tíðni fóstur-
hjartsláttar er 120-160 slög á mín., en alvarleg hjart-
sláttarföll (dipp) eru einmitt oft innan þessara
marka. Minnkaðar sveiflur á grunnlínu (variability)
er einnig alvarlegt einkenni og ekki hægt að greina
með pípu. Algengasta hjartsláttarfallið verður og í
hríðunum sjálfum, en það er einmitt það tímabil
þegar hlustunarpípan er ekki notuð til að hlusta,
því hún hlustar á milli hríða.
Til frekari skýringar á kostum monitors umfram
hlustunarpípu verður að benda á að monitorinn
mælir svokallaðan augnablikshjartslátt (instantane-
ous), eða L/T, þ.e. mælir lengdina á milli tveggja
hjartslátta fóstursins, deilir í það með tímanum og
endurmetur þannig tíðni hjartsláttar eftir hvert slag.
Hins vegar höfum við meðaltalshjartslátt (average
FHR), sem er sá hjartsláttur sem talinn er með
hlustunarpípu. Það er hjartsláttur mældur með
ákveðnu millibili og áætlað svo að sé óbreyttur á
milli mælinga. Fer það síðan eftir því hversu þéttar
mælingarnir eru, hversu nákvæman hjartslátt við
skráum. (Sjá mynd 8.)
Hlustunarpípan er enn í dag algengasta aöferð-
in til að fylgjast með fósturhjartslætti. Okostir
hennar eru að tiltölulega langt líður á milli upplýs-
inga (30 sek. eða meira), svolítil hætta er á taln-
ingaskekkjum, og hlustaö er á milli hríða þegar
hjartsláttur er sem næst eÖlilegur.
En í höndum góðrar Ijósmóður, þar sem þekking
og reynsla fer saman, hefur hlustunarpípan ómetan-
legt gildi.
Mynd 7. Samtíma upptaka fósturhjartsláttar og hríða.
lækhaneminn
17