Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Qupperneq 25

Læknaneminn - 01.12.1979, Qupperneq 25
nýrnahettnataka heiladingulstaka 2) Frumeyðandi (cytotoxisk) lyf 3) Onæmislækningar (immunotherapia) Shurðlœkningar Um aldaraðir hafa skurðlæknar gert aðgerðir við brjóstkrabhameinum, lýst er brottnámi brjósta þeg- ar á þrettándu öld og hre'nsun úr holhönd um alda- mótin 1600. Hins vegar var það ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar með tilkomu svæfinga og deyfinga, auknum skilningi á sýklavörnum og betri skurð- tækni að verulegar framfarir urðu á þessu sviði. Árið 1890 lýsti William Stewart Halsted við John Hopkins spítalann í Baltimore róttækri skurðað- gerð, sem síðan er við hann kennd, þar sem hann fjarlægði í heilu lagi brjóst, húðina yfir því, meiri- hlutann af stóra brjóstvöðvanum og eitla og fituvef úr holhönd. Enginn dregur í efa að með þessari aðgerð er mjög dregið úr hinum staðbundnu vanda- málum, sem að framan er lýst þótt talsverð brögð séu að því að siðar komi meinvörp á brjóstvegginn. Sé hinsvegar litið á afdrif sjúklinga Halsteds og sam- verkamanna hans við John Hopkins fyrstu 40 árin kemur í ljós að helmingur þeirra var látinn innan þriggja ára og innan við 10% allra sjúklinganna létust af öðrum orsökum en brjóstkrabbameini. Séu þessar tölur bornar saman við afdrif 250 sjúklinga í Englandi, sem afþökkuðu skurðaðgerð á árunum 1805—1933, þar sem meðalævi var 2.7 ár frá grein- ingu og 5% allra sjúklinganna dóu af ástæðum öðr- um en brjóstkrabbameini, sést að Halsted aðgerðin hafði sáralítil áhrif á lífslengd sjúklinganna. Víst má þó telja að brottnám æxlisins hafi bætt mjög líf þe;rra sem gengust undir aðgerð. Á síðustu áratugum koma brjóstkrabbameins- sjúklingar mun fyrr til meðferðar en áður var, æxl- in eru smærri og líkur á meinvörpum því minni. Sennilegt er að á dögum Halsteds hafi borið mikið á T3 (>5cm) æxlum, en athugun á Memorial spítal- anum í New York hefur leitt í Ijós að brjóstkrabba- mein, sem þar fundust árið 1955, voru að meðaltali 3.2 cm í þvermál (við vefjaskoðun) en 2.0 cm árið 1974. Jafnframt fundust sjaldnar meinvörp í holhönd (50% 1955, 42% 1974), einkum í efstu eitlaröðinni. Af þessum ástæðum hafa horfur sjúklinga, sem gangast undir Halsted aðgerð, mjög batnað bæði hvað varðar lengri lífdaga og algera lækningu. Þeg- ar ljóst varð, að mikið skorti á að Halsted aðgerðin uppfyllti þær vonir, sem bundnar höfðu verið við hana, urðu viðbrögð skurðlækna á tvo vegu. Sumir töldu ekki nóg að gert og enn róttækari aðgerðir urðu til, þar sem opnað var inn í brjósthol til að fjarlægja eitla innan á brjóstvegg. Slikum aðgerð- um fylgdi aukin áhætta og jafnvel dauðsföll, og fáir mæla lengur með þeim. Hinir voru fleiri, sem töldu Halsted aðgerðina óþarflega róttæka og töldu minni aðgerðir jafn vænlegar til árangurs. Þeim er það flestum sameig- inlegt að allt brjóstið er fjarlægt, holhönd opnuð og eitlar fjarlægðir ásamt fitu eða a.m.k. tekin eitla- sýni en vöðvar skildir eftir. Enn eru þeir, sem láta sér nægja að fjarlægja æxlið, láta holhönd óhreyfða finnist þar ekki eitlar við þreifingu og valda þannig sáralitlu líkamslýti. Erfitt er að bera árangur slíkra aðgerða saman við aðrar (tegundir aðgerða), þar sem hér er venjulega um að ræða sérstaklega valinn efnivið, lítil æxli og einatt önnur atriði, sem óhægt er að leggja mat á. Geislaltekningar Hlutverki geislalækninga í meðferð á brjóstkrabba- meini má skipta í þrennt: 1) Frummeðferð eftir sýnistöku 2) Geislun fyrir og/eða í kjölfar skurðaðgerðar 3) Geislun á meinvörp. Eftir að mönnum varð ljóst um síðustu aldamól að minnka mátti illkynja æxli með jónandi geislun, leið ekki á löngu unz geislameðferð haslaði sér völl bæði við meðferð á meinvörpum á brjóstvegg og síðar samhliða skurðlækningum sem meðferð á brjóstkrabbameinum. Stórstígar íramfarir i geislun- artækni hafa gert geislameðferð mun beinskeyttari og jafnframt minnkað tjón á heilbrigðum aðliggj- andi vefjum, og því er ókleift að gera nákvæman samanburð á árangri geislameðferðar fyrr á öldinni og þeirri meðferð, sem gefin er nú. Sérstaklega varð mikil framför á sjötta áratugnum með tilkomu há- LÆ r\NANEMINN 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.