Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Page 27

Læknaneminn - 01.12.1979, Page 27
enopausal kvenna, sem áðui' hafa svarað eggja- stokkatöku. Svipað má segja um brottnám heila- dinguls en fáir mæla þó lengur með þeirri aðgerð. Nýlega hefur verið sýnt fram á að sé postmenopausal konum með meinvörp gefið aminoglutelhimide, efni sem hindrar steraframleiðslu í nýi’naheltum, fæst svörun hliðstæð því, sem sést eftir nýrnahettnatöku. Þá má og nota þetta lyf til að spá fyrir um það hvaða sjúklingar mundu svara nýrnahettnatöku. Svörun við hormónagjöf er að jafnaði nokkuð lægri, um fjórðungur postmenopausal kvenna svarar estro- gengjöf eða háum progesterone skömmtum, færri androgenum. Þá hefur reynslan kennt, að þeim mun lengri tími sem líður frá sjúkdómsgi'einingu (frummeðferð) þar til memvörp koma í ljós, því meiri líkur eru til að hormónameðferð beri árangur. Einnig svara sjúklingar með meinvörp í mjúkpörtum (eitlum, húð) og beinum að jafnaði betur en þeir, sem hafa meinvörp í innri líffærum, og loks er ljóst að hor- mónameðferð er vænlegri til árangurs í postmen- opausal konum en þeim sem yngri eru. A síðasta áratug bættist hormónalækningum verulegur liðsauki þar sem eru antiestrogen lyf, og það þeirra sem bezt hefur reynzt, tamoxifen, er þeg- ar í notkun hérlendis. Svörun við þessu lyfi jafnast á við það sem bezt hefur áður sézt í hormónameð- ferð, og verkun þess er ekki bundin aldri sjúlding- anna eða kyni. Þá er einkar ánægjulegt að þetta lyf hefur hverfandi aukaverkanir, sem er meira en unnt er að segja um flest það annað, sem rætt er í þessari grein. Allt fram á síðustu ár hefur val á hormónameð- ferð við brjóstkrabbameinum verið háð þeim ann- marka að ekki var unnt að segja fyrir hverjir myndu svara og hverjir ekki. Stuðzt hefur verið við óljósa vegvísa eins og lýst hefur verið að framan. Samt hefur einungis þriðjungur sjúklinganna svarað, og þar sem oft þarf að híða vikum og jafnvel mánuð- um saman eftir svörum við bormónameðferð, er Ijóst að miklum tíma hefur verið eytt í gagnslitla meðferð. Þetta hefur og eðlilega valdið því að læknar hafa skirrst við að fjarlægja eggjastokka eða nýrnahettur, sem í sumum tilfellum gætu gefið áhrifamikla og langvarandi svörun. Nú hillir undir að unnt verði að segja til um með nokkru öryggi, hvaða sjúklingar munu svara og hverjum skuli hlíft við hormónalækningum. Vefir sem stjórnast af hormónum hafa í frumum sínum sérhæf tengi (receptora), sem bundizt geta viðkomandi hormóni og gert því kleift að hafa lil- ætluð áhrif. Eðlilegar brjóstvefsfrumur hafa slík tengi fyrir sérhvert hoi'món, sem hefur áhrif á brjóst- kirtilinn, þar á meðal estrogen (estrogen receptorar ER) og progesterone (progesterone receptorar PR). Þegar illkynja vöxtur verður í brjósti geta frumur ýmist haldið eða misst slík tengi. Haldist tengin eru líkur til að vefurinn verði áfram háður hormóna- áhrifum, en glatist tengin gætir ekki lengur slíkra áhrifa. Nú er unnt að mæla slík tengi í æxlisvef og virðast ER vera til staðar í 60% af brjóstkrabba- meinum, algengari í postmenopausal konum. Séu ER til staðar svara 50-70% sjúklinga hormóna- lækningum, en finnist ER ekki í æxlisfrumunum eru líkur á svörun innan við 10%. Mc Guire hefur sýnl fram á, að ef bæði ER og PR eru til staðar svara 77% sjúklinga tamoxifeni, ef einungis PR finnst þá svara 46%, finnist bara ER þá svari 28%, en séu hvorki ER né PR í æxlinu hafi einungis 9% sjúkl- inganna gagn af tamoxifeni. Af þessu sézt að gera má hormónalækningar í brjóstkrabbameinum mun beinskeyttari en nú er. Vonir standa til að unnt verði að hefja mælingar á hormónatengjum hér á landi innan tíðar. Lyflœkningar Á árunum milli 1940 og 1960 komu til sögunnar ný lyf, sem ollu straumhvörfum í meðferð illkynja blóð- og sogæðasjúkdóma. Mönnum urðu það mikil vonbrigði þegar ljóst var, að verkun slíkra frumu- eyðandi (cytotoxiskra) lyfja gegn flestum hinna al- gengari æxla var miklum mun lélegri. Engu að síð- ur náðist stundum umtalsverður árangur í sjúkl- ingum með útbreidd brjóstkrabhamein. Með Cyclop- hosphamide (C) og Methotrexate IM) mátti fá tíma- bundna svörun hjá þriðjungi sjúklinga með mein- vörp, 5-Fluorouracil (F) fylgdi fast á eftir. Síðar bættust fleiri lyf við þ, á m. Adriamycin, sem senni- lega er áhrifamesta lyfið. LÆK NANEMINN 23

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.