Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Side 28

Læknaneminn - 01.12.1979, Side 28
I fyrstu voru lyfin notuð eitt í einu og þá jafnan eftir að önnur meðferð hafði verið reyncl til þrautar, mikið æxli til staðar og viðnámsþróttur sjúklinganna á þrotum. Við þessar aðstæður náðist oft lítill ár- angur en þeim mun meira bar á aukaverkunum lyfj- anna, sem geta verið verulegar og standa í beinu hlutfalli við skammtastærð. Skert lifrar- og nýrna- starfsemi, hár aldur og fyrri geislun eru meðal þeirra atriða, sem minnka þol gegn frumueyðandi lyfjum. I kringum 1960 hóf Greenspan í New York að nota mörg lyf saman við meðferð á brjóstkrabba- meinum (Thio-tepa, M,C,F) og náði mun betri ár- angri en áður hafði sézt, yfir 60% svörun sem entist að meðaltali í 7 mánuði. Þó varð það ekki fyrr en Cooper sagði frá árangri af notkun 5 lyfja (C,M,F, Vincristine, Prednisone) að verulegur skriður komst á fjöllyfjameðferð. Um svipað leyti fóru af stað víða um lönd samanburðarrannsóknir með þátttöku fjöldamargra spítala, sem gera kleift að fá nægi- legan fjölda sjúklmga í sömu meðferð til að mark- tækar upplýsingar fáist um árangur. Þótt engum tækist að endurtaka 90% árangur Coopers voru flestir sammála um að 50-60% af sjúklingum með útbreidd brjóstkrabbamein svara slíkri meðferð, án þess að unnt sé að tala um lækningu. Næsta skrefið var síðan að hef ja fjöllyfjameðferð fyrr í sjúkdómnum, einkum hjá þeim sjúklingum þar sem miklar líkur voru á meinvörpum. Raunar höfðu menn áður reynt með mjög stuttri lyfjameð- ferð (2 inndælingar af Thio-tepa) að koma í veg fyrir dreifingu æxlisfrumna við aðgerð og virtist þessi meðferð bæta nokkuð um árangur meðal kvenna með lakastar horfur. Þá hefur C eitt sér, gefið í 6 daga eftir aðgerð, valdið marktækri leng- ingu á lífi umfram samanburðarhóp sem ekkert lyf fékk. Nokkrar samanburðarrannsóknir með svipuðu sniði hófust um og eftir 1970. Ef meinvörp fundust í holhandareitlum við skurðaðgerð fékk helmmgur sjúklinganna lyfjameðferð í ár eða lengur en hinn helmingurinn enginn lyf. Bonadonna hefur stýrt þekktustu rannsókninni af þessu tagi á Ítalíu. Á ár- unum frá 1973-1975 fengu 207 sjúklingar CMF og 179 engin lyf eftir aðgerð. CMF lyfjameðferð Lyf Skammtar mg/m^ Leið Dugar Cyclophcsphamide 100 oralt 1 - 14 Methotrexate 40 iv 1 og 8 5-Flucrouracil 600 iv 1 og 8 Engin lyf gefin frá 15.—28. dags. Meðferð hófst 2—4 vikum eftir aðgerð og var enduttekin á 28 daga fresti 12 sinnum. Tölur um árangur 5 árum eftir aðgerð liggja nú fyrir hjá 92 CMF sjúklingumog 83, sem ekki fengu lvf. Hlutfall sjúklinga án meinvarpa 5 árum eftir radi- cal mastectomiu. Mastectomia Mastectomia eingöngu + CMF P< Alls án meinvarpa 48.2% 63.5% 0.0005 Fjöldi eitla með "1 1-3 53.3% 70.5% 0.0007 msinvorp við aðgerð / >3 35.6% 45.3% 0.03 Premenopausal sjúkl. 44.3% 69.4% 0.0001 Postmenopausal sjúkl. 51.5% 56.0% 0.22 Af þessu sést að CMF meðferð í kjölfar skurð- aðgerðar veitir marktæka vörn gegn meinvörpum meðal premenopausal kvenna allt að 5 árum eftir aðgerð, en gagnar ekki postmenopausal sjúklingum sem heild. Sumir vilja skýra þennan mun með því að lyfin hafi sömu áhrif og eggjastokkataka (lyfja- castration), en við athugun kom í ljós að árangur var jafngóður hvort heldur konurnar fengu tíða- teppu meðan á CMF meðferð stóð eða ekki. Þá má og benda á að samanburðarrannsóknir á eggja- stokkatöku í kjölfar mastectomiu hafa ekki gefið sambærilegan árangur. Einnig kom í ljós að veru- lega hafði verið slegið af lyfjaskömmtum meðal margra af eldri konunum. Af postmenopausal kon- um,sem fengið höfðu >85% af tilætluðum skammti, voru 79.3% án einkenna eftir 5 ár, ef gefnir voru 55-85% skammtar voru 59.1% frískar, og ef enn frekar var dregið úr meðferð voru einungis 50% án meinvarpa. Loks má geta þess að Bonadonna telur að CMF meðferð jafnist á við geislun til að koma í veg fyrir 24 LÆKNANEMINK

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.