Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Page 34

Læknaneminn - 01.12.1979, Page 34
Mitochondria - orkukorn frumu Valgarður Egilsson læknsr Útlínur málsins. Úr sögu lífveranna. Iivaðan upplfsingar eru jengnar. Gerð orkukcrnu — helztu þrcttir. Nánar um orkukorn Hv.:r cr :ð f nna, Dgcn. breyClelki, stacrð, fjyJJI, hvar innan frumunnar, myndun, hreyfingar; innhimna, innrúm; erfðakerfi. Helztu störj. Myndun mit-DNA,RNA og proteina; hringlða Krehs, öndun. myndun ATP. beta-oxun fitusýra. jónrsýsla; myndun á hemi, sterahcrmónum, líp- íðum; vinnsla á urea cg „fiíum radíiölum"; afskipti af gerjun og sérhæfingu; áhr'f á kjarna; hitaframleiðsla; erfðafræði. Stjórn á störjum orkukorna Not aj slíkri þekkingu (m.t.t. verkunar hcrmóna, lyfja, eiturejna, ejnaskorts, annarrar sköddunar (sjúk- dóma)). Sagt jrá rannsóknum höjundar (lauslega). Simantekt. Að beiðni ritstjóra Læknanemans mun ég segja hér frá orkukornum (mitochondrium) í frutnum. Verður það í stórum dráttum, ekki farið út í fín- gerðari atriði að þessu sinni, kannski seinna. Ég kýs heitið orkukorn yfir mitochondria. Brennsla fæðuefna er þeirra aðalverk. Um orkukorn er sér- stök fræðigrein, mitochondriologia. Er þá nokkur vand' f.ð þjappa því efni niður á 10 blaðsíður. Verð- ur þó þess að freista. Í ílínur málsins Orkukorn eru litlar himnumyndanir (vesiculae) í frymi heilkjarna fruma (mynd 1.) Orkukorn hafa mjög hið sama eðli þótt í ólíkum frumum búi. Þau skipta sér sjálf og hafa sér erfðakerfi. Aðalstarf er venjulega kallað að sé öndunin, þ.e. brennsla fæðu- efna, með viðtengdri framleiðslu á ATP (adenósín trífosfati), orkumynt, sem nær alls staðar er gjald- geng í frumunni. Orkukornin hafa nokkurt sjálfræði. Þau hafa eig- ið erfðakerfi, bæði skráningarkerfi (DNA) og tján- ingarkerfi (RNA og ríbósóm). Ekki er vitað um nein bein viðskipli þessa erfðakerfis við kerfi kjarna/ frymis. DNA orkukorna myndar RNA og skráir m.a. hluta af hvötum öndunarkeðju. Það lýtur ekki lög- málum Mendels en erfist um móður, að talið er, og án beinnar íhlutunar kjarna-DNA. Mynd 1. Fruma (heilkjömungur, eukaryote). 26 LÆICNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.