Læknaneminn - 01.12.1979, Page 44
Og ódrengilegt, aS ráðast á ósakhæfar kýrnar fyrir
of lítið af marg-ómettuSum fitusýrum (MÓM-FS) í
mj ólk).
Ymsir hafa taliS krabbamein geta orSiS til viS
skemmdir á mit-DNA. Þessu hélt Otto Warburg11
fram þegar fyrir 1930. Upp úr 1950 dvínuSu vin-
sældir kenningarinnar. Hafa fáir orSiS til aS kanna
réttmæti hennar. UndirritaSur hefur reynt. Hvorki
er kenningin sönnuS né afsönnuS; slíkt hiS sama
gildir kenningar, sem segja stökkbreytingar í kjarna
valda krabbameini: þær hafa hvorki sannast né af-
sannast.
Gause12, Nagai13 og Graffi14 hafa allir unniS
mikiS meS áhrif krabbavalda á orkukorn.
1|' rannsóhnum höíunúar
Höfundur var beSinn aS segja frá rannsóknum
sínum á áhrifum kralibavaldandi efna á orkukorn.
Verður það ekki gert, en tvær þrjár niSurstöður
nefndar.
Framan af var eingöngu unnið með gerfrumur.
Þar er liægt að svara spurningunni: hvort orku-
korn séu viðkvæmari en fruman að öðru leyti fyrir
toxískum áhrifum krabbavalda. Þetta er gert með
því að bera saman vöxt frumanna á a) glyceroli og
b) glúkosa: alloft mátti sjá vöxt á glyceroli stöðv-
ast við 5-20 sinnum minna af krabbavaldinum en
þurfti á glúkosa.15 (NB: glyceroli er brennt, glúkosa
gerjast). Túlkun: Orkukornið er 5—20 sinnum við-
kvæmara fyrir eituráhrifum efnisins en fruman er
a. ö. 1. NB: 1) Þetta er gert í gerfrumum. 2) eitur-
áhrif eru ekki endilega stökkbreytingar. 31 þótt
stökkbreytingar finnist í .mit-DNA þá er það ekki
endilega afgerandi fyrir carcinogenesis. 4) orkukorn
reyndist ekki viðkvæmara fyrir öllum krabbavöldum.
Látum. það svo vera.
Er ekki að vænta breytinga í yfirborði frumunn-
ar við carcinogenesis? Stökkbreytingar í orkukorn-
um valda verulegum breytingum í yfirborði ger-
fruma, t.d. breytist eiginleiki til samloðunar mjög15,
og getur þetta erfzt til dótturfruma.
Krabbameinsfrumur hafa undantekningalítið
aukna gerjun (þetta er sú breyting krabbafruma,
sem hvað oftast sést; aðrar breytingar eru miklu
sjaldgæfari: það er ekki að ástæðulausu að hin
aukna gerjun heldur vöku fyrir vísindamönnum.
Stökkbreytingar í mit-DNA gerfruma geta leitt af
sér aukna gerjun).12-15
Svo að það fer að verða freistandi að nota ger-
frumumódelið til krabbameinsrannsókna: til að út-
skýra carcinogenesis; og eðli illkynja ástands.
En af öðrum ástæðum er freistandi að vinna
Jíetta módel nánar út: til að nema krabbameinhœttu
efna yfirleitt: a) þau valda það oft „petite“ stökk-
breytingum í mit-DNA. b) þau trufla það oft vöxt
á glyceroli, án þess að trufla vöxt á glúkósa.
Hvort tveggja möguleikinn bíður frekari könnun-
ar.
Þess var freistað að sérhæfa frumur með því að
leysa kalk úr orkukornum. Til þess var notað quini-
dine, og það sett á neuroblastoma — frumur teknar úr
músum. Veruleg sérhæfing fékkst, jafnframt hættu
frumur að skipta sér10. Ekki getur maður verið
öruggur um að sérhæfingin hafi gerzt vegna hækk-
andi kalks í frymi. Þó er jjað líklegt.
Áður var nefnt, að eigi galaktósi að nýtast til
gerjunar, þá Jrarf orkukorn að vinna. Þessi orku-
kornajráttur í stjórn gerjunar virtist sérlega við-
kvæmur fyrir verkan krabbameinsvalda.15
Hér hefur aðeins verið sagt frá nokkrum af nið-
urstöðum rannsókna höfundar og verður jrað ekki
gert nánar að þessu sinni. Gæti orðið síðar.
En má hér minna á reynslu lækna af klóramfení-
kóli: Sé mönnum gefið klóramfeníkól lengi, leiðir
Jrað stundum til aplastiskrar anemiu. Þeir, sem lifa
af,fá stundum leukemiu. M.ö.o.lyfið er carcionogent.
Það er furðulítið vitað um mólekúler verkan krabha-
meinsvaldandi efna yfirleitt. Um klóramfeníkol er
Jrað vitað: fyrsta verkan lyfsins er að stöðva protein-
myndun í orkukornum (með Jrví að Jjað binzt við
ríbósóm orkukorna) !
Er hægt að læra eitthvað af þessu um carcíno-
genesis ?
Urvffur aö lohum
Nú verður að rifa seglin. Fróðlegt hefði verið
að segja frá þeim sæg efna, sem notuð eru við
rannsóknir á orkukornum; inhibitorar, analoguar,
stimulantar o. s. frv. Það er of langt mál.
Verðugt hefði verið að nefna nöfn þeirra, sem
34
LÆKNANEMINN