Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Side 45

Læknaneminn - 01.12.1979, Side 45
mest hafa lagt til rannsókna þessa sviðs, en fáir einir skulu nefndir: Warburg, Racker, Slonimski, Ephrussi, Wilkie, Borst, Mitchell, Margoulis, Gause, Mahler, Lehninger, Schatz, Carafoli, Bygrave, Nass. Loleaorð Haldi einhver, að fræði þessi séu orðin „það sérhæfð, að þau eigi ekkert erindi til lækna“ þá er slíkt misskiLningur. Aðalatriði frumustjórnar eru ekki endilega „flók- in fræði“ í samanburði við önnur íræði. Handan um endimörk þekkingarinnar eru litlar fréttir, sama hver fræðigreinin er. Orkukornin eru ekki „sérhæfð- ari“ en það, að þau korn er að finna í öllum frum- um mannsins. Og maðurinn er gerður af frumum; nokkru öðru? Nokkru öðru?! Enginn læknir kemst hjá því að spila á orkukorn- in með lyfjagjöf. Þetta heyrir þá augljóslega undir almenna læknis- þekkingu. Samantekt Sagt var frá mitokondrium - orkukornum svoköll- uðum. Orkukorn eru í öllum heilkjarnafrumum bæði dýra og jurta. Þetta eru himnu-myndanir í frymi og hafa nokkurt sjálfræði innan frumunnar (skipta sér sjálfar, hafa sérstakt erfðakerfi og lýtur það ekki Mendels-lögum). Orkukorn eru oft kölluð menjar forkjarnafruma (baktería) innan heilkjörnunga, enda margt mjög líkt með orkukornum og bakter- íum. Uthimnan er slétt áferðar. Innri himnan verp- ist á mörgum stöðum inn í innrúmið, sem er fyllt matrix. Aðalstarf orkukorna er að oxa fæðuefni og nýta leysta orku til uppbyggingar ATP úr ADP og Pi. Þá myndast H20 og C02 (bruni, öndun). Aðal- búnaður til þess er Krebs-hringur, þ. e. hvatar a floti í innrúmi, og síðan öndunarkeðjan, sem er að mestu bundin innhimnu. Á þremur stöðum á öndunarkeðjunni eru ATP syntetasi „tengdur við keðjuna“ og orkan nýtt, ATP myndað, ekki ljóst hvernig nákvæmlega. Margir aðrir atburðir virðast tengdir önduninni, svo sem upptaka og útskilnaður jóna og margra annarra efna, einnig protein mynd- un. Erfðakerfi orkukorna er algerlega skilið frá erfða- kerfi kjarna. Það genskráir hluta af öndunarhvötum og ATP syntetasa svo og protein í róbósómum orku- korns. 011 þessi protein eru mynduð á þeim ríbósóm- urn. Meiri hlutur proteina orkukorns er þó myndað- ur á ríbósómum frymis, skráður í kjarna. Auk ofan- nefndra verkefna hefur orkukorn með höndum að meira og minna leyti mörg viðfangsefni önnur, s.s. beta-oxidation fitusýra, hem - syntesu, syntesu ster- oid hormóna (a. m. 1.), stjórn á jónum, uppbygg- ingu lípíða; og hitaframleiðslu. Þau koma og við sögu urea-myndunar, framleiðslu frírra radikala, gró-myndunar (,,differentationar“ í gerfrumum) ; og þar að auki hafa orkukorn bein áhrif á stjórn sumra gena í kjarna. Stjórn á starfi orkukorna er ekki mjög vel þekkt. Skjaldkirtilhormón og ýmis steroid-hormón geta verkað beint á orkukorn. Onnur hormón óbeint. Fitusýruesterer og kalsíum hafa áhrif á störf orku- korns. Þá kunna og að vera notuð stjórnbrögð eins og „glucose repression“, Pasteur effect. Crabtree effect' og súrefnisáhrif, sem öll eru þekkt frá lægri frumum. Orkukorn eru að mörgu leyti vel könnuð miðað við margt annað i frumunni. Fjöldi lyfja verkar á þau, og ýmis hormón. Er því augljóst, að orkukorn koma mjög við læknisfræði, bæði við beitingu lyfja, en ekki síður við almennan skilning á human bio- logiu. í spjalli þessu hefur verið stiklað á stóru. Ég hef reynt að nejna sem flest þau störf, sem mitochondri- ur skipta sér af i lífi frumunnar. Þá er þeim mun hraðar farið yfir sögu. Sérlega er áberandi hve stutt er farið út í stærstu málaflokkana: erfðafræði, öndun og jón-sýslu. Hvert þessara sviða er flókið og stórt. En mér þótti nauðsynlegra að koma víða við en að dvelja lengi. Aðalsvið mitochondriologiu má víða fræðast um; nóg er skrifað. Vilji lesandi kynnast einhverjum þessara sviða betur, þá er ég fús að veita lið. læknaneminn 35

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.