Læknaneminn - 01.12.1979, Side 52
un á nokkurra daga, vikna eða mánaða fresti gefur
einnig mikilsverðar upplýsingar.
Fá má meira öryggi í greininguna með því að
athuga blóðflæði til heilans um leið og geislavirka
efnið er gefið inn, þ.e. hve hratt efnið herst til heil-
ans, hvort það gengur jafngreitt upp í bæði heila-
hvel og hvort einhverjir staðir í heilanum fái óeðli-
lega lítið eða óeðlilega mikið af efninu.
Til þess að fá sem besta greiningu væri því æski-
legt að gera blóðflæðirannsókn á ölluni sem vísað
er í heilaskönnun, taka síðan myndir frá öllum
hliðum strax á eftir og aftur 2-3 klst. síðar. Því
miður er ekki tími til svo umfangsmikilla rannsókna
á ísótópasíofu, og höfum við reynt að þræða þann
meðalveg að taka myndir 1 klst. eftir inngjöf, nema
í sérstökum tilvikum, að breytt er út af því.
Mynd 1 A er af höfði frá hægri hlið, tekin 5 mín.
eftir að natrium'períechnetat hefur verið gefið í æð.
Ljósa röndin, sem umlykur heilann að aftan-, ofan-
og framanverðu, er sinus sagittalis superior, og enn
utar sést geislavirkni í æðum og millifrumuvökva
utan höfúðkúpu. Sinus transversus/sigmoideus sést
sem ljós rönd neðan og aftanvert í heilanum. Skjald-
kirtillinn sést vel framan á hálsinum, einnig sést
upptaka í munnvatnskirtlum. Þá sést og móta fyrir
plexus choroideus. Til þess að hindra upptöku í
plexus choroideus og skjaldkirtilinn eru, ef unnt
er, geíin 400 mg KC10.t per os háifri til einni klst.
áður en geislavirka efnið er gsfið í æð. ClO~ht og
TcO^ jónirnar eru svo líkar, að þær keppa urn
aðsetur í þessum líffærum, og sé gefið nógu mikið
af þeirri fyrri mettar hún upptökustaðina, þannig
að TcO^'5' kemst þar ekki að. Þetta hefur tvennan til-
gang: Skjaldkirtillinn losnar við óþarfa geislun og
hugsanlega meinsemd í plexus choroideus-svæðinu
er ekki tekin sem eðlileg upptaka i plexus (minni
hætta á falsk-neikvæðu skanni).
Á myndum 1 B og 1 C sést höfuð framan frá IAP )
og að aftan (PA) 1 klst. eftir inngjöf. Utan um
heilann sést geislavirkni svarandi til æða á yfirborði
hans, í heilahimnum og utan höfuðkúpu. Meiri
geislavirkni sést einnig í æðaneti í miðiínu heldur
en í heilahvelunum sitt hvoru megin. Á PA-mynd
sést sinus transversus báðum megin, svo og aukin
geislavirkni svarandi til sinus sigmodeus út til hlið-
anna báðum megin basalt. Til þess að fá sinus
transversus fram á mynd aftan frá þarf sjúklingur-
inn að sveigja höfuðið talsvert fram á við. Sumir
eiga erfitt með þetta, og m.a. af þeim sökum er erf-
iðara að fá fram meinsemdir í fossa posterior en í
cerebrum.
Nú verður fjallað nokkuð um helstu meinsemdir,
sem koma fram á heilaskanni, hvernig þær líta út
og hver greiningargeta á þeim er.
Ileiltidrep (infarctus cerebri)
Næmi skönnunar á þessa tegund meinsemda er
ekki mjög mikið. Fyrstu tvo dagana eftir að einstakl-
ingur hefur orðið fyrir thrombo-embolisku áfalli
eru líkurnar fyrir því að það komi fram á skanni
ekki nema um 25%. Líkurnar aukast þegar lengra
líður frá, og eru mestar u.þ.b. 60-75% 10-20 dög-
um eftir að áfallið átti sér stað.5,27 Fjórum til sex-
tán vikum eftir áfallið er geislavirkni í meinsemd-
inni yfirleitt horfin (Myndir 2, 3, 5, 8).
Það er því lítil von til þess að hægt sé að sýna
fram á thrombosis í heila með „akút“ skanni eftir
snöggt heilaáfall. Betra er að bíða nokkra daga.
42
LÆKNANEMINN