Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Blaðsíða 52

Læknaneminn - 01.12.1979, Blaðsíða 52
un á nokkurra daga, vikna eða mánaða fresti gefur einnig mikilsverðar upplýsingar. Fá má meira öryggi í greininguna með því að athuga blóðflæði til heilans um leið og geislavirka efnið er gefið inn, þ.e. hve hratt efnið herst til heil- ans, hvort það gengur jafngreitt upp í bæði heila- hvel og hvort einhverjir staðir í heilanum fái óeðli- lega lítið eða óeðlilega mikið af efninu. Til þess að fá sem besta greiningu væri því æski- legt að gera blóðflæðirannsókn á ölluni sem vísað er í heilaskönnun, taka síðan myndir frá öllum hliðum strax á eftir og aftur 2-3 klst. síðar. Því miður er ekki tími til svo umfangsmikilla rannsókna á ísótópasíofu, og höfum við reynt að þræða þann meðalveg að taka myndir 1 klst. eftir inngjöf, nema í sérstökum tilvikum, að breytt er út af því. Mynd 1 A er af höfði frá hægri hlið, tekin 5 mín. eftir að natrium'períechnetat hefur verið gefið í æð. Ljósa röndin, sem umlykur heilann að aftan-, ofan- og framanverðu, er sinus sagittalis superior, og enn utar sést geislavirkni í æðum og millifrumuvökva utan höfúðkúpu. Sinus transversus/sigmoideus sést sem ljós rönd neðan og aftanvert í heilanum. Skjald- kirtillinn sést vel framan á hálsinum, einnig sést upptaka í munnvatnskirtlum. Þá sést og móta fyrir plexus choroideus. Til þess að hindra upptöku í plexus choroideus og skjaldkirtilinn eru, ef unnt er, geíin 400 mg KC10.t per os háifri til einni klst. áður en geislavirka efnið er gsfið í æð. ClO~ht og TcO^ jónirnar eru svo líkar, að þær keppa urn aðsetur í þessum líffærum, og sé gefið nógu mikið af þeirri fyrri mettar hún upptökustaðina, þannig að TcO^'5' kemst þar ekki að. Þetta hefur tvennan til- gang: Skjaldkirtillinn losnar við óþarfa geislun og hugsanlega meinsemd í plexus choroideus-svæðinu er ekki tekin sem eðlileg upptaka i plexus (minni hætta á falsk-neikvæðu skanni). Á myndum 1 B og 1 C sést höfuð framan frá IAP ) og að aftan (PA) 1 klst. eftir inngjöf. Utan um heilann sést geislavirkni svarandi til æða á yfirborði hans, í heilahimnum og utan höfuðkúpu. Meiri geislavirkni sést einnig í æðaneti í miðiínu heldur en í heilahvelunum sitt hvoru megin. Á PA-mynd sést sinus transversus báðum megin, svo og aukin geislavirkni svarandi til sinus sigmodeus út til hlið- anna báðum megin basalt. Til þess að fá sinus transversus fram á mynd aftan frá þarf sjúklingur- inn að sveigja höfuðið talsvert fram á við. Sumir eiga erfitt með þetta, og m.a. af þeim sökum er erf- iðara að fá fram meinsemdir í fossa posterior en í cerebrum. Nú verður fjallað nokkuð um helstu meinsemdir, sem koma fram á heilaskanni, hvernig þær líta út og hver greiningargeta á þeim er. Ileiltidrep (infarctus cerebri) Næmi skönnunar á þessa tegund meinsemda er ekki mjög mikið. Fyrstu tvo dagana eftir að einstakl- ingur hefur orðið fyrir thrombo-embolisku áfalli eru líkurnar fyrir því að það komi fram á skanni ekki nema um 25%. Líkurnar aukast þegar lengra líður frá, og eru mestar u.þ.b. 60-75% 10-20 dög- um eftir að áfallið átti sér stað.5,27 Fjórum til sex- tán vikum eftir áfallið er geislavirkni í meinsemd- inni yfirleitt horfin (Myndir 2, 3, 5, 8). Það er því lítil von til þess að hægt sé að sýna fram á thrombosis í heila með „akút“ skanni eftir snöggt heilaáfall. Betra er að bíða nokkra daga. 42 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.