Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1979, Page 67

Læknaneminn - 01.12.1979, Page 67
Mynd 31. HH. A: Agúst 1974. Upptaka ajtan til í lobus /rontalis. Stutlu seinna var jjarlœgt glioblastoma multiforme. B: Nóv. 1974: Fyrra upptökusvæði nánasl horjið, en dálítil upptaka sést nú ojar og framar, einkum perifert (örin), eðli- legar ejtirstöðvar aðgerðar. C: Maí ’78: Stórt upptökusvæði í lobus frontalis. Recidiv. Stuttu seinna var fjarlœgt glio- blastoma aj risajrumugerð (rej. 13, p. 72). ur verið sýnt fram á að ýmis fosfórsambönd, sem gerð eru geislavirk með 90nlTc, eru tekin betur upp í heiladrep en TcO.^ en aftur verr í flest æxli.44 Mynd 9 sýnir dæmi um þetta. Lohaorð Heilaskönnun er tiltölulega næm aðferð til að finna æxli og ýmsa aðra sjúkdóma í heila. Næmi er ekki mikið á heiladrep, sérstaklega ekki fyrstu vik- una eftir að áfallið átti sér stað, nema ef blóðflæði- rannsókn er einnig gerð, þá má næmi teljast veru- lega gott. Næmi á heilablæðingu er fremur lítið. Heilaskönnun er fremur ósértæk (unspecific), þótt oft megi ráða nokkuð í mismunagreiningu. Heilaskönnun er áhættulaus (non-invasive) og óþægindalaus fyrir sjúklinginn. Þegar þetta er haft i huga ásamt næmi, sem jaðrar við næmi angiografíu og er í einstöku tilfellum betra, verður þetta að telj- ast góð rannsóknaraðferð. A þessum vettvangi verður ekki gerður samanburður við þá nýjustu rannsóknaraðferð lil greiningar heilasjúkdóma, sem rutt hefur sér til rúms erlendis, þ.e. tölvusneið- myndatöku (CAT), sem reynst hefur Ijæði mjög næm og verulega sértæk, auk þess sem hún er að heita má non-invasive. Vonandi líður ekki á löngu uns tæki til slíkra rannsókna kemur til landsins. Við það mun vafalaust draga verulega úr notkun þeirr- ar aðferðar, sem hér hefur verið lýst, en þó má bú- ast við að hún verði enn notuð í nokkrum mæli. Er það raunar svo, að hvorug aðferðin nær iillum Mynd 32. IIH. Grunur um aukna geislavirkni á regio tem- poralis. B: Grunurinn er verulega styrktur ejtir að kontrast hejur verið aukinn með tölvu. Sennilega hemorrhagia cere- hri. Angiograjía var ekki gerð. LÆKNANEMINN 53

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.