Læknaneminn - 01.04.2007, Page 5

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 5
Brynhildur Tinna Birgisdóttir 5. árs læknanemi Undanfarin ár hafa staðið yfir víðtækar breytingar á námsskrá læknadeildar. í vor útskrifast fyrsti árgangurinn frá læknadeild Háskóla íslands sem stundað hefur læknanám samkvæmt nýrri námsskrá. Það er því vert að staldra aðeins við og líta yfir helstu breytingar sem gerðar hafa verið. Fjöldatakmarkanir í læknadeild hafa tekið breytingum. í stað fyrirkomulagsins numerus clausus sem áður gilti, þar sem nemendur þreyttu próf í desember í námsefni sem kennt var á haustönn fyrsta árs í læknadeild, þreyta nemendur nú inntökupróf í júní úr námsefni menntaskólanna. Kostir og gallar eru á hvoru fyrirkomulagi fyrir sig. Einn helsti kostur inntökuprófanna er að nemandi sem þau hefur þreytt að vori en ekki komist inn í læknadeild getur snúið sér að öðrum verkefnum þegar að hausti. Margir hafa hins vegar talið það vera galla á hinu nýja kerfi að menn standi ekki jafnfætis í upphafi heldur mæti missterkir til leiks eftir því hvaða námsleið þeir völdu sér í framhaldsskóla. í hinu eldra numerus clausus fyrirkomulagi hafi hins vegar allir verið jafnir að því leyti að þá þreyttu allir próf úr því námsefni sem hafði verið farið yfir á haustönn í læknadeild. Önnur breyting er sú að rannsóknarverkefni var fært af fjórða ári niður á þriðja ár. Verkefnið vinna læknanemar undir handleiðslu leiðbeinenda í 10 vikur og skrifa að því loknu ritgerð og halda fyrirlesturá rannsóknarráðstefnu læknanema. Verkefnið er veigamikill þáttur í læknanámi hérlendis og skapar góðan grunn fyrir klíníska vinnu og lestur fræðigreina. Ein stærsta breytingin á námsskrá læknadeildar var sameining námskeiða í lyflækningum og handlækningum en áður var báðum námskeiðunum skipt á fjórða og sjötta ár. Með tilfærslu rannsóknarverkefnis var skapað rými á fjórða ári til aðsameina námskeiðin og nú Ijúka læknanemarnámskeiðum í lyf- og handlækningum í lok fjórða árs. Þessi breyting gerir námið heildstæðara. Með framangreindum breytingum á námsskrá læknadeildar var stefnt að því að útskrifa nemendur hálfu ári fyrr en áður hafði verið. Sú varð þó ekki raunin. Mun ástæðan hafa verið að áætlunin gekk í berhögg við lög Háskóla íslands um að ekki megi skylda nemendur til að Ijúka fleiri en 30 einingum á ári. Þrátt fyrir það var ekki horfið frá þessari stefnu að því leyti að nú Ijúka læknanemar því námsefni sem áðurtaldistfullnægjandi til læknaprófs á skemmri tíma en áður, það er að segja á fimm og hálfu ári í stað sex ára. Það varð úr að ákveðið var að taka upp valtímabil á vorönn sjötta árs og hefur það almennt mælst vel fyrir. Um er að ræða 12 vikna tímabil (12 einingar) sem nemendur geta að mestu leyti stýrt sjálfir. Þeir sem nú eru á sjötta námsári hafa valið sér fjölbreytt verkefni, bæði hérlendis og erlendis. Þar má nefna ýmsar rannsóknir, nám í hitabeltislækningum í Perú, hjálparstarf í Afríku, slysa- og bráðalækningar í Ástralíu og á íslandi, verknám á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum, kennslu í hugrænni atferlismeðferð og námskeið í öðrum námsgreinum HÍ. Mikil ánægja ríkir meðal læknanema með valtímabilið. Síðasta breytingin á námsskrá læknadeildar sem hér verður minnst á er nýtt lokapróf læknadeildar (þrjár einingar) í klínískum greinum læknisfræðinnar. Prófið verður þreytt í fyrsta sinn um miðjan maí 2007. Um er að ræða bandarískt próf sem er gefið út af National Board of Medical Examiners í Bandaríkjunum. Sú stofnun gefur einnig út stöðluð próf er kallast USMLE (United States Medical Licensing Examination) en til að fá lækningaleyfi í Bandaríkjunum þarf að standast þrjú skref USMLE prófanna. Prófið sem verður lagt fyrir íslenska læknanema (Comprehensive Clinical Science Examination) mun samanstanda af spurningum úr sama spurningabanka og skref 2 í USMLE prófunum byggir á en vera smærra í sniðum. í upphafi gagnrýndu læknanemar harðlega með hvaða hætti staðið var að breytingum á námi við læknadeild. Ástæðan var fyrst og fremst sú að þegar breytingunum var hrint í framkvæmd, haustið 2003, var ákveðið að þær skyldu ekki einskorðast við þá sem voru að hefja nám við deildina það haust heldur einnig þá sem voru að hefja nám á öðru og þriðja námsári. Til þess þurfti á einu námsári að fara yfir námsefni sem áður þótti eðlilegt að fara yfir á lengri tíma. Fengust færri einingar fyrir sömu námskeið en áður var. Þannig bættist til að mynda 10 vikna rannsóknarverkefni við hefðbundin námskeið á þriðja námsári en námsárið var eftir sem áður 30 einingar. Læknanemar drógu úr mótmælum sínum þegar skýrt var frá því að breytingarnar myndu verða til þess að náminu yrði lokið á fimm og hálfu ári. Það gekk þó ekki eftir sem fyrr segir. Það er mín skoðun þegar ég lít yfir farinn veg að ráðist hafi verið í breytingar á námsskrá læknadeildar með mörg góð markmið en æskilegra hefði verið að breytingarnar hefðu verið betur undirbúnar þegar þeim var hrundið í framkvæmd. Þessi annmarki kostaði nemendur mikið álag sem komast hefði mátt hjá. Það voru ekki breytingarnar sem slíkar sem vöktu óánægju læknanema heldur niðurskurður eininga á því sem næst óbreyttum námskeiðum og með hvaða hætti staðið var að breytingunum. í raun tel ég að þær breytingar sem voru gerðar á námsskrá læknadeildar hafi í heild verið til bóta þegar frá er talinn ómarkviss undirbúningur og að tími hafi verið kominn til að endurskoða skipulag læknanámsins. Sameining lyf- og handlæknisfræði á fjórða ár og tilkoma valtímabils á sjötta ári eru án efa stærstu framfaraskrefin sem ber að fagna. Ég þakka öllum sem lagt hafa lóð á vogarskálarnar við útgáfu þessa 58. árgangs Læknanemans sem nú kemur út og vona að lesendur hafi gagn og gaman af lestri blaðsins. Læknaneminn 2007 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.