Læknaneminn - 01.04.2007, Page 6
Nýsköpunarverðlaun
Nýsköpunarverðlaun forseta íslands
Martin Ingi Sigurðsson, 4. árs læknanemi, hlaut á
dögunum Nýsköpunarverðlaun forseta íslands.
Markmið þeirra er að verðlauna námsmenn sem unnið
hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt
hefur verið af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verðlaunin
hlaut Martin Ingi fyrir rannsókn sína á áhrifum aldurs á
utangenamengi mannsins. Læknaneminn ræddi stuttlega
við Martin Inga um þennan glæsilega árangur.
Geturðu frætt okkur efni rannsóknarinnar?
Utangenamerki er samheiti yfir upplýsingar sem tengjast
erfðaefninu og erfast en eru þó ekki hluti af DNA kóðanum
sjálfum. Þekktasta utangenamerkið, og það sem ég
rannsakaði, er DNA metýlun, þ.e. metýlhópar sem hanga
utan á DNA kóðanum. Þessir metýlhópar stýra aðgengi
umritunarþátta að erfðaefninu og því hvaða hluta
erfðaefnisins hver fruma notar. Þannig má segja að
utangenamerki slökkvi og kveiki á genum frumunnar allt
eftir því hvaða gen æskilegt er að fruman noti. Augljóst er
að þrátt fyrir að húðfruma og taugafruma innihaldi sama
erfðamengi nota þær ekki sömu gen. Þessu er miðlað af
utangenamerkjum á borð við DNA metýlun.
Leiðbeinendur mínir við Johns Hopkins, þeir Hans Tómas
Björnsson læknir og doktorsnemi í erfðafræði og Andrew P.
Feinberg læknir og prófessor í sameindalæknisfræði, settu
nýverið fram nýtt líkan af því hvernig sjúkdómar verða til.
Þetta líkan byggir á hefðbundnu erfðafræðilegu líkani en
tekur einnig utangenamerki inn í myndina. Með þessu
líkani er ætlunin að skilja betur ýmsa hluti sem hefðbundin
erfðafræði geturekki skýrt, t.d. af hverju eineggja tvíburar
fá ekki alltaf sömu sjúkdómana, hvernig umhverfi og erfðir
vinna saman að myndun sjúkdóms og ekki síst af hverju
tíðni ýmissa sjúkdóma á borð við mörg krabbamein breytist
með aldri. Við fæðumst jú með sömu gen og við höfum
um sextugt en sjúkdómarnir sem við glímum við á þessum
æviskeiðum eru gerólíkir.
Markmið rannsóknarinnar voru þau að renna stoðum
undir þetta nýja líkan með því að sýna fram á að DNA
metýlunbreyttistmeðaldri. Égfékksýniúröldrunarrannsókn
Hjartaverndar og fór með þau til Bandaríkjanna þar sem
rannsóknin var unnin. Þegar fyrstu niðurstöður lágu fyrir
fékkég svosams konarsýni úröðru þýði frá Bandaríkjunum.
Okkur tókst að sýna fram á að DNA metýlun breytist
marktækt með aldri í báðum þýðunum. Jafnframt sýndum
við fram á að varðveiting DNA metýlunar er verulega
fjölskyldulæg og skoðuðum DNA metýlun í nokkrum
gerðum krabbameina.
Er rannsókninni lokið eða hefur verið framhald á
henni?
Mínum hluta rannsóknarinnar er lokið og þessa dagana
erum við að vinna að greinaskrifum um niðurstöður hennar.
Hins vegar eru aðrir á rannsóknarstofunni úti að vinna í
samstarfi við Hjartavernd að rannsóknum á fleiri þáttum
utangenaerfða. Gaman verður að fylgjast með afsprengi
þeirra rannsókna.
Hefur þú velt fyrir þér að gera sjálfur
framhaldsrannsókn ?
Já vissulega freista frekari rannsóknir á sviði erfðafræði,
ekki síst vegna þess að utangenamerki eru eitt blómlegasta
svið erfðafræðinnar í dag. Þessa dagana er ég að vinna að
afar spennandi verkefni í tengslum við DNA metýlun í
samstarfi við Jón Jóhannes Jónsson hér á íslandi og Hans
Tómas Björnsson leiðbeinanda minn ytra.
6 Læknaneminn 2007