Læknaneminn - 01.04.2007, Side 8
Vinna læknanema
Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir
5. árs læknanemi
Inngangur
Á hverju vori skapast spenna meðal eldri læknanema
þegar nálgast fer ráðningafund. Fylgst er með því þegar
ráðningaröðin er birt og stöður taldar til að reikna líkur á
því að hreppa góða sumarvinnu. Talsverð umræða hefur
skapast um tilgang og gagn ráðningakerfisins en sú
umræða verður ekki tekin fyrir í þessum pistli.
En við hvað vinna læknanemar á sumrin? Byrjum við að
feta okkar fyrstu fótspor innan heilbrigðiskerfisins strax
eftir fyrsta ár, eða jafnvel fyrr? Vinna læknanemar samhliða
náminu yfir veturinn eða láta þeir sumarvinnuna duga?
Læknanemar skólaárið 2006-2007
60
50
40
2
■O 30
u.
20
10
0
60
50
40
|5
;o 30
LL
20
10
0
1.ár 2. ár 3. ár 4. ár 5. ár 6. ár
Svarhlutfall í könnun b Svöruðu ■ Svöruðu ekki
Þessar vangaveltur voru uppsprettan að spurningalista
sem sendur var læknanemum nú á haustdögum og verða
niðurstöðurnar birtar hér.
Spurningalistinn samanstóð af þremur spurningum: Á
hvaða ári ertu, við hvað vannstu síðasta sumar og vinnurðu
með skóla. í síðustu spurningunni var einnig spurt við hvað
nemandinn starfaði ef spurningunni var svarað játandi.
Þátttaka var nokkuð góð en 51,6% allra læknanema á
landinu sendu inn svör. Svör voru flokkuð eftir námsári og
síðan voru búnir til nokkrir flokkar fyrir störfin; starf á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH), starf á annarri
heilbrigðisstofnun (sjúkrahúsum á landinu öðrum en LSH,
einkareknum læknastofum o.fl.), starf á heilsugæslu,
hjúkrunarheimili, starf við rannsóknir eða annað. Síðasti
flokkurinn var fjölbreyttur og spannaði allt mögulegt milli
vinnu í leikhúsi eða við sjónvarpsþætti, verslunarstörf,
störf íbanka, laxveiðileiðsögn, löndun, líkamsræktarþjálfun
og kennslu í sunnudagaskóla svo fátt eitt sé nefnt. Eins og
við varað búast jókst hlutfall starfa innan heilbrigðisgeirans
eftir því sem leið á námið. Enda eru þetta hóparnir sem
tóku á síðasta ári þátt í ráðningakerfinu og réðu sig í
sumarstörf sem þeim buðust á ráðningafundi að mestu
leyti.
Efni og aðferðir
Spurningalisti var sendur út með tölvupósti í gegnum
heimasíðu Félags læknanema. Svör bárust greinarhöfundi
í tölvupósti og voru flokkuð og skráð í nýju tölvuskjali án
persónugreinanlegra upplýsinga. Einungis greinarhöfundur
hafði aðgang að persónugreinanlegum svörum en þeim
var eytt eftir að niðurstöður höfðu verið skráðar. Öll vinnsla
gagna fór fram í Microsoft Excel.
Niðurstöður
Fyrri spurningin varðandi vinnu læknanema fjallaði um
vinnuna síðasta sumar. Eins og búast mátti við starfaði
stór hluti fyrsta árs nema utan heilbrigðiskerfisins eða um
56% (sjá mynd 1). Áhugavert var þó að sjá hversu stórt
hlutfall nema á fyrstu tveimur árunum vann á LSH en
hlutfall á báðum árunum var í kringum 20% (sjá myndir 1
og 2). Einnig var áhugavert að sjá hversu stórt hlutfall 3.
árs nema hafði unnið við rannsóknir sumarið áður (sjá
mynd 3) en vert er að nefna að rannsóknarverkefni
læknanema er á 3. ári og eru þessar rannsóknir því unnar
áður en læknanemar takast á við slíka þjálfun. Eins og
tíðkast hefur hingað til vinnur stór hluti læknanema á
hjúkrunarheimili eftir 3. árið og voru það einnig
niðurstöðurnar hér (sjá mynd 4) en næstum helmingur
þeirra 4. árs nema sem svöruðu höfðu starfað við slíkt.
8 Læknaneminn 2007