Læknaneminn - 01.04.2007, Page 8

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 8
Vinna læknanema Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir 5. árs læknanemi Inngangur Á hverju vori skapast spenna meðal eldri læknanema þegar nálgast fer ráðningafund. Fylgst er með því þegar ráðningaröðin er birt og stöður taldar til að reikna líkur á því að hreppa góða sumarvinnu. Talsverð umræða hefur skapast um tilgang og gagn ráðningakerfisins en sú umræða verður ekki tekin fyrir í þessum pistli. En við hvað vinna læknanemar á sumrin? Byrjum við að feta okkar fyrstu fótspor innan heilbrigðiskerfisins strax eftir fyrsta ár, eða jafnvel fyrr? Vinna læknanemar samhliða náminu yfir veturinn eða láta þeir sumarvinnuna duga? Læknanemar skólaárið 2006-2007 60 50 40 2 ■O 30 u. 20 10 0 60 50 40 |5 ;o 30 LL 20 10 0 1.ár 2. ár 3. ár 4. ár 5. ár 6. ár Svarhlutfall í könnun b Svöruðu ■ Svöruðu ekki Þessar vangaveltur voru uppsprettan að spurningalista sem sendur var læknanemum nú á haustdögum og verða niðurstöðurnar birtar hér. Spurningalistinn samanstóð af þremur spurningum: Á hvaða ári ertu, við hvað vannstu síðasta sumar og vinnurðu með skóla. í síðustu spurningunni var einnig spurt við hvað nemandinn starfaði ef spurningunni var svarað játandi. Þátttaka var nokkuð góð en 51,6% allra læknanema á landinu sendu inn svör. Svör voru flokkuð eftir námsári og síðan voru búnir til nokkrir flokkar fyrir störfin; starf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH), starf á annarri heilbrigðisstofnun (sjúkrahúsum á landinu öðrum en LSH, einkareknum læknastofum o.fl.), starf á heilsugæslu, hjúkrunarheimili, starf við rannsóknir eða annað. Síðasti flokkurinn var fjölbreyttur og spannaði allt mögulegt milli vinnu í leikhúsi eða við sjónvarpsþætti, verslunarstörf, störf íbanka, laxveiðileiðsögn, löndun, líkamsræktarþjálfun og kennslu í sunnudagaskóla svo fátt eitt sé nefnt. Eins og við varað búast jókst hlutfall starfa innan heilbrigðisgeirans eftir því sem leið á námið. Enda eru þetta hóparnir sem tóku á síðasta ári þátt í ráðningakerfinu og réðu sig í sumarstörf sem þeim buðust á ráðningafundi að mestu leyti. Efni og aðferðir Spurningalisti var sendur út með tölvupósti í gegnum heimasíðu Félags læknanema. Svör bárust greinarhöfundi í tölvupósti og voru flokkuð og skráð í nýju tölvuskjali án persónugreinanlegra upplýsinga. Einungis greinarhöfundur hafði aðgang að persónugreinanlegum svörum en þeim var eytt eftir að niðurstöður höfðu verið skráðar. Öll vinnsla gagna fór fram í Microsoft Excel. Niðurstöður Fyrri spurningin varðandi vinnu læknanema fjallaði um vinnuna síðasta sumar. Eins og búast mátti við starfaði stór hluti fyrsta árs nema utan heilbrigðiskerfisins eða um 56% (sjá mynd 1). Áhugavert var þó að sjá hversu stórt hlutfall nema á fyrstu tveimur árunum vann á LSH en hlutfall á báðum árunum var í kringum 20% (sjá myndir 1 og 2). Einnig var áhugavert að sjá hversu stórt hlutfall 3. árs nema hafði unnið við rannsóknir sumarið áður (sjá mynd 3) en vert er að nefna að rannsóknarverkefni læknanema er á 3. ári og eru þessar rannsóknir því unnar áður en læknanemar takast á við slíka þjálfun. Eins og tíðkast hefur hingað til vinnur stór hluti læknanema á hjúkrunarheimili eftir 3. árið og voru það einnig niðurstöðurnar hér (sjá mynd 4) en næstum helmingur þeirra 4. árs nema sem svöruðu höfðu starfað við slíkt. 8 Læknaneminn 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.