Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 10

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 10
Vinna læknanema Þetta hlutfall óx nokkurn veginn jafnt og þétt frá 1. ári að 4. ári en hjá seinustu tveimur árunum var hlutfallið mun minna eins og gefur að skilja. Á 5. ári var starf innan LSH áberandi en yfir 60% þeirra nema sem svöruðu höfðu tekið starf þar (sjá mynd 5). Eins og áður hefur komið fram eru þessi störf að mestu fengin í gegnum ráðningakerfi læknanema. Ekki komu niðurstöður fyrir 6. árs nema á óvart heldur en tæp 70% þeirra störfuðu á heilsugæslum landsins síðasta sumaren restin starfaði á LSH eða annarri heilbrigðisstofnun (sjá mynd 6). Vísað er í myndir 1-6 varðandi nánari flokkun svara við þessari spurningu. Seinni spurningin sem lögð var fyrir læknanema fjallaði svo um vinnu samhliða náminu. Niðurstaðan var sú að rúmlega 62% þeirra sem svöruðu unnu eitthvað yfir veturinn. Langalgengast er að 6. árs nemar vinni samhliða náminu, eða 83% þeirra sem svöruðu (sjá mynd 12). Niðurstöður hér líktust þeim sem fengust við fyrri spurningunni varðandi störf sem læknanemar velja sér. Á fyrsta árinu vinna flestir utan heilbrigðiskerfisins en strax á öðru ári verður vinna innan kerfisins algengari en utan þess (sjá myndir 7 og 8). Á árunum eftir það er hlutfall þeirra sem vinnur innan heilbrigðiskerfisins ekki bara hærra en þeirra sem vinna utan þess heldur einnig hærra en hlutfall þeirra sem vinna ekkert samhliða náminu (sjá myndir 9 - 12). Aftur er gaman að sjá hversu stórt hlutfall læknanema á 3. og 4. ári vinna við rannsóknir eða 14% og 27% þeirra (sjá myndir 9 og 10). Flestir þeirra sem starfa á hjúkrunarheimilunum eru á 3. og 4. ári (sjá myndir 9 og 10) en þetta er sambærilegt og kom fram varðandi sumarvinnu. 5. árs nemar vinna helst innan LSH, eða um 49% þeirra sem svöruðu (sjá mynd 11) og 6. árs nemar oftast á heilsugæslunum, um 53% (sjá mynd 12). Vísað er í myndir 7-12 fyrir nánari upplýsingar um svörun við þessari spurningu. Umræða Yfir helmingur læknanema á landinu sendu inn svör við spurningalistanum sem lagður var fyrir og má því áætla að þessar niðurstöður gefi nokkuð góða hugmynd um hópinn sem heild. Það sést á þessu að læknanemar byrja snemma að sækja í störf innan heilbrigðiskerfisins og strax sumarið fyrir 1. ár unnu nálægt helmingur þeirra sem svöruðu við slík störf. Þetta hlutfall fer svo hratt vaxandi eftir því sem líður á námið og sýnir það að læknanemar sækjast eftir þjálfun og kynningu á þessu starfsumhverfi sem fyrst. Fyrstu kynni læknanema af Landspítalanum eru gjarnan í störfum sem starfsmenn, flutningsaðilar, í matsalnum eða við yfirsetu. Yfirseta hefur verið vinsælt starf meðal læknanema í öðrum löndum svo sem Danmörku en nýlega var þessi möguleiki kynntur hér á landi. Þrír læknanemar sem sendu inn svör við þessum spurningum starfa nú við slíkt samhliða náminu og gaman væri ef þetta starf væri betur kynnt meðal læknanema enda góð þjálfun og nauðsynleg staða innan spítalans. Einstaka læknanemi hreppti starf við krufningar á meinafræðideild spítalans og hlýtur það að teljast góð þjálfun fyrir læknanema sem eru að fletta í gegnum fyrstu blaðsíður Netter eða þeirra sem vilja meiri dýpt í þekkingu sína í líffærafræði. Störf við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum eru gefandi og spennandi er fyrir læknanema eftir 3. ár að leysa hjúkrunarfræðinga af á þessum stöðum. Þessi störf eru langalgengust hjá læknanemum sem klárað hafa 2. og 3. ár sem sýnir áhuga á því að kynna sér þetta starfsumhverfi. Eftir 4. og 5. ár fá læknanemar loks að spreyta sig sem aðstoðar- og afleysingalæknar á sjúkrahúsum og heilsugæslum landsins og virðist þetta falla þeim vel. Þessi störf eru krefjandi en á sama tíma gefandi og koma flestir nemar sáttir undan sumri eftir að hafa tekist á við slíkt. Margir sækjast svo eftir sambærilegum stöðum samhliða námi veturinn eftir. Á óvart kom hversu stórt hlutfall læknanema vinnur samhliða náminu. Merkilegt þykir að vinna samhliða svona ströngu námi sé eins algeng og þessar tölur gefa til kynna. Þessum niðurstöðum fylgdu þó ekki upplýsingar um starfshlutfall en það er mjög misjafnt, allt frá einni vakt öðru hvoru upp í fast starfshlutfall upp á einhverja tugi prósenta. Greinilegt er þó að læknanemar sækjast eftir þjálfun innan heilbrigðiskerfisins og er þessi vinna yfirleitt tengd náminu. Eins og áður kom fram hefur umræða hafist varðandi gagnsemi ráðningakerfis læknanema. Vert er að benda á það hversu stórt hlutfall 5. og. 6. árs nema nýtti sér þetta kerfi síðasta sumar og verður að taka þessar niðurstöður inni í umræðuna þegar kerfið verður endurskoðað. Þakkir Þakkir fá þeir læknanemar sem tóku þátt í könnuninni fyrir skjót og góð svör. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá hversu mörgum svörum fylgdu hvatningarorð svo ekki sé talað um þegar einn og einn brandari flaut með! 7 0 Læknaneminn 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.