Læknaneminn - 01.04.2007, Page 11
Innganga læknanema í LÍS
r
Ahaustmánuðum 2007 liggur fyrir tillaga á aðalfundi
Læknafélags íslands (LÍS) um inngöngu læknanema af
5. og 6. ári í félagið. Er það stórt skref fyrir læknanema og
því rétt að staldra við þegar slík ákvörðun er tekin og skoða
gaumgæfilega kosti hennarog galla. Forsaga málsinsersú
að læknanemar sem taka sér aðstoðarlæknastöður eftir 4.
ár eru án stéttarfélags. Því hefur Félag læknanema staðið
í kjaraumleitunum við stærsta vinnuveitanda læknanema
yfir sumartímann, Landspítala-Háskólasjúkrahús. Samið
hefur verið frá ári til árs og launin yfirleitt reiknuð sem
prósenta af launum kandidats. Þar sem læknanemar hafa
verið lítill en mikilvægur hópur á stærsta vinnustað landsins
þá hefur samningsstaða okkar verið erfið. Forvígismenn
félagsins eru reynslulitlir þegar kemur að slíkum viðræðum,
starfstími læknanema stuttur og lögfræðikostnaður verður
fljótt hár. Því hefur kviknað sú von að launakjör læknanema
verði tekin inn í kjarasamning lækna þar sem nemar eru
að ganga í störf þeirra, en slíkt yrði ótvíræður ávinningur
fyrir læknanema.
Læknanemar í FUL
voru Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍS, Bjarni Þór
Eyvindsson þáverandi formaður FUL auk undirritaðs. I
þeirri vinnu varð Ijóst að einfaldasta og eðlilegasta leiðin
að inngöngu læknanema í LÍS væri í gegnum Félag
unglækna. Gott samstarf hefur verið milli nema og
unglækna undanfarin áren eins og áðursegireru hagsmunir
þessara tveggja hópa samtvinnaðir. Fulltrúar unglækna
yrðu verða? jafnframt fulltrúar læknanema innan LÍS.
Fyrsta formlega skrefið að inngöngu læknanema var
tekið á aðalfundi FUL í desember2006. Þá var læknanemum
á 5. og 6. ári veitt full aðild. Næsta skref verður vonandi
tekið í september þegar lögð verður fyrir aðalfund LÍS
tillaga um aðild læknanema. Krefst þetta nokkurra
breytinga á lögum Læknafélagsins og sú helsta að
félagsaðild sé ekki háð lækningaleyfi eða að námi sé
lokið.
Með þessu gefast læknanemum vonandi aukin tækifæri
á að kynnast helsta fagfélagi lækna á íslandi auk þess að
ná langþráðum stöðugleika í kjaramálum læknanema.
Fyrir þremur árum var samþykkt á aðalfundi FUL að
læknanemar af klínísku árunum yrðu aukaaðilar að FUL og
fengju tvö sæti í stjórn félagsins. Einn helsti hvatinn að því
var von um aukna samstöðu þessara aðila í augljóslega
tengdum hagsmuna- og kjaramálum. Hagur læknanema
af þessum tengslum kom berlega í Ijós í síðustu
kjaraviðræðum læknanema við Landspítalann þar sem
reynsla forvígismanna FUL og stuðningur félagsins var
læknanemum mikill styrkur. Áhugi unglækna á kjarabaráttu
FUL hefur oft og tíðum verið lítill enda staldra þeir stutt við
í félaginu. Tenging læknanema við félagið verður vonandi
til að auka stéttarvitund meðal unglækna.
Norrænar fyrirmyndir
Læknafélag íslands eru regnhlífasamtök yfir svæða- og
sérgreinafélög lækna. Innan þeirra eru m.a. Félag
unglækna, Læknafélag Reykjavíkur og Félag íslenskra
heimilislækna. Fordæmi eru fyrir veru læknanema í
læknafélögum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, líkt og
fulltrúar LÍS komust að á samnorrænni ráðstefnu
læknafélaga í Noregi sumarið 2004. í kjölfarið fóru af stað
þreifingar milli félaganna og starfshópur myndaður sem í visAhúsinuLaueavegi?? 101 Reykja»n< simisss^ooo »w«.»isa.is
VISA
Nýr dagur - ný tækifæri
Læknaneminn 2007 7 7