Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 13

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 13
gæti aðstoðar öndunarvélar. Mæla þarf lífsmörk ásamt því að telja öndunartíðni og veita því eftirtekt hvort sjúklingur noti aðstoðaröndunarvöðva (mm. scaleni, mm. intercostales, mm. abdominales). í yfirvofandi öndunarbilun má stundum sjá þverstæðukennda hreyfingu á kviðvöðvum og auk þess bláma á húð (e. cyanosis) við lélega súrefnismettun sem oft er mest áberandi kringum varir. Við lungnahlustun heyrast önghljóð, sérstaklega ef LLT samanstendur aðallega af langvinnri berkjubólgu en ef sjúklingur er með mikla lungnaþembu er lungnahlustun oft með fjarlægum og lágværum öndunarhljóðum auk þess sem ofmögnun (e. hyperresonance) heyrist við bank. Brak getur verið til staðaref um þéttingu erað ræða. Hjartatónar eru gjarnan daufir vegna mikils loftþans á lungum. Skoða skal ganglimi og athuga hvort þar sé bjúgur þar sem slíkt gæti leitt mann á spor annarra greininga s.s. bláæðasega í fótum (og lungnareks) eða hjartabilunar. Alltaf skal senda hrákasýni í ræktun ef grunur er um sýkingu. Ef sjúklingur er með hita eru blóðræktanir teknar. Gera þarf blóðrannsóknir og mæla blóðhag, blóðsölt, kreatínin og CRP. Hjartalínurit skyldi taka af öllum sjúklingum til að útiloka blóðþurrðarbreytingarog hraðtakt. Röntgenmynd af lungum er gagnleg til að athuga með íferðir og eins til að útiloka aðrar orsakir s.s. loftbrjóst og fleiðruholsvökva. Ef grunur beinist að blóðsegareki til lungna þarf að fá tölvusneiðmynd af lungnaslagæðum. Hámarksútflæðismælingar (e. peak flow meter) geta hjálpað til við að greina hversu alvarleg versnun er og meta árangur meðferðar á bráðamóttöku. Ef mæling er lægri en 150 l/sek er það sterk vísbending um að innlagnar sé þörf. Öndunarmæling kemur ekki að gagni fyrr en eftir að sjúklingur hefur náð sér af einkennum bráðrar versnunar. Blóðgös eru hjálþleg til að meta hvort um súrefnis- eða koltvísýringsöndunarbilun sé að ræða og er rétt að taka alltaf blóðgös nema ef sjúklingur hefur væg einkenni. Súrefnisöndunarbilun er skilgreind sem p02 < 60 mm Hg en koltvísýringsöndunarbilun sem pC02 > 50 mm Hg. Oft hafa sjúklingar með LLT einhverja grunnhækkun á pC02 sem leiðrétt hefur verið fyrir með lækkun á bíkarbónati og því er pH innan eðlilegra marka (e. chronic respiratory acidosis). Bráð hækkun á pC02 umfram grunngildi veldur lækkun á pH (e. acute respiratory acidosis) og er í beinu samhengi við alvarleika versnana. Slíkt gæti verið vísbending um að sjúklingur hafi alvarlega versnun á LLT eða sé farinn að þreytast og því verður að hafa lægri þröskuld fyrir því að setja viðkomandi á ytri öndunarvél. MeðferÖ Ekki er nauðsynlegt að leggja alla sjúklinga inn með versnun á LLT. Helstu greiningarmerki fyrir innlögn eru eftirfarandi: 1) Sjúklingur sem hefur ekki svarað meðferð utan spítala. 2) Mikil aukning á mæði. 3) Sjúklingur getur ekki borðað/sofið vegna einkenna. 4) Versnandi súrefnis- eða koltvísýringsöndunarbilun. 5) Breyting á meðvitund. 6) Sjúklingur getur ekki hugsað um sig heima. 7) Óljós greining. 8) Sjúklingar með aðra alvarlega sjúkdóma s.s. lungnabólgu, hjartabilun, sykursýki, nýrnabilun, lifrarbilun.16 Meðferð í bráðri versnun samanstendur af berkjuvíkkandi lyfjum, sterum, sýklalyfjum, súrefni ef sjúklingur hefur súrefnisskort og ytri öndunarvél/barkaþræðingu ef versnun eralvarleg. Meðferð með methylxanthínum og slímlosandi lyfjum er ekki eins vel rökstudd. Berkjuvíkkandi lyf skiptast í beta-adrenvirk og andkólínvirk lyf. Yfirleitt er byrjað með beta-adrenvirk lyf s.s. salbutamol (Ventoline®) 5 mg í loftúða en ef sjúklingur svararþeirri meðferð ekki er hægt að bæta við andkólínvirku lyfi s.s. ipratropidum (Atrovent®) 0,5 mg.17 Best er að gefa lyfin í loftúða fyrstu dagana þar sem auðveldara er fyrir sjúklinga að anda lyfjunum að sér með þeirri aðferð. Eftir því sem sjúklingur jafnar sig er svo hægt að skipta yfir í hefðbundin innúðalyf með úða- eða dufttækjum. í undantekningartilfellum ef sjúklingur er ekki í ástandi til að anda að sér lyfjum má reyna gjöf terbutalins 0,2-0,25 mg undir húð.18 Sýklalyf gagnast ekki öllum þar sem bakteríusýkingar valda ekki öllum versnunum. Graftarkenndur uppgangur er tengdur aukinni tíðni jákvæðra bakteríuræktana19 og þrjár rannsóknir hafa sýnt fram á lækkun á dánartíðni og minni graftarmyndun með notkun sýklalyfja hjá sjúklingum með graftarkenndan uppgang.20'22 Því er mælt með notkun sýklalyfja hjá sjúklingum sem eru með öll þrjú aðaleinkennin um versnun (aukinn uppgang, graftarkenndan uppgang og mæði) og einnig hjá þeim sem eru með tvö af þremur einkennum ef annað þeirra er graftarkenndur uppgangur.17 Einnig skal beita sýklalyfjum hjá alvarlega veikum sjúklingum sem þurfa innlögn á gjörgæslu. Hægt er að velja úr ýmsum sýklalyfjum en ávallt skal taka mið af því ónæmi baktería sem ríkir á hverjum stað. Ef sjúklingur er meðhöndlaður utan sjúkrahúss er mælt með beta-lactam lyfjum, doxycyclini eða trimethoprim- sulfamethoxazole auk þess sem hægt er að nota makrólíða og cephalosporin (2. og 3. kynslóðar). Ef sjúklingar leggjast inn er meðferð nánast alltaf gefin í æð og er þá mælt með beta-lactam/beta-lactamasa hemli s.s. amoxicillin/clavulan sýru (Augmentin®) 1 g x 3 eða cephalosporinum (2. og 3. kynslóðar) s.s. cefuroxim (Zinacef®) 750 mg x 3. Tímalengd meðferðar skyldi vera um 3-10 dagar. Ef hætta er talin á Pseudomonas aeruginosa sýkingu ætti að meðhöndla með fluoroquinolonum.3'19 Sterar hafa sannað gildi sitt í meðhöndlun á versnunum. Þeirstytta sjúkrahúslegur, fækka endurteknum versnunum eftir 30 og 90 daga og hraða hækkun á FEVj23. Því skyldi gefa stera í æð, t.d. betamethason 8 mg x 2 (Celestone®) ef sjúklingar leggjast inn en skipta svo yfir í prednisolon 30 mg p.o. (Decortin®) eftir 3-6 gjafir (háð bata einkenna) Læknaneminn 2007 7 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.