Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 14

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 14
og trappa stera niður á 2 vikum. Minnka má sterana hratt án hættu á aukaverkunum. Óljóst er hversu lengi á að meðhöndla með sterum en sterameðferð lenguren 2 vikur hefur ekki tengst betri útkomu.23 Slímlosandi lyf s.s. N-acetylcysteine (Mucomyst®) hafa ekki reynst gagnleg í meðhöndlun á bráðum versnunum.24 Methylxanthine (theophylline) í æð hefur verið notað vegna berkjuvíkkandi áhrifa hjá sjúklingum sem svara ekki nægjanlega beta-adrenvirkum/andkólínvirkum lyfjum en hafa ekki marktæk áhrif í samanburði við lyfleysu og hætta á aukaverkunum er mikil.25’26 Meðferð með súrefni er nauðsynleg ef sjúklingur hefur súrefnisskort og ætti að miða að súrefnismettun 90-92% (pa02 60-65 mm Hg) sem tryggir súrefnismettun hemoglobins nálægt hámarki en takmarkar um leið hættuna á koltvísýringshækkun sem getur fylgt súrefnismeðferð.18 Endurtaka skyldi blóðgös 30-60 mín. eftir að súrefnismeðferð er hafin hjá sjúklingum með meðalalvarlega-alvarlega versnun. Ef súrefni er gefið með súrefnisgleraugum má gera ráð fyrir því að hlutfallsprósenta innandaðs súrefnis hækki um 3-4% með hverjum lítra. Ef gefa þarf meira en 5 L er rétt að nota maska en Venturi- maskar (Accurox) gefa nákvæmustu stýringuna á hlutfalli súrefnis sem sjúklingur andar að sér.27 Ekki má gefa minna en 5 L af súrefni á venjulegum maska þar sem það eykur hættuna á pC02 hækkun. í vissum tilfellum getur verið rétt að nota ytri öndunarvél (e. noninvasive positive-pressure ventilation, BiPAP®). Slíkt tæki hefur tvenns konar þrýstingsstillingar, hærri þrýsting í innöndun sem auðveldar sjúklingi að draga ofan í sig loft og lægri þrýsting í útöndun sem kemur í veg fyrir að lungnablöðrur falli alveg saman. Þetta auðveldar sjúklingum öndunarvinnuna og getur því komið þeim yfir erfiðan hjalla án þess að þurfi að koma til barkaþræðingar. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi þessa, bæði með því að stytta legutíma, lækka dánartíðni, draga úr barkaþræðingum og flýta fyrir bata m.t.t. einkenna og lífeðlisfræðilegra mælinga.28-30 Ef a.m.k. tvö af eftirfarandi einkennum eru til staðar er talin ástæða til meðferðar með ytri öndunarvél: 1) Andnauð með meðalmikla/alvarlega mæði. 2) Öndunartíðni yfir 25 sinnum á mín. 3) Bráð öndunarsýring (e. acute respiratory acidosis) með pH < 7,25 og pC02 > 45 mm Hg. Sjúklingar þurfa að vera vel vakandi og samvinnuþýðir. Helstu frábendingar meðferðar eru öndunar/hjartastopp, teppa í efri öndunarfærum, mikil hætta á ásvelgingu, áverki/byggingargalli á andliti og fjölkerfabilun á grunni annars en lungnasjúkdóms s.s. miklar hjartsláttartruflanir/alvarlegar blæðingar frá meltingarvegi o.fl.18 Sjúklingar með mjög alvarlegar versnanir sem svara ekki BiPAP-meðferð eða hafa frábendingar geta þurft á barkaþræðingu að halda. Rannsóknir hafa sýnt að dánartíðni hjá þessum sjúklingum er á bilinu 11-49%.31-33 Fyrir utan þá meðferð sem talin er upp að ofan er mælt með sjúkraþjálfun til að auðvelda sjúklingum að hósta upp slími. Einnig má nefna mikilvægi bólusetninga gegn inflúensu og pneumococcum hjá þessum sjúklingum auk reykbindindis.17 Heimildalisti 1. Murray CJ, Lopez AD. Alternative projections of mortality and disability by cause 1990-2020: Global burden of Disease Study. Lancet 1997; 349:1498-1504. 2. www.landlaeknir.is. Langvinn lungnateppa. Þórarinn Gíslason, des. 2005. 3. Anthonisen NR, Manfreda J, Warren CP et al. Antibiotic therapy in exacerbations of chronic obstructive pulmonary disease. Ann Intern Med 1987; 106:196-204. 4. Rodriguez-Roisin R. Towards a consensus definition for COPD exacerbations. Chest 2000; 117:398-401s. 5. Seemungal TAR, Donaldson GC, Bhowmik A et al. Time course and recovery of exacerbations in patients with chronic obstructive pulmonary disease. Am J Respir CritCare Med 2000; 161:1608-1613. 6. Sapey E, Stockley RA. COPD exacerbations.2: aetiology. Thorax 2006; 61:250. 7. Monso E, Ruiz J, Manterola J et al. Bacterial infection in chronic obstructive pulmonary disease: a study of stable and exacerbated outpatients using the protected specimen brush. Am J Respir Crit Care Med 1995; 152:1316-20. 8. Fagon JY, Chastre J, Trouillet JL et al. Characterisation of distal bronchial microflora during acute exacerbation of chronic bronchitis. Am Rev Respir Dis 1990; 142:1004-8. 9. Pela R, Marchesani FF, Agostinelli C et al. Airways microbial flora in COPD patients in stable clinical conditions and during exacerbations, a bronchoscope investigation. Monaldi Arch Chest Dis 1998; 53:262-7. 10. Soler N, Torres A, Ewig S et al. Bronchial microbial patterns in severe exacerbations of chronic obstructive pulmonary disease (COPD) requiring mechanical ventilation. Am J Respir Crit Care Med 1998; 157:1498-505. 11. Bogaert D, van der Valk P, Ramdin R et al. Host-pathogen interaction during pneumococcal infection in patients with chronic obstructive pulmonary disease. Infect Immun 2004;72:818-23. 12. Miravitlles M, Mayordomo C, Artés M et al. Treatment of chronic obstructive pulmonary disase and its exacerbations in general practice. Respir Med 1999; 93:173- 179. 13. Connors AF Jr, Dawson NV, Thomas C et al. Outcomes following acute exacerbation of severe chronic obstructive lung disease. Am J Respir Crit Care Med 1996; 154:959-67. 14. Currie GP, Wedzicha JA. Acute exacerbations. BMJ 2006; 333:87. 15. Tillie-Leblond I, Marquette CH, Perez T et al. Pulmonary embolism in patients with unexplained exacerbation of chronic obstructive pulmonary disease: prevalence and risk factors. Ann Intern Med 2006; 144:390. 16. Celli BR, MacNee W. Standards for the diagnosis and treatment of patients with COPD: a summary of the ATS/ERS position paper. Eur Respir J 2004; 23:932. 17. Global initiative for chronic obstructive pulmonary disase. Global strategy for the diagnosis, management and prevention of chronic obstructive pulmonary disease. Executive summary. 2005. www.goldcopd.com. 18. Stoller JK. Acute exacerbations of chronic obstructive pulmonary disease. N Engl J Med 2002; 346:988-994. 19. Stockley RA, O' Brien C, Pye A et al. Relationship of sputum color to nature and outpatient management of acute exacerbations of COPD. Chest 2000; 117:1638- 45. 20. McCrory DC, Brown C, Gelfand SE et al. Management of acute exacerbations of COPD: a summary and appraisal of published evidence. Chest 2001; 119:1190- 1209. 21. Saint S, Bent S, Vittinghoff E et al. Antibiotics in chronic obstructive pulmonary disease exacerbations. A meta-analysis. JAMA 1995; 273:957-960. 22. Ram FS, Rodriguez-Roisin R, Granados-Navarrete A et al. Antibiotics for exacerbations of chronic obstructive pulmonary disease. Cochrane Database Syst Rev 2006; 2:CD004403. 23. Niewoehner DE, Erbland ML, Deupree RH et al. Effect of systemic glucocorticoids on exacerbations of chronic obstructive pulmonary disease. N Engl J Med 1999; 340:1941-7. 24. Black PN, Morgan-Day A, McMillan TE et al. Randomised, controlled trial of N-acetylcysteine for treatment of acute exacerbations of chronic obstructive pulmonary disease. BMC Pulm Med 2004; 4:13. 25. Barbera JA, Reyes A, Roca J et al. Effect of intravenously administered aminophylline on ventilation/perfusion inequality during recovery from exacerbations of chronic obstructive pulmonary disease. Am Rev Respir Dis 1992; 142:1328-33. 26. Duffy N, Walker P, Diamantea F et al. Intravenous aminophylline in patients admitted to hospital with non-acidotic exacerbations of chronic obstructive pulmonary disease: a prospective randomised controlled trial. Thorax 2005; 60:713-7. 27. Rodriguez-Robin R. COPD exacerbations 5: Management. Thorax 2006; 61:535-544. 28. Mehta S, Hill NS. Noninvasive ventilation. Am J Respir Crit Care Med 2001; 163:540-77. 29. Keenan SP, Kernerman PD, Cook DJ, Martin CM, McCormack D, Sibbald WJ. Effect of noninvasive positive pressure ventilation on mortality in patients admitted with acute respiratory failure: a meta-analysis. Crit Care Med 1997; 25:1685-92. 30. Plant PK, Owen JL, Elliott MW. Early use of non-invasive ventilation for acute exacerbations of chronic obstructive pulmonary disease on general respiratory wards: a multicentre randomised controlled trial. Lancet 2000; 355:1931-5. 31. Gunen H, Hacievliyagil SS, Kosar F et al. Factors affecting survival of hospitalised patients with COPD. Eur Respir J 2005; 26:234-241þ 32. Connors AF Jr, Dawson NV, Thomas C et al. Outcomes following acute exacerbation of severe chronic obstructive lung disease. The SUPPORT investigators (Study to Understand Prognoses and Preferences for Outcomes and Risks of Treatment). Am J Respir Crit Care Med 1996; 154:959-967. 33. Breen D, Churches T, Hawker F et al. Acute respiratory failure secondary to chronic obstructive pulmonary disease treated in the intensive care unit: a long term follow up study. Thorax 2002; 57:29-33. Þakkir fá Pétur Snæbjörnsson læknir og Gunnar Guðmundsson lungnalæknir fyrir aðstoð við yfirlestur 14 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.