Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 16
Sjúkratilfelli 1 Greining Á tölvusneiðmyndinni sést stór embólía sem situr við fyrstu greininguna á hægri lungnaslagæðinni. Embólían kemur fram sem skuggaefnislaust svæði í æðaholinu. Einnig sjást embólíur í stórum greinum vinstra megin. Á öðrum sneiðum mátti sjá allstórar embólíur í greinum til nánast allra lungnalappa beggja vegna. Greiningin er því lungnaembólía. Ýmis önnur atriði en tölvusneiðmyndin styðja greininguna, til dæmis áhættuþættirnir rúmlega, skurðaðgerð, krabbamein og reykingar. Einnig einkenni svo sem takverkur, mæði og hósti sem og tachycardia, lágþrýstingur og hiti sem komu fram við skoðun. Slagæðarblóðgös sýndu hýpoxemíu með respiratorískri alkalósu sem er dæmigert fyrir lungnaembólíu rétt eins og hækkunin á D-dimer. Um lungnaembólíu Lungnaembólía er algengur sjúkdómur sem stafar oftast af því að segar sem myndast í djúpum bláæðum ganglima berast eftir bláæðakerfinu til lungnanna og stífla lungnaæðar. Flestir seganna eiga uppruna í kálfum en segar sem gefa einkenni koma hins vegar oftast frá iliofemoral æðum. Einkenni lungnaembólíu eru breytileg og líkjast einkennum annarra sjúkdóma, því þarf að vera vel á varðbergi til að greina sjúkdóminn. Mæði (73%) og takverkur (66%) eru algengustu einkennin en hósti (37%) er ekki jafn algengur. Einkennin ráðast að hluta til af því hvar í æðakerfi lungans seginn lendir en það er aftur háð stærð hans. Stærri segarstöðvast í meginslagæð lungnanna eða stærri greinum og geta valdið losti. Minni segar fara lengra og stöðvast í smærri æðum, þeir eru líklegri til að valda takverk. Áhættuþættir lungnaembólíu eru hreyfingarleysi, nýleg skurðaðgerð, illkynja sjúkdómur, reykingar, notkun á hormónalyfjum, meðganga og fæðing, arfgeng segahneigð, saga um segamyndun í ganglim, lungnaembólíu eða hjarta- og lungnasjúkdóm. Hugsanlegt er að hjá konunni sem hér um ræðir hafi segar verið að skjótast upp í lungun í vikutíma og það hafi komið fram sem slappleiki, mæði og hósti. Að morgni komudags getur verið að stærri segar hafi skotist upp og valdið auknum einkennum. Hún var með hita sem sést í að minnsta kosti 15% sjúklinga með lungnaembólíu. Lágþrýstingur stafar af minnkuðu útflæði hjartans vegna blóðflæðishindrunarílungnablóðrásinni. Hraðurhjartsláttur kemur fram til að auka útfall hjartans. Ef segar myndast í æðakerfinu brotna þeir fljótlega niður fyrir tilstuðlan ýmissa ensíma. Þeir innhalda mikið magn fibríns en D-dimer er eitt af niðurbrotsefnum þess og hækkar því við niðurbrot sega. D-dimer er hækkaður hjá 95% þeirra sem eru með lungnaembólíu og næmi prófsins er því gott. Ef D-dimer er eðlilegur er lungnaembólía því ólíkleg nema mjög sterk einkenni séu til staðar. Margir aðrir sjúkdómar svo sem lungnabólga, krabbamein og bólgusjúkdómar valda hækkun á D-dimer og sértæki er því lágt. Hækkun D- dimers staðfestir því ekki lungnaembólíu og frekari rannsókna er þörf. Gagnsemi D-dimers er mest þegar fáir áhættuþættir eru til staðar og einkenni eru væg. Ef D- dimer mælist eðlilegur í slíkum tilfellum má segja að lungnaembólía sé útilokuð. Á hinn bóginn er afar mikilvægt að treysta ekki á D-dimer ef áhættuþættir eða sterk einkenni eru til staðar. Það er því óþarfi að mæla D-dimer í tilfellum eins og því sem hér um ræðir en þess í stað skal fá æðamyndatöku eða V/Q skann eins fljótt og auðið er. Hjartaensím geta hækkað, eins og gerðist í þessu tilfelli, og skýrist það af auknu álagi á hægri slegil. Blóðsýni úr slagæð (blóðgös, Astrup) er gagnlegt af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi til þess að fá vísbendingu um hvort lungnaembólía sé til staðar en dæmigerðar niðurstöður fyrir lungnaembólíu eru: hypoxemía og respíratorísk alkalósa vegna oföndunar eins og raunin var í þessu tilfelli. í öðru lagi gefa blóðgösin góða mynd af því hvort og hversu alvarleg öndunarbilun er til staðar en þær upplýsingar eru ásamt öðru notaðar til þess að ákveða hvort þörf sé á meðferð á borð við segaleysingu (thrombólýsu) eða öndunarvél. MeðferÖ Heparín er gefið í nokkra daga ásamt warfarin og svo er warfarin gefið eitt og sér í framhaldinu en lengd þeirrar meðferðar er breytileg. Ef fram koma einkenni um lost svo sem lágþrýstingureða aukið álag á hægra hjarta samkvæmt hjartalínuriti eða ómun getur verið ástæða til að gefa segaleysandi meðferð með tissue plasminogen activator (Alteplase). Ef segarek gerir vart við sig þrátt fyrir blóðþynningu eða frábendingar eru fyrir henni má íhuga ísetningu á síu í vena cava með æðaþræðingu. Án meðferðar látast um 30% sjúklinga en ef meðferð er veitt lækkar sú tala í um 4%. Það er því afar brýnt að greina sjúkdóminn og veita viðeigandi meðferð hratt og örugglega. Tilfelli var yfirfarið af Ólafi Baidurssyni, sérfræðingi í lungnalækningum. 7 6 Læknaneminn 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.