Læknaneminn - 01.04.2007, Page 18
Hópslvsaæfinq læknanema 2007
Hópslysaæfing
læknanema 2007
Hópslysaæfing læknanema var haldin laugardaginn 17.
mars síðastliðinn í húsakynnum Flugbjörgunarsveitar
Reykjavíkur við rætur Öskjuhlíðar.
Hópslysaæfingin er fastur liður í dagskrá læknanema
annað hvert ár og hefur hún verið haldin með aðstoð
björgunarsveita höfuðborgarsvæðisins sem eru þaulvanar
í uppsetningu slíkra æfinga. Einnig hafa læknarslysadeildar,
líkt og björgunarsveitirnar, gefið vinnu sína við að fræða
nema í aðdraganda æfingarinnar og veita góð ráð á
vettvangi.
Dagskráin í ár hófst viku fyrir æfinguna sjálfa. Var yngri
árum deildarinnar boðið á tveggja kvölda námskeið í
skyndihjálp og vettvangsvinnu, bæði bóklegt og verklegt.
Þá voru einnig haldnir tveir fyrirlestrar ætlaðir nemum á
klínísku árunum sem fjölluðu um skipulag á
hópslysavettvangi, hlutverk læknis á slysstað sem og
helstu vandamál sem læknir stendur frammi fyrir í feltinu.
Fyrirlesari að þessu sinni varGísli E. Haraldsson, læknir, og
var hann einnig ráðgefandi læknir á æfingunni sjálfri.
Líkt og undanfarin ár kom það í hlut nema á fyrsta ári að
leika fórnarlömb slyssins, sem var flugslys að þessu sinni.
Mættu þau snema morguns í förðun og voru að háma í sig
samlokur þegar nemar efri ára sýndu sig um hádegið.
Annars og þriðja árs nemar gengu í verk sjúkraflutninga-
manna á meðan greiningarvinnu og stjórnunarembættum
var skipt á milli nema á efstu þremur árunum, en óvenju
góð mæting var af hálfu klínísku áranna í ár.
Vettvangsstjóri í fyrstu umferð sendi frumgreiningar-
teymin á slysstað kl. 13:00 og fóræfingin af stað af miklum
krafti, en 30 sjúklingum var komið í hús á einni og hálfri
klukkustund. í hléi var farið yfir stöðuna og skoðað hvað
betur mætti fara. Nýr vettvangur var settur upp, nýtt fólk
fengið í lykilstöður og aðkomu að greiningarstöð breytt.
Breytingarnar höfðu lítið að segja því að seinni umferð
gekk enn hraðar en sú fyrri, þrátt fyrir óvænt hjartaáfall
aðhlynningarstjóra.
Eftir að æfingunni lauk var farið yfir gang hennar í heild
og voru flestir sammála um að hún hefði verið vel heppnuð
í ár. Ekki síst þótti stjórnun æfingarinnar hafa gengið vel
og verðmæt reynsla í stýringu á vettvangi hlotist af. í lokin
var boðið upp á pizzur og kók og verðlaun veitt fyrir besta
leik sjúklinga. Þau hlutu Hrólfur Vilhjálmsson og Sólveig
Sigurðardóttir, en fyrsta árs nemar í heild sinni stóðu sig
afar vel og var raunsæið á köflum óhugnalegt.
Læknanemar þakka öllum þeim sem hjálpuðu til við vel
heppnaða æfingu og vonast til að sjá sem flesta aftur að
tveimur árum liðnum, ef ekki fyrr.
7 8 Læknaneminn 2007