Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 18

Læknaneminn - 01.04.2007, Síða 18
Hópslvsaæfinq læknanema 2007 Hópslysaæfing læknanema 2007 Hópslysaæfing læknanema var haldin laugardaginn 17. mars síðastliðinn í húsakynnum Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur við rætur Öskjuhlíðar. Hópslysaæfingin er fastur liður í dagskrá læknanema annað hvert ár og hefur hún verið haldin með aðstoð björgunarsveita höfuðborgarsvæðisins sem eru þaulvanar í uppsetningu slíkra æfinga. Einnig hafa læknarslysadeildar, líkt og björgunarsveitirnar, gefið vinnu sína við að fræða nema í aðdraganda æfingarinnar og veita góð ráð á vettvangi. Dagskráin í ár hófst viku fyrir æfinguna sjálfa. Var yngri árum deildarinnar boðið á tveggja kvölda námskeið í skyndihjálp og vettvangsvinnu, bæði bóklegt og verklegt. Þá voru einnig haldnir tveir fyrirlestrar ætlaðir nemum á klínísku árunum sem fjölluðu um skipulag á hópslysavettvangi, hlutverk læknis á slysstað sem og helstu vandamál sem læknir stendur frammi fyrir í feltinu. Fyrirlesari að þessu sinni varGísli E. Haraldsson, læknir, og var hann einnig ráðgefandi læknir á æfingunni sjálfri. Líkt og undanfarin ár kom það í hlut nema á fyrsta ári að leika fórnarlömb slyssins, sem var flugslys að þessu sinni. Mættu þau snema morguns í förðun og voru að háma í sig samlokur þegar nemar efri ára sýndu sig um hádegið. Annars og þriðja árs nemar gengu í verk sjúkraflutninga- manna á meðan greiningarvinnu og stjórnunarembættum var skipt á milli nema á efstu þremur árunum, en óvenju góð mæting var af hálfu klínísku áranna í ár. Vettvangsstjóri í fyrstu umferð sendi frumgreiningar- teymin á slysstað kl. 13:00 og fóræfingin af stað af miklum krafti, en 30 sjúklingum var komið í hús á einni og hálfri klukkustund. í hléi var farið yfir stöðuna og skoðað hvað betur mætti fara. Nýr vettvangur var settur upp, nýtt fólk fengið í lykilstöður og aðkomu að greiningarstöð breytt. Breytingarnar höfðu lítið að segja því að seinni umferð gekk enn hraðar en sú fyrri, þrátt fyrir óvænt hjartaáfall aðhlynningarstjóra. Eftir að æfingunni lauk var farið yfir gang hennar í heild og voru flestir sammála um að hún hefði verið vel heppnuð í ár. Ekki síst þótti stjórnun æfingarinnar hafa gengið vel og verðmæt reynsla í stýringu á vettvangi hlotist af. í lokin var boðið upp á pizzur og kók og verðlaun veitt fyrir besta leik sjúklinga. Þau hlutu Hrólfur Vilhjálmsson og Sólveig Sigurðardóttir, en fyrsta árs nemar í heild sinni stóðu sig afar vel og var raunsæið á köflum óhugnalegt. Læknanemar þakka öllum þeim sem hjálpuðu til við vel heppnaða æfingu og vonast til að sjá sem flesta aftur að tveimur árum liðnum, ef ekki fyrr. 7 8 Læknaneminn 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.