Læknaneminn - 01.04.2007, Side 20

Læknaneminn - 01.04.2007, Side 20
Kennsluverðlaun læknanema 2007 Finnbogi Jakobsson taugalæknir Kennsluverðlaun læknanema 2007 hlýtur Finnbogi Jakobsson taugalæknir. Það var úr vöndu að velja þegar nemarætluðu að kjósa kennara aftaugadeild LSH Fossvogi því kennslan þar er með þeirri bestu sem boðið er upp á við læknadeild Háskóla íslands. Læknanemar sammæltust um að Finnbogi væri þar fremstur meðal jafningja. Finnbogi útskrifaðist frá læknadeild Háskóla íslands í júní 1981 og lauk doktorsprófi í klínískri taugalæknisfræði frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1991. Hann tók til starfa á tauga- og endurhæfingadeild þáverandi Borgarspítala árið 1994 og byrjaði þar að miðla íslenskum læknanemum af þekkingu sinni. Kennsla hans mæltist svo vel fyrir að hann hlaut kennsluverðlaun læknanema fjórum árum síðar eða árið 1998. Hann sýnir nú að hann hefur engu gleymt og er enn jafn ferskur og áhugasamur við kennsluna. Það einkennir Finnboga rólegt viðmót sem styggir hvorki sjúkling né stúdent. Þetta er eiginleiki sem er afar vel fallinn til kennslu. Þá deilir Finnbogi með kollegum sínum á taugadeildinni stöðugri þörf til að fræða nemendur sína þannig að hver stund er nýtt til að ræða um kvilla mannslíkamans, með sérlegri áherslu á taugakerfið (til að mynda var Ijósmyndarinn tekinn stuttlega á stofugang og Finnbogi spyr lesendur nú hvaða system-sjúkdómur hrjáir sjúklinginn á myndinni). Finnbogi hefur séð læknanemum fyrir reflexhömrum í gegnum tíðina við byrjun deildarveru en auk þess hefur hann orðið þeim sem fara til sjálfboðastarfa í Kenya út um lækningatól til að gefa heilsugæslum þar. Hvað eftirminnilegast við veruna á taugadeildinni er þó það að Finnbogi tryggir persónulega að allir læknanemar sem rótera á taugadeild geti framkvæmt mannsæmandi taugaskoðun. Þetta gerir hann með því að bjóða hverjum og einum nema í einkatíma í taugaskoðun. Þar fer hann nákvæmlega yfir veika hlekki í skoðun hvers og eins og veitir nemanum hið mikilvæga „feedback" án nokkurra aukaorða eða niðurlægingar. Slík athygli frá sérfræðingi er sjaldséð innan veggja spítalans og mættu aðrir taka sér Finnboga til fyrirmyndar. Læknanemar þakka Finnboga kærlega fyrir störf sín og vona að hann haldi uppteknum hætti um árabil. Kennsluverðlaun síðustu ára: 1997- 1998: Finnbogi Jakobsson, taugasjúkdómafræði 1998- 1999: Hannes Petersen, háls-, nef- og eyrnasjúkdómafræði. 1999- 2000: Ásbjörn Jónsson og Pétur Hörður Hannesson, myndgreining. 2000- 2001: Ella Kolbrún Kristinsdóttir, líffærafræði. 2001- 2002: Engilbert Sigurðsson, geðlæknisfræði. 2002- 2003: Þóra Steingrímsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómafræði, og Haukur Hjaltason, taugasjúkdómafræði. 2003- 2004: Jóhannes Björnsson, líffærameinafræði. 2004- 2005: Ásgeir Haraldsson og Þröstur Laxdal, barnalæknisfræði 2005- 2006: Halldór Jónsson jr., bæklunarskurðlækningar. 2006- 2007: Finnbogi Jakobsson, taugasjúkdómafræði 20 Læknaneminn 2007
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.