Læknaneminn - 01.04.2007, Page 22

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 22
■Pl Síflog (status epilepticus) Agúst Hilmarsson Deildarlæknir á slysa- og bráðadeild LSH Elías Ólafsson Taugalæknir á taugalækningadeild LSH og prófessor við læknadeild HÍ Útdráttur* Síflog (status epilepticus) er langdregið flog af hvaða tegund sem er. Síflog getur verið lífshættulegt ástand og þarfnast skjótrar greiningar og meðferðar. Síflogum er skipt í tvo megin flokka byggt á klínískum einkennum, en flokkarnir eru grand mal síflog (skert meðvitund og kippir í útlimum) og non-convulsive síflog (skert meðvitund eingöngu). Greining er fyrst og fremst klínísk og er oftast auðveld, en greiningin er erfiðari ef sífloginu fylgja ekki óeðlilegar hreyfingar og þá þarf að nota heilarit við greininguna. Mikilvægt er að hefja meðferð strax við greiningu, þarsem hætta erá varanlegum heilaskemmdum ef meðferðin dregst. Benzodiazepine eru fyrsta meðferð, en ef svörun fæst ekki eftir tvo skammta er mælt með annarri meðferð og þá er fenýtóín oftast notað. Ef sjúklingur er óstabíll eða svarar ekki lyfjunum þá er gjörgæslumeðferð nauðsynleg. Inngangur Síflog (status epilepticus) getur orsakað veruleg veikindi og dánartíðni er há. Hér verður lögð áhersla á greiningu og meðferð hjá fullorðnum þótt aðeins sé vikið að síflogum hjá börnum. Skilgreining Flog er skilgreint sem klínísk einkenni sem stafa af samstilltri og stjórnlausri afskautun taugafruma í heilaberki. Flogum er almennt skipt í staðflog (partial eða focal seizure) annars vegar og alflog (primary generalized seizure) hins vegar. Staðflog eiga upptök sín á afmörkuðu svæði í heilanum en geta síðan breiðst út til annarra svæða. Ef staðflogin eru bundin við afmarkað svæði skerðist meðvitund ekki og flogin einkennast t.d. af kippum, sjón-, heyrnar- eða skyntruflunum og nefnast þau flog fyrirboðar í daglegu tali. Ef flogin breiðast út til beggja heilahvela (t.d. gagnaugasvæða beggja vegna) sést skerðing á meðvitund með eða án annarra einkenna (þ.e. complex partial flog). Þegar flogin breiðast síðan út til alls heilans valda þau krampa (secondarily generalized tonic-colonic seizure eða secondary grand mal seizure) sem einkennist fyrst af samdrætti í vöðvum (tónískur fasi) og síðan kippum í útlimum (klónískur fasi). Alflog virðast eiga upptök sín um allan heilabörkinn samtímis. Þau greinast í ýmsar tegundir þ.m.t. störuflog (absence seizures), kippaflog (myoclonic seizures) og krampa (primarily generalized tonic clonic seizure).1 Síflog er langvarandi flog (varir lengur en u.þ.b. 5 mínútur) eða endurtekin styttri flog án þess að viðkomandi komist til fullrar meðvitundar á milli.# Meingerð Meirihluti þekkingar á meingerð floga er tilkominn úr dýramódelum og talið er líklegt að sama meingerð eigi við um flog hjá mönnum. Til að síflog (status epilepticus) geti orðið verður hópur taugafrumna að afskautast og viðhalda stjórnlausri og óeðlilegri afskautun. Þessari óeðlilegu afskautun virðist viðhaldið af of mikilli örvun (glútamat er megin örvandi boðefni heilans) og/eða of lítilli hömlun (GABA er megin hamlandi boðefni heilans). í tilraunadýrum er auðvelt að framkalla síflog sem síðan viðheldur sér sjálft (self sustaining), en ekki er Ijóst hvort þetta geti gerst hjá mönnum. Lyf geta stöðvað þetta ferli og þá einkum lyf sem minnka losun glutamats. í dýrum valda flog (jafnvel flog án krampa í útlimum) dauða taugafrumna í heila2-3 og frumdauðinn stafar beinlínis af hárri afskautunartíðni * / þessu yfirliti notum við íslensk orð þar sem þau eru til og notuð við vinnu á sjúkrahúsum. Að öðrum kosti höfum við kosið að nota alþjóðleg eða ensk orð. Þetta er gert til að tryggja að lesandinn geti lesið og skilið efnið auðveldlega og tengi það viðstöðulaust við aðra þekkingu. # Skiptar skoðanir eru um, við hversu margar mínútur á að miða áður en talað er um síflog. Víða er miðað við 30 mínútur en Ijóst er að hefja þarf meðferð miklu fyrr, eða strax og Ijóst er að ekki er um venjulegt grand mal flog að ræða. Grand mal fíog stendur oftast í tvær mínútur eða skemurö, sem þýðir að flog sem stendur lengur en það á að flokka sem síflog hvað ákvörðun um meðferð varðar. 22 Læknaneminn 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.