Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 23

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 23
taugafrumna.4 Krufningar hafa leitt í Ijós fækkun taugafrumna í hippocampus hjá mönnum í kjölfar síflogs og MRI rannsóknir hafa einnig bent til þess sama.5 Langvarandi minnisskerðing, sem stundum sést eftir síflog, gæti skýrst af frumudauða í hippocampus, en ekki er vitað í hvaða mæli þessi frumdauði gerist hjá mönnum eða hversu langt eða alvarlegt flog þarf til. Faraldsfræði Þýðisrannsóknir (population based studies) eru nauðsynlegar til að gefa ábyggilegar upplýsingar um nýgengi sjúkdóma og hlutfallslega tíðni hinna ýmsu einkennandi þátta. Þýðisrannsóknir á síflogi (status epilepticus) eru mjög fáar og hér eru þrjár þeirra nefndar stuttlega. 1) í rannsókn frá Rochester MN í Bandaríkjunum7 reyndist nýgengi síflogs vera 18.3 per 100.000 á ári á 20 ára tímabili (1965-84). Staðflog sáust hjá 55%. í 20% tilfella fannst ekki skýring á flogunum, enda CT ekki til á fyrsta helmingi tímabilsins. 2) Nýgengi síflogs í Marburg í Þýskaland8 var áætlað 17,1 per 100.000 í framsýnni (prospective) rannsókn. Staðflog sáust hjá 76%. í 9% tilfella fannst ekki skýring á flogunum. 3) Nýgengi síflogs í framsýnni rannsókn frá Richmont VA í Bandaríkjunun9 var 41 per 100.000 á ári. Merki um staðflog sáust í heilariti 69% fullorðinna (64% barna). í 5% tilfella fannst ekki skýring á flogunum. Talið var að þessi háa tíðni í Richmont skýrðist af miklum fjölda litaðra íbúa á svæðinu og tíðnin hjá hvítum var svipuð og í rannsókninni frá Rochester MN. Þessar rannsóknir benda þannig til að algengast sé að síflog tengist flogaveiki af þekktri orsök. í þýðisrannsókn frá íslandi10 á nýgreindum flogum kom í Ijós að 40% einstaklinga voru með staðflog og skýring fannst ekki á flogunum í 67% tilvika. Þessar íslensku niðurstöður eru sambærilegar við það sem fundist hefur í mörgum öðrum rannsóknum á Vesturlöndum. Þannig virðist síflog sjást fyrst og fremst hjá þeim sem hafa vefrænan skaða í heilanum af einhverju tagi (æxli, blæðingu, æðaflækju, ör eftir áverka, hrörnunarsjúkdóm o.s.frv.). Ekki eru til íslenskar rannsóknir á tíðni síflogs, en miðað við erlendar rannsóknir má ætla að hér á landi sjáist árlega um 50 einstaklingar með síflog. Orsakir Munur er á orsökum hjá börnum og fullorðnum. Hiti og sýkingar eru algengustu undirliggjandi orsakirnar hjá börnum.9 Hér á eftir verður stuttlega greint frá helstu áhættuþáttum fyrir síflogi hjá fullorðnum og þeim skipt í þrjá flokka til hægðarauka. a) Flogaveikur einstaklingur sem hefur hætt að taka lyfin. Þetta er algengasta ástæðan hjá fullorðnum og skýrir u.þ.b. þriðjung tilfella af síflogum. Sjaldnast er hægt að fá blóðþéttni mælda á meðan á bráðameðferð stendur og þessar upplýsingar fást fremur við sögutöku. Þessir einstaklingar falla einnig undir liði b) eða c). b) Vefrænn sjúkdómur í heila og metabólískar truflanir. í 20% tilfella er ástæðan talin ör á heilanum vegna heilaæðasjúkdóma, æxla eða slysa. í 10% er ástæðan súrefnisskortur í heila. Metabólískar truflanir (blóðsykur, saltbrenglanir, nýrnabilun o.fl.) (10%), áfengis eða lyfjafráhvarf (10%), sýkingar í heila (10%) og ýmsar orsakir (10%).9'n c) Engin finnanleg orsök. Þetta er sjaldgæfast eins og áður segir, þótt það sé algengast hjá flogaveikum yfirleitt. Einkenni síflogs Síflogum (status epiiepticus) er skipt í tvo megin flokka eftir einkennum: #1 Grandmalsíflog. Fyrst meðvitundarleysi og tónískur samdráttur í vöðvum útlima, andlits og bols. Einkennin eru oftast svipuð beggja vegna en geta byrjað sem staðbundnir kippir í annarri hlið líkamans. Sjúklingurinn rekur upp mikið óp ("epileptic cry") þegar loftið þrýstist út úr brjóstkassanum í tóníska fasanum og þá sést einnig iðulega tungubit og þvagmissir. Samdrættir í brjóstholsvöðvum stöðva öndun. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að tungan lokar ekki öndunarveginum og því á alls ekki að stinga einhverju upp í sjúkling til að reyna að opna öndunarveginn. Þegarvöðvasamdrátturinn byrjarað linast, sjást kippir í vöðvum. Mikilvægt er að greina síflog frá svokölluðu functional síflogi, en functional flog (geðræn flog, psychogenic eða non-epileptic seizures) er klínískt fyrirbrigði sem líkist oft flogum en á ekkert skylt við flogaveiki. Algengt er að functional flog séu ranglega greind og meðhöndluð sem flog. Þau geta birst sem langvarandi meðvitundarskerðing með kippum í útlimum. Ef þetta er ranglega greint og meðhöndlað sem grand mal síflog þá hætta kippirninir ekki fyrr en sjúklingurinn er kominn í coma vegna lyfjanna, og mörg dæmi má sjá í læknisfræðitímaritum um að slíkir sjúklingar hafi verið ranglega innlagðir og meðhöndlaðir á gjörgæsludeild. Greining sífloga er oftast auðveld en getur þó í sumum tilfellum verið afar erfið, jafnvel fyrir reynda taugalækna. Einkenni functional floga eru margbreytileg og nauðsynlegt er að kunna skil á dæmigerðum einkennum, svo sem að þau standa oft lengi og hreyfingar eru gjarnan dæmigerðar (kastar höfðinu sitt á hvað, spennir allan líkamann í ophistotonus stellingu, hreyfir útlimi sitt á hvað, grætur á meðan á kastinu stendur). Ekki má líta á functional flog sem uppgerð, en fremursem hugbrigðaröskun (conversion disorder) og því er alltaf mælt með að leita aðstoðar Læknaneminn 2007 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.