Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 24

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 24
geðlækna við meðhöndlun slíkra einkenna. Functional flog sjást einnig hjá flogaveikum. í íslenskri þýðisrannsókn12 var litið á alla þá sem greindir voru með functional flog með heilasíritarannsókn og í Ijós kom að helmingur þeirra var einnig með flogaveiki. Gagnlegasta rannsóknin við greiningu bæði floga og functional floga er heilasíriti, en þá er hægt að grandskoða einkenni floganna og heilaritið samtímis. Kippir (myoclonus) í útlimum sem sjást í kjölfar súrefnisþurrðar í heila geta stundum líkst flogum en eru ekki epileptiskt fyrirbrigði. #2 Non-convulsive síflog. Þetta er fremur sjaldgæft en þó greinast árlega nokkrir einstaklingar hér á landi með þessa gerð floga. Megineinkenni eru langvarandi meðvitundarleysi með litlum eða engum einkennum af öðru tagi. Mikilvægt er að hafa þessa greiningu í huga hjá þeim sjúklingum þar sem ekki finnst skýring á skertri meðvitund. Stundum sjást lítilsháttar kippir í augnlokum eða útlimum sem eru þá einu einkennin sem benda sérstaklega til þess að um langvarandi flog sé að ræða. Þessir einstaklingar hafa í sumum tilfellum sögu um flogaveiki og þá er greiningin auðveldari. Heilarit er sérstaklega mikilvægt við greininguna því það sýnir dæmigerðar flogaþreytingar sem hafa annaðhvort fókal uppruna (complex partlal status) eða generaliseraðan uppruna (absence status). Almennt um meðferð Þar sem síflog er lífshættulegt ástand, þarf að vinna hratt og hefja meðferð strax og Ijóst er hvað er á seyði. í upphafi þarf að tryggja öndun og að sjúklingur skaði sig ekki frekar, t.d. með því að hann rekist ekki í neitt við kippina, hreinsa eftir atvikum úr vitum, leggja hann á hliðina ef það er hægt og nota súrefnisgrímu ("maska") með 15 L/mín. Um leið er skoðun framkvæmd og reynt að fá sögu frá nærstöddum eða kunnugum. Sagan gefur oft strax mikilsverðar upplýsingar um orsök floganna (er sjúklingur flogaveikur, gleymdi hann að taka flogalyfin, er sjúklingur með þekktan heilasjúkdóm o.s.frv.). Mikilvægt er að mæla ("stixa") blóðsykur strax þar sem blóðsykurfall getur valdið grand mal krömpum og þarfnast tafarlausrar meðferðar með 50% glúkósu í æð*. Koma þarf upp æðaaðgangi og hefja þegar lyfjameðferð (sjá aftar). Jafnframt eru blóðprufur sendar (blóðhagur, electrolýtar (natríum, kalsíum, magnesíum), kreatínín (nýrnabilun getur valdið flogum), lifrarpróf, blóðstyrkur flogalyfja (eftir því sem við á)). Við skoðun er leitað eftir merkjum um höfuðáverka, hnakkastífleika og húðblæðingar. Ef grunur er um áverka er mikilvægt að fá mynd af hálsi til að útiloka hálsbrot. Mikilvægt er að meta meðvitundarstig (milli floga) og leita að merkjum um vefræna sjúkdóma í heila. Athuga skal hvort það sjáist klínísk merki um staðbundin upptök floganna. Kippir sem eru meiri eða eingöngu í annarri hlið líkamans benda til upptaka frá gagnlægu (contralateral) heilahveli. Þegar augu vita til annarrar hliðarinnar í flogi (og hinnar hliðarinnar eftir flog) bendir það einnig til upptaka í gagnlægu heilahveli. Grand mal síflog hefur neikvæð áhrif á öndun, hjarta og æðakerfi og mikilvægt er að tryggja öndun og fullnægjandi blóðþrýsting. Ef viðkomandi heldur ekki uppi blóðþrýsting eða ef öndun er ekki fullnægjandi er nauðsynlegt að intubera og svæfa sjúkling og veita frekari meðferð á gjörgæslu. Veruleg hætta er á ásvelgingu í grand mal síflogi og því er rétt að barkaþræða sjúkling strax í byrjun til að vernda lungun. Heilarit Heilarit er gagnlegasta rannsóknin við greiningu floga. Grand mal síflog. Ef sjúklingur er í grand mal síflogi og er með þekkta flogaveiki er lítil ástæða til að taka heilarit. Meðferðin miðast að því að stöðva krampakippina. Ef nauðsynlegt hefur reynst að svæfa sjúkling vegna floganna er gagnlegt að nota heilarit til að meta hvort flogin séu hætt áður en sjúklingurinn er vakinn til fullkomlega. Non-convulsive síflog. Heilarit gegnir lykilhlutverki bæði við greiningu og við meðferð því hér miðast meðferðin meðal annars að því að stöðva flogavirkni í heilaritinu. Myndgreining Tölvusneiðmynd (eða MRI) er rétt að gera alltaf þegar sjúklingur er að greinast með flog í fyrsta sinn eða þegar ekki er hægt að útiloka nýtilkomnar breytingar í heila byggt á sjúkrasögu og skoðun. Lyfjameðferð Ef viðkomandi er enn í flogi eftir að búið er að koma upp æðaaðgangi á að hefja lyfjameðferð þegar í stað. #1 Benzodiazepín. Venjan er að byrja á lyfi úr þessum flokki. Lengi vel var notað diazepam en lorazepam hefur reynst hafa nokkra yfirburði13'14'15, þar sem áhrifin vara lengur. Rétt erað byrja meðferðina með lorazepam og gefa fullorðnum ekki meira en 4 mg í einu þar sem hætta er á að það slævi öndun í of stórum skömmtum. Ef sjúklingurinn er enn í flogi eftir fyrsta skammtinn má endurtaka lorazepam gjöf. Ef sjúklingurinn svarar ekki tveimur skömmtum ætti að huga að annarri lyfjameðferð. #2 Fosfenytoin. Ef lorazepam dugar ekki er gefið fenytoin með dreypi í æð. Fosfenytoin kom á markað fyrir fáeinum árum og er auðveldara að gefa í æð þar sem það ertir lítið bláæðar og líklega er minni hætta á hjartsláttartruflunum og blóðþrýstingsfalli.16 Fosfenytoin er svokallað forlyf (prodrug) sem umbreytist í fenytoin í líkamanum en það er virka lyfið. Ef frábending er fyrir * Ekki má gleyma að gefa sjúklingi að borða eftir að hann er kominn úr sykurfalli þar sem áhrif IV giúkósans endast aðeins í nokkrar mínútur. 24 Læknaneminn 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.