Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 26

Læknaneminn - 01.04.2007, Qupperneq 26
Stúdentaskipti Dottore Þorleifsson e Dottoressa Margrétardóttir? Va bene! Frásögn af för tveggja læknanema til Italfu á vegum Alþjóðanefndar læknanema Höfundar: Ólöf Birna Margrétardóttir og Sigurður James Þorleifsson, 4. árs nemar. að var snemma árs 2006 að við, Ólöf Birna og Sigurður James (þá 3. árs nemar), fórum að huga að því að komast í skiptiprógramm á vegum IFMSA á komandi sumri. Það stóð til hjá okkur að vera á ferðalagi allt sumarið og enda einn mánuð á vel völdum stað í Evrópu í skiptiprógrammi. Eftir miklar vangaveltur og ráðleggingar frá fulltrúum Alþjóðanefndar varð Ítalía fyrir valinu. Þá tóku við heilmiklar pælingar um hvar á Ítalíu skyldi sækja um. Ófáum mínútum eyddum við á heimasíðu IFMSA við að spá og spekúlera hvaða stöðum við ættum að óska eftir. Við völdum staði sem voru frekar norðarlega, við ströndina og þar sem var töluð enska því hvorugt okkar talaði ítölsku af neinu viti. Umsóknarferlið var ekki flókið. Við fengum umsóknarblaðið sjálft hjá fulltrúum í Alþjóðanefnd, þurftum að skrifa „motivation letter", hafa staðfestingu á enskukunnáttu og tvær passamyndir. Stuttu síðarfengum við aðgang á heimasíðu IFMSA þar sem við gáfum frekari upplýsingar. Þá var bara að bíða eftir að verða úthlutað plássi á góðum stað á Ítalíu. Um miðjan júní var Ijóst hvar á Ítalíu við myndum eyða ágústmánuði, í litlum bæ sem heitir Caltanissetta og er á miðri Sikiley. Okkur stóð nú ekki alveg á sama, hafandi heyrt mafíusögurnar og tilhugsunin um að vera syðst á Ítalíu í hitanum í ágúst var ekki til að bæta það. Það hvarflaði m.a.s. að okkur að afþakka þessa dvöl en sem betur fer létum við slag standa og sjáum alls ekki eftir því í dag. Ferðalagið til Sikileyjar gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Það munaði minnstu að við misstum af skipinu sem átti að flytja okkur frá Róm til Palermo vegna lestarseinkunar og við þurftum bókstaflega að hlaupa eftir höfninni með allan farangurinn okkar þegar úr lestinni var komið. Við rötuðum að sjálfsögðu ekki neitt en fundum rétt skip á síðustu stundu! Siglingin var yfir nótt og árla morguns var lagt að bryggju í Palermo. Þá vandaðist málið, hvernig áttum við að komast á lestarstöðina? Lonely Planet bókin okkar sem hafði hingað til reynst okkur svo vel hafði ekkert kort af Palermo og enginn talaði ensku. Þreytt og pirruð héldum við af stað í steikjandi hita og krossuðum fingur í þeirri von að við værum að ganga í átt að lestarstöðinni. Við reyndumst vera á réttri leið og ekki leið á löngu þar til við fundum lestarstöðina en komumst þá að því að við þurftum að bíða í næstum 3 tíma eftir lestinni. Öll bið tekur þó enda og fyrr en varði vorum við komin um borð í rétta lest og á réttri leið. Við höfðum þó örlitlar áhyggjur af því hvort það yrði einhver til að taka á móti okkur því við vissum ekkert hvert við áttum að fara, höfðum aðeins nafnið á tengiliðnum okkar henni Giusy Gallo og tölvupóst frá henni þar sem hún fullvissaði okkur um að einhver tæki á móti okkur. Við komuna til Caltanissetta var enginn á lestarstöðinni. Við ákváðum þá að bíða enda fátt annað í stöðunni, hvorki með símanúmer til að hringja í né heimilisfang. Eftir rúmlega tveggja tíma bið fannst okkur nóg komið. Við skelltum okkur í strætó upp á sjúkrahús bæjarins til að freista þess að finna Giusy Gallo eða einhvern sem gæti aðstoðað okkur. Það reyndist hægara Með sambýlingunum á toppi Etnu. Thomasz og Kasia frá Póllandi ogAnca Við dómkirkjuna í Cefalú frá Rúmeníu. 2 6 Læknaneminn 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.