Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.04.2007, Blaðsíða 29
Stúdentaskipti Dottore Amico bauð okkur einu sinni út að borða og dottore Lacagnina bauð okkur tvívegis í mat heim til sín. Þar skein gestrisnin í gegn að öllu leyti og ekki skemmdi fyrir frábær matur. Við hittum eiginkonu dottore Lacagnina og tvö börn þeirra sem töluðu fínustu ensku þannig að þau gátu túlkað í þessum stórskemmtilegu matarboðum. Við fáum vatn í munninn við tilhugsunina um matinn sem var borinn á borð, þvílíkt lostæti. Góðvildin hjá dottore Lacagnina og fjölskyldu hans átti sér fá takmörk, við lentum í vandræðum með að þvo þvott þar sem ekkert laundromat var að finna í Caltanissetta. Til að kippa því í liðinn sóttu konan hans og dóttir okkur einn eftirmiðdaginn, við fengum að skella í vél heima hjá þeim og á meðan var okkur boðið á fornminjasýningu á safni bæjarins. í síðustu vikunni okkar kynnti dottore Lacagnina okkur fyrir Manlio sem var að klára læknisfræðina í Róm. Hann talaði ensku reiprennandi og gerði síðustu dagana eftirminnilega, það var algjör synd að við hittum hann ekki fyrr en svo langt var liðið á dvölina. Manlio var enginn eftirbátur annarra Sikileyinga hvað varðaði gestrisnina. Daginn eftirað hann hitti okkur fyrst sótti hann okkur að morgni, keyrði með okkur til Agrigento þar sem við eyddum deginum við ströndina í góðu yfirlæti, allt á hans kostnað. Þegar við reyndum að malda í móinn tók hann ekki í mál að við borguðum krónu, við værum hans gestir. Sama kvöld hittum við fjölskylduna hans þar sem okkur var vel tekið. Síðasta kvöldið okkur fórum við saman út að borða á skemmtilegum stað þar sem flugvél hafði verið breytt í veitingahús. Við skiptinemarnir vöktum töluverða athygli í bænum, margir voru farnir að þekkja okkur í sjón og brostu til okkar á götum úti. Fólkið var forvitið hvað í ósköpunum við værum að gera á þessum stað á þessum tíma þegar allir Italirnir flykkjast að ströndunum til að sóla sig og flýja hitann. Það er skemmst frá því að segja að þrívegis var fjallað um dvöl okkar í dagblaði staðarins og í þriðja skiptið birtust myndir af okkur öllum með nöfnunum okkar og þjóðerni. Sama dag og umrætt blað kom út hnippti bílstjórinn sem keyrði strætóinn sem við tókum á sjúkrahúsið í okkur og sýndi okkur myndirnar, ægilega ánægður með að þekkja okkur. Ólöf var svo stoppuð einu sinni á sjúkrahúsinu þar sem ókunnugur maður vildi endilega spjalla (á ítölsku!) og sýna henni myndirnar. Eins og áður sagði nýttum við helgarnar í að ferðast um Sikiley. Fyrstu helgina skruppum við til Syracusa, skoðuðum þar sögufrægar minjar, söfn og fallega garða. Aðra helgina fórum við til Palermo þar sem við dvöldum í 4 daga á heimavist háskólans ásamt hinum skiptinemunum sem voru í Palermo. Þar gerðum við okkur einna best grein fyrir lukku okkar að hafa lent í Caltanissetta. í Palermo voru í kringum 40 skiptinemar, á sumum deildum voru svo margir nemar að þeir þurftu að skiptast á að mæta. Auk þess var um að ræða háskólasjúkrahús og áhugi læknanna reyndist vera töluvert minni en í Caltanissetta af sögunum að dæma. Eins var skipulag IFMSA fulltrúanna þar ekki upp á marga fiska en það er önnur saga. Þriðju helginni eyddum við í Catania, fórum að Isola Bella sem þykir vera með fegurri stöðum á Sikiley og að sjálfsögðu fórum við upp á Etnu. Það var ekki laust við að smá heimþrá gerði vart við sig þegar maður skynjaði orkuna í fjallinu og fann brennisteinslyktina í loftinu ásamt biksvarta sandinum. Það kom okkur á óvart hvað það var í raun margt sammerkt með Sikiley og íslandi, eldfjallavirknin, eyland, hæðótt og fjöllin, en samt svo margt ólíkt. Við erum ótrúlega glöð að hafa kynnst Sikiley, það er nánast gefið að ef ekki hefði verið fyrir skiptiprógrammið þá hefðum við líkast til aldrei farið þangað. Þvílík gæfa að hafa kynnst fólkinu þarna, fólki sem kunni svo sannarlega að láta okkurlíða vel. Sikileyingar eru höfðingjar heim að sækja! Littmann fæst hjá Vistor Classic II S.E. hlustunarpípur nú á tilboðsverði kr. 9.900 Health Care vistor Vistor hf. i Hörgatúni 2 i 210 Garöabær i Sími: 5357000 i Fax: 565 6485 i www.vistor.is Læknaneminn 2007 2 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.